Nissan Patrol 46'' 4.2lc Haustverkinn Hafinn...


Höfundur þráðar
Ásgeir Þór
Innlegg: 225
Skráður: 15.des 2011, 23:51
Fullt nafn: Ásgeir Þór Hallgrímsson
Bíltegund: Nissan Patrol

Re: Nissan Patrol 46'', Líffæragjafin fundinn...

Postfrá Ásgeir Þór » 28.aug 2016, 19:38

Góð hugmynd deyja Ekki ráðalaus var aðeins búin að lofttæma og gekk ekki svo virkilega góð hugmynd.
Höfundur þráðar
Ásgeir Þór
Innlegg: 225
Skráður: 15.des 2011, 23:51
Fullt nafn: Ásgeir Þór Hallgrímsson
Bíltegund: Nissan Patrol

Re: Nissan Patrol 46'', Líffæragjafin fundinn...

Postfrá Ásgeir Þór » 30.aug 2016, 17:34

Jææja áfram heldur verkið en áður en hægt er að fara raða almennilega í vélasalinn þurfti að skvera til og mála smá svo skellti mér í það og á meðan málingin var að þorna skelti ég mér í smá afturstuðarasmíði þar sem gamli var orðin verulega lélegur. Annars verður lítið gert í þessum í september vegna anna en vona að þetta verkefni komist langt í okt eða nóvember.
Viðhengi
14164086_10210615869183673_1984752402_o.jpg
Ryðfrír stuðari úr 1.5mm efni.
14164086_10210615869183673_1984752402_o.jpg (180.67 KiB) Viewed 14962 times
14139090_10210615867743637_1773825087_o.jpg
Alveg að verða klár.
14139090_10210615867743637_1773825087_o.jpg (216.12 KiB) Viewed 14962 times
14139482_10210615863583533_1279063941_o.jpg
Nýmálað og fínt.
14139482_10210615863583533_1279063941_o.jpg (238.45 KiB) Viewed 14962 times
14152017_10210615863703536_758382005_o.jpg
Nýmálað og fínt.
14152017_10210615863703536_758382005_o.jpg (228.92 KiB) Viewed 14962 times


alex-ford
Innlegg: 233
Skráður: 03.nóv 2012, 10:27
Fullt nafn: oddþór Alexander gislason
Bíltegund: Nissan Patrol Y60 38
Staðsetning: þingeyri - isafjörður

Re: Nissan Patrol 46''- Vélarísetning.....

Postfrá alex-ford » 04.sep 2016, 15:32

flotur hjá þér
nissan patrol y60 2,8 1993 38 tomu


Höfundur þráðar
Ásgeir Þór
Innlegg: 225
Skráður: 15.des 2011, 23:51
Fullt nafn: Ásgeir Þór Hallgrímsson
Bíltegund: Nissan Patrol

Re: Nissan Patrol 46''- Vélarísetning.....

Postfrá Ásgeir Þór » 22.sep 2016, 23:22

Jæja smá pakkadagur í dag. Glænýr vatnskassi álkassi með plast topp og botn. Einnig fékk ég frá summit racing þennan fína sjálfskipti kæli með viftu. Í næstu viku verður ráðist í að fara tengja mótorinn og vonast til að bílinn fari að keyra snemma í nóvember.
Viðhengi
20160922_165624.jpg
20160922_165624.jpg (4.3 MiB) Viewed 14676 times
20160922_222938.jpg
20160922_222938.jpg (3.76 MiB) Viewed 14676 times
20160922_222948.jpg
20160922_222948.jpg (3.81 MiB) Viewed 14676 times


Magnús Þór
Innlegg: 120
Skráður: 24.apr 2010, 15:13
Fullt nafn: Magnús Þór Árnason

Re: Nissan Patrol 46''- Vélarísetning.....

Postfrá Magnús Þór » 27.sep 2016, 10:50

Eða að dæla inná loftnippilinn og hrekja loftið þannig uppí box.
Flott verkefni hjá þér Ásgeir.


Höfundur þráðar
Ásgeir Þór
Innlegg: 225
Skráður: 15.des 2011, 23:51
Fullt nafn: Ásgeir Þór Hallgrímsson
Bíltegund: Nissan Patrol

Re: Nissan Patrol 46''- Vélarísetning.....

Postfrá Ásgeir Þór » 02.okt 2016, 11:37

Jæja áfram heldur verkið. Er búin að vera dunda mér í því að tengja mótorinn og setja rafkerfið saman og gengur það mjög vel vonandi að hann fari að detta í gang fljótlega. Læt nokkrar myndir fylgja með ef menn hafa gaman af.
Á næstunni er svo að redda sér tvöfoldum lið úr hilux til að setja á framskapt en hann á að passa á jókann á cruiser millikassanum og svo skita um enda og setja landcruiser enda á afturskaptið.
Viðhengi
14536929_10210918987721447_2042965427_o.jpg
Pantaði mér svo ný afturljós og færi allt úr stuðara upp í þessi ljós.
14536929_10210918987721447_2042965427_o.jpg (349.33 KiB) Viewed 14454 times
14489559_10210918988001454_1696946119_o.jpg
Farið að taka á sig mynd, næst verður að koma frambitanum aftur í bílinn.
14489559_10210918988001454_1696946119_o.jpg (229.73 KiB) Viewed 14454 times
14522540_10210918988041455_1003750049_o.jpg
Startklukkan úr 80 cruiser komin á sinn stað.
14522540_10210918988041455_1003750049_o.jpg (192.37 KiB) Viewed 14454 times
14572483_10210918988081456_316482449_o.jpg
Verið að máta nýja vatnskassann.
14572483_10210918988081456_316482449_o.jpg (288.11 KiB) Viewed 14454 times


