Ég er búinn að vera að fylgjast með þessu frábæra spjalli í sennilega tvö ár á bakvið tjöldin en ætla loksins að henda inn smá súkkusögu.
Ég er semsagt spánýr í þessu sporti og nýkominn með rauða vélvirkja húfu og núna síðasta vetur ákvað ég ásamt tveimur góðum vinum mínum að fjárfesta í súkku en fyrir valinu varð sjúskað eintak af Suzuki sidekick 1995 "breytt" fyrir 33" dekk. Ég skal hér með viðurkenna að ég flýtti mér heldur við það að velja hvað skyldi kaupa enda kom ýmislegt í ljós þegar við fengum greyjið í hendurnar. En hvað um það, þýðir ekki að gráta það endalaust.
Það fyrsta sem ég sá var að hitamælirinn virkaði ekki neitt. Því var fljótreddað með því að setja nýtt tengi á nemann, Okkur var sagt að það hafi verið nýbúið að skipta um hedd og heddpakkningu en það var annaðhvort illa gert eða logið þar sem ég komst að því eftir ca 400km akstur að pakkningin var farin. Svo var tengi á alternator ónýtt en því var fljótreddað.
Þegar ég komst að því að pakkningin var farin kyrrsetti ég bílinn og hóf leit að vél, það gekk upp að ofan þangað til hann Hólmar hérna á spjallinu benti mér á bíl sem hægt væri að kaupa á djúpavogi. Ég stökk á það núna í nóvember og sótti kvikindið. Það gekk heldur betur skrautlega að koma honum á reyðarfjörð þar sem ég bý. Þegar ég kom á staðinn kom í ljós að bíllinn stóð á felgunni allann hringinn. Ekkert stórmál enda var mér svosem nokk sama um dekkin. En þegar við ætluðum að draga greyjið af stað (varahlutabíllinn mun hér eftir heita Rauðka) kom í ljós að hann var fastur í bremsu að framan. Óþolinmæðin tók völdin eftir svolitlar tilraunir til að losa um þær og með ofbeldi tókst okkur að draga hann af stað á næstu bensínsstöð til að pumpa í dekkin. Við þær æfingar eyðilögðust framdekkin og bara eitt varadekk var á bílnum og þá voru góð ráð dýr. Fyrir einhverja hundaheppni fann ég heilt dekk á felgu sem hélt lofti og passaði undir Rauðku. Við ákváðum að ganni að prófa að starta Rauðkunni og viti menn hún hrundi í gang og mér tókst að keyra hana alla leið á fáskrúðsfjörð í grenjandi rigningu en þar kom sprunga á vatnskassann og var vélin því stöðvuð snarlega og Rauðka greyjið dregið á Reyðarfjörð.
Hvað um það, það sem búið er að gera:
Setja kanta
Rífa Vél, gírkassa og millikassa og drifsköft úr Rauðku
Það sem er eftir:
Skipta um vél og helstu pakkningar á henni
Loka rifum í aftari hjólbogum eftir heimskulegann úrskurð fyrri eigenda
Hækka um 1-2"
Loka gati í gólfi eftir að pústinu varð kalt og langaði inn í bíl
Ryðbæta
Laga bodyfestingar
Græja loftdælu
Mála skrímslið
færa þakboga á milli
breyta pústi í sílsapúst
færa hurðaspjöld á milli
færa mælaborð á milli
skipta um plastrúðu fyrir venjulega eftir fyrri eiganda
færa eða bæta við kösturum
færa beisli á milli.
Þetta er svona í grófum dráttum sagan á bakvið súkkuna mína.
Ég vill taka það fram að ég er nýr í þessu sporti og þygg því ábendingar með þökkum. Aulamistök verða líklega gerð en þannig lærir maður! Skítköst afþökkuð.
Hér eru svo nokkrar myndir.





