Mig langaði að fá smá umræðu um hvað menn hvað þeim fynnist um niðurfærslugíra eða portal box.
ég er búin að vera með heilan haug af lausum tíma þessi jól vegna atvinnuleysis og undanfarið hef ég verið að heillast meira og meira af svokölluðum portalboxum.
mig hefur langað að hanna minn gír sem henntar íslenskri jeppamenningu en einum að aðalforsendum hönnunarinnar var að boxið passaði fyrir 15" felgur og væri nógu öflugt til að þola stærstu dekk. Ég hafnaði því alveg að vera með flanshjólalegu eða pressaðri þar mjög erfitt er að servica þannig búnað á fjöllum og hélt mig við það sem dana hásingarnar eru með.
stærstu kostirnir sem ég sé í þessum boxum er að með 1,5:1 lækkun er maður búin að helminga niður átakið inn á boxið og minni líkur á að maður brjóti kross eða kúlulið í beyju.
hægt er að vera með mjög sveran öxul út í hjól þar sem að allt önnur limit eru til staðar en þau sem eru í hásinguni sjálfri t.d. má nefna að ég reiknaði með 2 tommu útaksöxli með 49 rillum.
auðveldlega er hægt að koma fyrir úrhleypibúnað.
Til hliðsjónar við hönnunina var ég með ýmsar myndir af netinu og notaðist ég við margar hugmyndir en ég hafnaði allfarið að vera með fóðringar í staðin fyrir legur í boxinu fyrir tannhjólin þar sem að þetta box væri gert fyrir ekki aðeins offroad heldur onroad líka.

Hérna sést boxið inní 15" felgu og er nægt pláss þarna en mæld hækkun er 93-100 mm (eftir hvar er mælt) semsagt 10 cm meira clearance undir öxulinn.

Ég nennti ekki að fara módela heila felgu þannig að ég náði mér í felgu á grabcad og mátaði uppá, Hérna sét að það er nægt pláss fyrir breikkun í báðar áttir en kanski mætti líka færa nafið nær og breyta þannig afstöðu boxins miðað við felguna,

Hérna rétt í nafið og rétt glittir í legurónna upprunnalega hugmyndin var að notast við dana 60 spindil, naf og tilheyrandi legur en þar sem að öxulinn er ekki nógu sver að mínu mati vildi ég frekar hanna nýtt system... Overkill ? veit ekki en þetta er ekkert nýtt að vera með 2" öxul út í hjól hjá svona boxum.

Heildarmynd af því sem komið er.

Ég var mestan tíma að fynna út stöðu og stærð tannhjólana en þegar það var komið var leiðin greið þetta er sannað konsept að vera með 4 tannhjól sem dreifa álaginu
Heildarþyngd á þessum búnaði fyrir utan bremsukaliber og bremsudisk (reyndar með felgu sem er ekki breikkuð) er 31 Kg (Boxið sjálft 15 kg) en fynst mönnum þessi þyngd vera réttlætanleg á hvert horn bílsins eða er þetta of þungt á móti öllu því góða sem þessi box bjóða uppá ?
hinsvegar má segja að það sé hægt að vera með minna drif heldur en annars. Td. dana44 kúlu heldur en D60