Rellinn
Innlegg: 16
Skráður: 28.mar 2012, 20:41
Fullt nafn: Bragi B Blumenstein
Bíltegund: Bronco Cherokee

Re: Nissan Patrol 46''- UPPFÆRSLA 2.10.16

Postfrá Rellinn » 02.okt 2016, 17:16

Þetta er flott Ásgeir, Hefurðu einhverja hugmynd um hvað bíllinn verður þungur eftir breytingarnar?
Bragi Blumenstein
XJ Cherokee 1992 4.0 ho-seldur
XJ Cherokee 1997 2.5l
Bronco 1986-300 inline six turbo
Terrano II 2.7 2000 33"


Höfundur þráðar
Ásgeir Þór
Innlegg: 225
Skráður: 15.des 2011, 23:51
Fullt nafn: Ásgeir Þór Hallgrímsson
Bíltegund: Nissan Patrol

Re: Nissan Patrol 46''- UPPFÆRSLA 2.10.16

Postfrá Ásgeir Þór » 02.okt 2016, 17:20

Sæll Nei gleymdi alltaf að reikna þyngdar muninn á vélunum en það sést strax á bílnum að framan að nýji rokkurinn er þyngri en maður skellir sér svo á vikt á 46" þegar maður verður búin að koma honum í gang.


Rellinn
Innlegg: 16
Skráður: 28.mar 2012, 20:41
Fullt nafn: Bragi B Blumenstein
Bíltegund: Bronco Cherokee

Re: Nissan Patrol 46''- UPPFÆRSLA 2.10.16

Postfrá Rellinn » 02.okt 2016, 17:29

Hvað er langt í gangsetningu? Er að hugsa um að koma norður og skoða framkvæmdirnar. Er að pæla í að setja 2.7 nissan terrano í litla cherokee :)
Bragi Blumenstein
XJ Cherokee 1992 4.0 ho-seldur
XJ Cherokee 1997 2.5l
Bronco 1986-300 inline six turbo
Terrano II 2.7 2000 33"


Höfundur þráðar
Ásgeir Þór
Innlegg: 225
Skráður: 15.des 2011, 23:51
Fullt nafn: Ásgeir Þór Hallgrímsson
Bíltegund: Nissan Patrol

Re: Nissan Patrol 46''- UPPFÆRSLA 2.10.16

Postfrá Ásgeir Þór » 05.okt 2016, 20:45

Ekki vitað hvað er langt i gangsetningu en það fer eftir þvi hvernig mer gengur að koma saman rafmagni á sjalfskiptingu þar sem það er tvinnað við rafkerfið a olíuverk a velinni þarf þetta allt að fylgja saman. En áfram heldur dæmið, endanlegar festingar fyrir vatnskassa og trektina a hann er komið og orðið fast. Sauð einnig frambitan i hann aftur og staðsetti siðan nyja sjálfskiptikælin en akvað að hafa viftuna a milli vatnskassa og kælis en festingarnar buðu meira upp a þann mögulega vona að það muni reynast vel. Læt nokkrar myndir fylgja.
Viðhengi
14393843_10210949009831981_668067630_o.jpg
Sjálfskiptikælirinn tekur sig vel út á eftir að mála festingarnar.
14393843_10210949009831981_668067630_o.jpg (277.51 KiB) Viewed 14331 time
14572017_10210949009431971_1622618933_o.jpg
14572017_10210949009431971_1622618933_o.jpg (266.67 KiB) Viewed 14331 time
14571921_10210949009191965_1197326002_o.jpg
Vatnskassin komin á sinn stað og trektin á hann.
14571921_10210949009191965_1197326002_o.jpg (230 KiB) Viewed 14331 time
14572452_10210949009071962_377984917_o.jpg
14572452_10210949009071962_377984917_o.jpg (306.1 KiB) Viewed 14331 time


Höfundur þráðar
Ásgeir Þór
Innlegg: 225
Skráður: 15.des 2011, 23:51
Fullt nafn: Ásgeir Þór Hallgrímsson
Bíltegund: Nissan Patrol

Re: Nissan Patrol 46''- UPPFÆRSLA 4.11.16

Postfrá Ásgeir Þór » 04.nóv 2016, 19:15

Jææja þetta verkefni þokast hægt og rólega áfram en bíllinn er komin í gang og orðin ökuhæfur inn og út svo að það einfaldar margt. Síðan síðast hefur framenda bílsins verið raðað alveg saman aftur. Sköptin tekin og lengd og stytt eftir þörfum og skipt um krossa í þeim. Einnig er búið að vera vinna töluvert með skiptingarafmagn sem er komið í bílinn og byrjað að tengja en á eftir að klára það. lenti í smá leiðindum með olíuverkið í bílnum þar sem það vildi ekki halda olíu þar sem vandamálið var að finna rétta stærð o-hrings sem loksins fannst og er það þétt í dag.

en það sem þarf að gera áður en hann fer á götuna fer fækkandi :

-- Smíða ryðfrítt púst

-- Færa skástífu að aftan aftar til að búa til pláss fyrir bremsudælu ( úr subaru 1800 )

-- Smíða ný stigbretti

-- Klára tengja skiptingarrafmagn


lítið var tekið af myndum undanfarið en læt tvær myndir fylgja af afturendanum sem er klár, en fjárfest var í nýjum ljósum sem færa þau öll upp í boddy og þar með engin rafmagns tengi úti lengur heldur allt þrætt inn í boddy sem ætti að minnka vandamálin með afturljósin og svo smíðaður ryðfrír stuðari sem mér fannst koma sæmilega út en reynt var að hafa lookið sem næst orginal bara.
Viðhengi
14958103_10211270928159738_1936237833_o.jpg
14958103_10211270928159738_1936237833_o.jpg (203.8 KiB) Viewed 14195 times
14975974_10211270928279741_1671954059_o.jpg
14975974_10211270928279741_1671954059_o.jpg (282.53 KiB) Viewed 14195 times


Rellinn
Innlegg: 16
Skráður: 28.mar 2012, 20:41
Fullt nafn: Bragi B Blumenstein
Bíltegund: Bronco Cherokee

Re: Nissan Patrol 46''- UPPFÆRSLA 5.10.16

Postfrá Rellinn » 04.nóv 2016, 21:57

Þetta er virkilega flottur stuðari og ljósin koma vel út svona. Það verður gaman að sjá hann á 46"
Bragi Blumenstein
XJ Cherokee 1992 4.0 ho-seldur
XJ Cherokee 1997 2.5l
Bronco 1986-300 inline six turbo
Terrano II 2.7 2000 33"


olei
Innlegg: 813
Skráður: 30.apr 2011, 01:41
Fullt nafn: Ólafur Eiríksson

Re: Nissan Patrol 46''- UPPFÆRSLA 5.10.16

Postfrá olei » 05.nóv 2016, 03:38

Hversu stórir eru stimplarnir í þessum Subaru dælum sem þú ert með - á móti original Patrol dælunum?

Ég hef átt jeppa með mixuðum Subuaru bremsum að aftan og það var bara ömurlegt fúsk. Báðir voru í besta falli með hægjur að aftan og handbremsan hélt ekki á blautu svelli, algjörlega ganslaus nema til að ljúga sig gegnum skoðun.

Þetta er samt ekki klippt og skorið, fer eftir stærð á afturdælum á móti framdælum og þrýstingi á kerfinu og fl. atriðum. Ég hefði áhyggjur af bremsuafli fyrir 46" dekk með Subaru dælur að aftan. Original Patrol dótið á alveg nóg með með svoleiðis túttur.


Höfundur þráðar
Ásgeir Þór
Innlegg: 225
Skráður: 15.des 2011, 23:51
Fullt nafn: Ásgeir Þór Hallgrímsson
Bíltegund: Nissan Patrol

Re: Nissan Patrol 46''- UPPFÆRSLA 5.10.16

Postfrá Ásgeir Þór » 05.nóv 2016, 11:43

Sæll mjög svipuð stærð af stimpli man ekki nákvæmlega tölurnar en þetta eru fram dælur úr subaru. En sjálfsagt er þetta misjafnt en er búin að prófa þetta aðeins núna og þá þegar virkar handbremsan allavega mjög vel. En hef þetta á bakvið eyrað þegar ég fer að prófa bílinn. Vissi um einn á 44 " með svona unit að aftan sem svinvirkaði svo vona að Það geri það sama hjá mér.


Höfundur þráðar
Ásgeir Þór
Innlegg: 225
Skráður: 15.des 2011, 23:51
Fullt nafn: Ásgeir Þór Hallgrímsson
Bíltegund: Nissan Patrol

Re: Nissan Patrol 46''- UPPFÆRSLA 5.10.16

Postfrá Ásgeir Þór » 06.nóv 2016, 20:28

Fann eina til gamans af gamla afturendanum gaman að sjá mun fyrir og eftir. var laglega komin tými á breytingu.
Viðhengi
15007716_10211292151210301_523873991_o-2.jpg
15007716_10211292151210301_523873991_o-2.jpg (215.47 KiB) Viewed 13980 times
14958103_10211270928159738_1936237833_o.jpg
14958103_10211270928159738_1936237833_o.jpg (203.8 KiB) Viewed 13980 times


Rellinn
Innlegg: 16
Skráður: 28.mar 2012, 20:41
Fullt nafn: Bragi B Blumenstein
Bíltegund: Bronco Cherokee

Re: Nissan Patrol 46''- UPPFÆRSLA 5.10.16

Postfrá Rellinn » 06.nóv 2016, 20:37

Ásgeir, kíktu á þessa síðu. Margt skemmtilegt þarna.

http://www.chaz.yellowfoot.org/Patrol.htm
Bragi Blumenstein
XJ Cherokee 1992 4.0 ho-seldur
XJ Cherokee 1997 2.5l
Bronco 1986-300 inline six turbo
Terrano II 2.7 2000 33"


Höfundur þráðar
Ásgeir Þór
Innlegg: 225
Skráður: 15.des 2011, 23:51
Fullt nafn: Ásgeir Þór Hallgrímsson
Bíltegund: Nissan Patrol

Re: Nissan Patrol 46''- UPPFÆRSLA 5.10.16

Postfrá Ásgeir Þór » 08.nóv 2016, 23:43

Þokast áfram hægt og rólega. Sjálfskiptirafmagnið komið í bílinn og farið að virka og allt í mælaborði fyrir utan snúningshraðamælin sem ég fæ ekki inn mælaborðið vill ekki lesa skynjarann á cruiser vélinni þannig að lokaniðurstaðan verður að koma orginal patrol skynjara einhverstaðar á eitthvert reimhjól en það verður gert síðar þegar betri tími til gefst. Í kvöld kláraði ég einnig að smíða og koma fyrir nýjum þverstífuvasa að aftan sem er með sömu síkkun en er innar og aftar svo að hann rekkst ekki í arminn á bremsudælunni. Nokkrar myndir fylgja að þessu sinni þetta fer alveg að hafast stutt eftir á götuna.

það sem eftir er:

--stigbrettasmíði

--pústsmíði

--skipta um pakkdós framan.
Viðhengi
15008013_10211312140390018_1732569993_o.jpg
15008013_10211312140390018_1732569993_o.jpg (221.89 KiB) Viewed 13867 times
15007666_10211312141630049_1396094315_o.jpg
15007666_10211312141630049_1396094315_o.jpg (200.68 KiB) Viewed 13867 times
15007613_10211312140710026_450745143_o.jpg
15007613_10211312140710026_450745143_o.jpg (193.13 KiB) Viewed 13867 times
14976058_10211312138869980_464948094_o.jpg
14976058_10211312138869980_464948094_o.jpg (188.78 KiB) Viewed 13867 times


Höfundur þráðar
Ásgeir Þór
Innlegg: 225
Skráður: 15.des 2011, 23:51
Fullt nafn: Ásgeir Þór Hallgrímsson
Bíltegund: Nissan Patrol

Re: Nissan Patrol 46''- UPPFÆRSLA 11.10.16

Postfrá Ásgeir Þór » 12.nóv 2016, 00:27

Púst smíði kvöldsins 3" Alla leið ryðfrítt 2mm sílsa púst farþegamegin með heimatilbúnri túbu. Kemur vel út bíllin steinþegir og er frekar djupraddaður
Viðhengi
20161111_215650.jpg
20161111_215650.jpg (3.72 MiB) Viewed 13764 times


Höfundur þráðar
Ásgeir Þór
Innlegg: 225
Skráður: 15.des 2011, 23:51
Fullt nafn: Ásgeir Þór Hallgrímsson
Bíltegund: Nissan Patrol

Re: Nissan Patrol 46''- UPPFÆRSLA 5.10.16

Postfrá Ásgeir Þór » 12.nóv 2016, 09:36

Þarna er eftir sýru þvottur og svo smíðaði ég smá Hlíf efst á pustið sem ver bremsu lagnirnar
Viðhengi
20161111_205256.jpg
20161111_205256.jpg (3.45 MiB) Viewed 13737 times
20161111_205304.jpg
20161111_205304.jpg (3.38 MiB) Viewed 13737 times

User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2782
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Nissan Patrol 46''- UPPFÆRSLA 5.10.16

Postfrá ellisnorra » 12.nóv 2016, 19:29

Er ekki vesen að fá lykt inn í bílinn með sílsapúst? Einhver hlýtur ástæðan að vera að menn taka þetta næstum alltaf alla leið afturúr. Ég veit að lagalega þá má þetta koma út fyrir framan afturhjól farþegamegin.
http://www.jeppafelgur.is/


Höfundur þráðar
Ásgeir Þór
Innlegg: 225
Skráður: 15.des 2011, 23:51
Fullt nafn: Ásgeir Þór Hallgrímsson
Bíltegund: Nissan Patrol

Re: Nissan Patrol 46''- UPPFÆRSLA 5.10.16

Postfrá Ásgeir Þór » 12.nóv 2016, 20:44

Tja veit um tvo sem hafa góða reynslu af þessu undir patrol reyndar bílstjóramegin sem mér finnst verra og það var gott í bæði skiptin hvað varðar lykt. En annars kemur það bara í ljós hvernig þetta verður pustendin stendur um 30 cm frá boddy en hann stendur við útbrún brettakants svo ætti ekki að vera vandamál en plássið á þessum bíl aftur um four linkið er bara svo takmarkað og hvað þá þeim megin sem þverstifan er að ég tók þessa ákvörðun hlýtur að koma vel út.

User avatar

jeepcj7
Innlegg: 1697
Skráður: 01.feb 2010, 08:46
Fullt nafn: Hrólfur Árni Borgarsson
Bíltegund: F-250 Powerstroke
Staðsetning: Akranes

Re: Nissan Patrol 46''- UPPFÆRSLA 5.10.16

Postfrá jeepcj7 » 12.nóv 2016, 21:29

Flott mál með pústið það er alveg vonlaust að vera með það afturúr á jeppa alltaf að rekast í og skemmast bara vesen ef þetta er alvöru jeppí.
Heilagur Henry rúlar öllu.


Höfundur þráðar
Ásgeir Þór
Innlegg: 225
Skráður: 15.des 2011, 23:51
Fullt nafn: Ásgeir Þór Hallgrímsson
Bíltegund: Nissan Patrol

Re: Nissan Patrol 46''- UPPFÆRSLA 18.11.16

Postfrá Ásgeir Þór » 18.nóv 2016, 22:52

Jææja þetta er að þokast svona hægt og rólega áfram þetta verkefni og fer að taka enda. síðustu vikur hef ég verið að græja stigbrettfestingar frá a til ö og einnig smíðað stigbretti og þau kláruð alveg, ákvað að nota 40x40 vinkil í undirstöðurnar en mér finnst ekkert leiðinlegra en stigbretti sem eru farin að síga niður, ég ákvað að hafa þessi stigbretti samt sem áður ekkert alltof breið en mér finnst of stór stigbretti ekki flott en vona að þessi komi vel út maður sér það ekki almennilega fyrr en maður verður komin á 46''. Einnig smíðaði ég nýja afturstífu þverstífu en það þurfti að lengja hana aðeins eftir að ég breytti afturstífuvasanum og einnig voru þær alltaf að bogna hjá mér sennilega vegna þess hversu grannar þær eru þannig ég sveraði hana töluvert upp bæði úr heildregnu röri ekki eins og orginalin.

Svona fyrir skoðun var skipt út einni pakkdós að framan og svo er lokahnikkurinn afturbremsurnar en ég er sennilega í vandamálum með hleðslujafnarann þar sem ég fæ ekki nægan kraft á afturbremsurnar en þetta ætti ekki að koma dælunum neitt við þar sem munurinn á stimplunum á milli patrol og subaru er engin svo þetta er allt í skoðun og vonandi við fáum niðurstöðu á þetta í næstu viku en þá má bílinn fara endanlega út að keyra.

Svo to do fyrir skoðun :

--koma bremsunum í lag

-- skipta um parkljósaperu
Viðhengi
15127447_10211410673413282_637813478_o.jpg
15127447_10211410673413282_637813478_o.jpg (189.39 KiB) Viewed 13551 time
15126129_10211410673333280_2033656306_o.jpg
15126129_10211410673333280_2033656306_o.jpg (192.86 KiB) Viewed 13551 time
15134323_10211410742455008_1910491480_n.jpg
Ein síðan í fyrra sem sýnir hvað gömlu stigbrettin voru orðin þreytt og líka of lítil.
15134323_10211410742455008_1910491480_n.jpg (45.39 KiB) Viewed 13551 time
15127534_10211410673733290_1675932997_o.jpg
15127534_10211410673733290_1675932997_o.jpg (158.45 KiB) Viewed 13551 time
15146752_10211410704494059_744310417_o.jpg
15146752_10211410704494059_744310417_o.jpg (210.43 KiB) Viewed 13551 time
15152295_10211410704374056_2084491976_o.jpg
15152295_10211410704374056_2084491976_o.jpg (152.49 KiB) Viewed 13551 time
15152858_10211410706054098_293646971_o.jpg
stigbrettin klár en sjást illa í myrkrinu
15152858_10211410706054098_293646971_o.jpg (212.78 KiB) Viewed 13551 time


Höfundur þráðar
Ásgeir Þór
Innlegg: 225
Skráður: 15.des 2011, 23:51
Fullt nafn: Ásgeir Þór Hallgrímsson
Bíltegund: Nissan Patrol

Re: Nissan Patrol 46''- uppfært 18.11.16

Postfrá Ásgeir Þór » 25.nóv 2016, 22:35

Jææja í þessari viku gerðist lítið en ég skipti um síu á sjálfskiptingu og um leið settur hitanemi i pönnuna á skiptingunni. Áfram hélt vandamálið með bremsurnar en á endanum var hleðslu jafnarinn tekin og þá loksins komu góðar bremsur að aftan En handbremsan bremsar ekki alveg nóg enn en þar liggur vandamálið sennilega í að handfangið í patrol er ekki eins doublað eins og í subaru og næst ekki nægilegt afl niður á armana á dælunum. Vandamálin eru nú ekki en búin en þá virtist önnur framdælan föst, ryðfríu efni var því hent í bekkinn og búnir til tveir stimplar í framdælurnar og pantað nýtt gúmmísett í þær. Fáar myndir teknar læt eina fylgja en vonandi fara plöturnar að prýða hann i næstu viku
Viðhengi
20161125_170113.jpg
Nýjir stimplar vs gamall stimpill
20161125_170113.jpg (3.01 MiB) Viewed 13444 times
20161125_170119.jpg
20161125_170119.jpg (2.9 MiB) Viewed 13444 times


Höfundur þráðar
Ásgeir Þór
Innlegg: 225
Skráður: 15.des 2011, 23:51
Fullt nafn: Ásgeir Þór Hallgrímsson
Bíltegund: Nissan Patrol

Re: Nissan Patrol 46''- uppfært 8.12.16

Postfrá Ásgeir Þór » 08.des 2016, 22:26

Jææja góða kvöldið, áfram heldur sagan með þennan patrol en í síðustu viku freistaðist ég að setja hann á skrá til þess að kanna hvernig bílinn höndlaði það að keyra á götunni þar sem ég hafði engin tök á þvi að prófa hann númerslausan. Það gekk svosem bara bærilega en þegar eitt vandamál kemur nýtt upp og eitt annað gamalt sleppur það svosem allveg. Það nýja sem kom er að skiptingin lætur illa við mig þar sem ef farið er úr P í D tekur hann af stað í öðrum gír en ef sett er úr R í D tekur hann af stað í fyrsta. Við fyrstu könnun virðist tölvukerfið vera virka eðlilega og allt utan á skiptingu er tengt en á eftir að kafa eftir þessu dýpra þegar líður á þar sem skiptingin keyrir að öllu öðru leyti. Hitt atriðið var svosem vitað fyrir þar sem brot er á lið niður við framhásingu sem myndar mikin titring og óhljóð þegar bíllinn fríhjólar t.d. niður brekku en þar sem ég er með sídrifs millikassa núna slepp ég engan vegin undan þessu máli.

Þannig fór ég upp í sveit og fann mér aðra framhásingu sem ég átti auka og fór að strípa hana, ég ætla mér að slá nokkrar flugur þar í einu höggi :
1.laga brot á framskapti niður við hásingu
2. Stilla spindilhalla í 10° en núna er hann 5°
3. setja landcruiser 80 framstífur og lækka þar með stífuturna að framan um meira en helming og minnka þar með álagið á þeim t.d. ef maður fer fram af barði eða eitthvað því um líkt.
4. styrkja undir hásingu og einnig út á liðhúsin.
15409929_10211621398761284_1395560176_o.jpg
Framhásing
15409929_10211621398761284_1395560176_o.jpg (256.44 KiB) Viewed 13310 times


Næsta var að einn daginn hætti læsingin á millikassanum að virka en skýringin fannst fljótt þar sem mótorinn brann yfir. seglarnir fóru af stað í húsinu á honum sem mynduðu stórt skarð með þeim afleiðingum að tvær spólur brunnu ,, ég sem hélt að toyota bilaði ekki'' það segja toyotu menn allavega...... ??
15369749_10211621399441301_702880074_o.jpg
rafmótor í læsingu
15369749_10211621399441301_702880074_o.jpg (184.69 KiB) Viewed 13310 times


Jææja en svona sinnti smá almennu viðhaldi eins og það kallast í leiðinni skipt var um fóðringar í frambremsudælum og settir ryðfríir stimplar og þær einnig sandblásnar og gerðar fínar þó ekki málaðar en þær bremsa víst ekkert betur þannig.... :P
15387366_10211621401241346_138307191_o.jpg
frambremsudæla
15387366_10211621401241346_138307191_o.jpg (135.89 KiB) Viewed 13310 times

15409991_10211621401281347_1982488573_o.jpg
Gömlu stimplarnir
15409991_10211621401281347_1982488573_o.jpg (151.86 KiB) Viewed 13310 times


og svona í lokin var gert það sem sæmir hinum týpiska jeppamanni en maður verður að hafa nóg að aukamælum og svona auka dóti og drasli en ég ákvað að festa mér kaupa á svona boost, afgashita og skiptingarhita frá aliexpress. Setti neman í pönnuna á skiptingunni um daginn og setti afgasneman áður en ég setti vélina í og svona svo það var lítið vandamál að tengja þetta allt saman. Ég var lengi að ákveða hvar ég ætti að hafa þetta en endaði á því að smíða ryðfrían mælahatt ofan á mælaborðið í bílnum og fela þar með ljóta sprungu sem var í mælaborðinu eftir einhvern sem hefur átt eitthvað vantalað við það.. læt nokkra myndir af smíðinni fylgja er reyndar búin að mála þetta dökkgrátt í dag en var hræddur um að ef það væri bert stál myndi speglast í sól svo málaði þetta svipað grátt og mælaborð einnig er eitt ferkanntað gat er í hattinum sem er auðvitað fyrir úrhleypibúnaðinn sem er af sjálfsöðgu ekki komin.. ég er að gera mér bjartar vonir um að geta tekið út númer aftur í lok næstu viku fer eftir því hversu lengi ég verð að koma nýju hásingu undir og þá ætti bíllinn að fara keyra aalveg hreinnt, vonandi hafið þið eitthvað gaman að þessari klausu....
15388619_10211621400641331_2041879488_o.jpg
mælahattur
15388619_10211621400641331_2041879488_o.jpg (185.52 KiB) Viewed 13310 times

15409793_10211621400481327_447905833_o.jpg
Mælahattur 2
15409793_10211621400481327_447905833_o.jpg (186.41 KiB) Viewed 13310 times


Höfundur þráðar
Ásgeir Þór
Innlegg: 225
Skráður: 15.des 2011, 23:51
Fullt nafn: Ásgeir Þór Hallgrímsson
Bíltegund: Nissan Patrol

Re: Nissan Patrol 46''- uppfært 18.11.16

Postfrá Ásgeir Þór » 10.des 2016, 00:06

Meira föndur í kvöld hásingin styrkt og liðhúsum snúið þannig að þegar að ekkert brot er á framskaptið eru þau 9- 10° spindilhallinn næst á dagskrá er að smíða nýjar stifufestingar gamla dæmið með 80 stífur gekk því miður ekki upp en millibilsstongin verður fyrir því nú lækkar hún talsvert.

Já og myndir snúa óvart öfuggt kann ekki allveg nógu vel á þetta simadot
Viðhengi
20161209_224639.jpg
20161209_224639.jpg (3.65 MiB) Viewed 13227 times
20161209_224628.jpg
20161209_224628.jpg (4 MiB) Viewed 13227 times
20161209_224647.jpg
20161209_224647.jpg (3.86 MiB) Viewed 13227 times
20161209_224655.jpg
20161209_224655.jpg (3.62 MiB) Viewed 13227 times

User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2782
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Nissan Patrol 46''- uppfært 10.12.16

Postfrá ellisnorra » 11.des 2016, 20:45

Gaman að fylgjast með hér.
Eitt sem hjálpar í svona æfingum er svona græja http://www.ebay.com/itm/Angle-Cube-Digi ... SwbYZXYMkt
Ég keypti mér svona og þetta virðist vera alveg ótrúlega nákvæmt.
http://www.jeppafelgur.is/


Höfundur þráðar
Ásgeir Þór
Innlegg: 225
Skráður: 15.des 2011, 23:51
Fullt nafn: Ásgeir Þór Hallgrímsson
Bíltegund: Nissan Patrol

Re: Nissan Patrol 46''- uppfært 10.12.16

Postfrá Ásgeir Þór » 11.des 2016, 20:51

Haha Já takk fyrir það elli, en breyttur jeppi er verkefni sem aldrei klárast það eitt er víst. En já ég var með svona fínan digital gráðu mæli frá kraftaverk með öflugum segli algjör snilld að fá spindilhallann réttan gleymdi bara að taka mynd af borðinu sem ég smíðaði undir hásinguna á meðan verkinu stóð. Kom mér skemmtilega á óvart hvað þetta var auðvelt verk bara skverað upp suðunni og liðhúsin runnu af stað með keðjutalíu.... :)

User avatar

Startarinn
Innlegg: 1150
Skráður: 01.aug 2010, 12:02
Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
Bíltegund: Nissan Patrol '98

Re: Nissan Patrol 46''- UPPFÆRSLA 5.10.16

Postfrá Startarinn » 12.des 2016, 16:28

elliofur wrote:Er ekki vesen að fá lykt inn í bílinn með sílsapúst? Einhver hlýtur ástæðan að vera að menn taka þetta næstum alltaf alla leið afturúr. Ég veit að lagalega þá má þetta koma út fyrir framan afturhjól farþegamegin.


Ástæðan er hávaði, það munar miklu hvað heyrist meira inn í bíl þó pústið sé eins að öðru leiti (sömu hljóðkútar o.s.frv.)
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"


Höfundur þráðar
Ásgeir Þór
Innlegg: 225
Skráður: 15.des 2011, 23:51
Fullt nafn: Ásgeir Þór Hallgrímsson
Bíltegund: Nissan Patrol

Re: Nissan Patrol 46'' Komin á götuna.....

Postfrá Ásgeir Þór » 28.jan 2017, 12:02

Jææja langt síðan síðast og því miður fáar myndir í þetta skiptið...

Rétt fyrir jól drullaðist breytt framhásing undir þennan. Allar mælingar fóru fram með digital mæli og framhásingu breytt eftir þeim forsendum upp á borði, þegar hásingin fór undir bílinn færði ég hana um 1 cm framm og afstaðan á drifskaptinu er alveg rétt núna eða þar að segja ekkert brot niður við hásingu þar sem bíllinn er með tvöfaldan lið upp við millikassa. Bíllinn var svo settur á númer og er núna allur titringur farin úr bílnum og rennt með hann í skoðun og viti menn 17 datt beint á bílinn.

16388941_10212174177060396_2049059481_o.jpg
16388941_10212174177060396_2049059481_o.jpg (181.49 KiB) Viewed 11543 times


Um daginn var svo farið og sett ný eða notuð 46'' dekk undir bílinn sem ég keypti í haust. Siðustu dekk voru að valda mér vandræðum í keyrslu og var ég farin að efast um felgurnar. Þessi dekk voru sett á felgur og viti menn þetta er eins og fólksbíll í akstri engin jeppaveiki á neinu sviði en samt sem áður á ég eftir inni smá slag sem ég er með á snekkjuni, einfaldlega vegna þess að mér finnst betra að keyra jeppa ef það er smá slag í snekkjuni.

Úrhleypibúnaður er komin á fullt í hönnun í hausnum á mér og ákvað ég að fara svosem ekki neina venjulega leið. Lokakistan var til en í staðin fyrir að nota venjulega kúluloka datt ég inn á segulloka á aliexpress sem ég ákvað að prófa og hafa einfaldlega takka á panelli til að stjórna kistunni en áætlaður staður fyrir kistuna er hanskahólfið. Í vikunni datt ég síðan inn á sniðugan mæli sem er í raun sama týpa og þessi hefðbundi digital frá landvélum, þessi er síðan búin þeim aukabúnaði að hann hefur tvo digital útganga sem gerir mér kleift að láta hann stjórna tveimur rafmagnslokum hjá mér þannig að ég get í raun látið þennan litla mæli stýra algerlega í og úrhleypingunni á bílnum en þetta er sú aðferð sem ég ætla prófa núna í fyrstu. Er í algerum frumraunatilraunum með úrhleypibúnað hef aldrei verið með svona búnað svo endilega látið alla kosti og galla hrynja á mér en um að gera að fara ekki hefðbundar leiðir finnst mér.... einnig ætla ég mér að smíða hnéin sjálfur þar sem það eiga að vera tvær legur og tvær pakkdósir í þeim....

Síðan datt ég niður á snúningshraða mæli sem er aftermarket ég ætla ekki að reyna berajast við að fá snúningshraðamælin í mælaborðinu í lag heldur setja þennan á einhvern hentugan stað, í staðin ætla ég bara að breyta mælaborðinu þar að segja taka bara vísinn og koma fyrir einhverri fallegri skífu á bakvið.

Í lokin hef ég verið að elta við toyotu galla..... gat nú verið eða þar að segja er stykki utan á olíuverkinu á þessum vélum 1hdt sem að tengist kælivatninu og veit ég í raun ekki alveg hvað gerir en grunar að þetta eigi að hraða á snúninshraða vélar ef hann er kaldur og svo hægja á um leið og hitnar. Þessi búnaður er vel þekktur fyrir það eitt að leka og það fer eftir veðri segja sérfræðingar. Þetta er einfaldur búnaður með einum o hring sem ég er búin að skipta um tvisvar sinnum en hægt og rólega fer þetta alltaf að leka aftur. Svo á næstunni er bara kaupa þetta stykki nýtt og setja ofan í, alveg nóg að þetta apparat eyði alveg nóg óþarfi að sulla á eftir sér diesel olíu endalaust............... velkomin í toyotu lífið...................

1-4-2-Way-Normally-Closed-Pneumatic-Aluminum-Electric-Solenoid-Air-Valve-12V-DC.jpg_640x640.jpg
Segullokarnir
1-4-2-Way-Normally-Closed-Pneumatic-Aluminum-Electric-Solenoid-Air-Valve-12V-DC.jpg_640x640.jpg (60.77 KiB) Viewed 11543 times


þrýstimælir.jpg
þrýstimælir.jpg (20 KiB) Viewed 11543 timesÁ döfinni :

Nýjir bremsudiskar að aftan komnir

Setja loftdælu á mótorinn ac dæla fyrir er kútur og allt í bílnum

Koma fyrir mælum sem pantaðir voru

User avatar

Járni
Stjórnandi
Innlegg: 1353
Skráður: 30.jan 2010, 22:43
Fullt nafn: Árni Björnsson
Bíltegund: Land Rover
Staðsetning: Akureyri
Hafa samband:

Re: Nissan Patrol 46'' 4.2lc

Postfrá Járni » 28.jan 2017, 16:55

Seigur, það verður spennandi að sjá hvernig úrhleypibúnaðurinn þróast.
Land Rover Defender 130 38"


Dúddi
Innlegg: 198
Skráður: 13.feb 2010, 12:57
Fullt nafn: rúnar ingi árdal

Re: Nissan Patrol 46'' 4.2lc

Postfrá Dúddi » 28.jan 2017, 18:48

Djöfulsins dugnaður er þetta. Væri til i að hafa kannski helminginn af þessu. Flott vinna. :)


olei
Innlegg: 813
Skráður: 30.apr 2011, 01:41
Fullt nafn: Ólafur Eiríksson

Re: Nissan Patrol 46'' 4.2lc

Postfrá olei » 28.jan 2017, 20:24

Glæsilegt, þú ert dugnaðarforkur!

Giska á að þessi loki verði ansi lengi að hleypa úr, er þetta ekki bara venjulegur nálaloki?

Hvar fékkstu þennan mæli? Áttu hlekk á hann?


Höfundur þráðar
Ásgeir Þór
Innlegg: 225
Skráður: 15.des 2011, 23:51
Fullt nafn: Ásgeir Þór Hallgrímsson
Bíltegund: Nissan Patrol

Re: Nissan Patrol 46'' 4.2lc

Postfrá Ásgeir Þór » 29.jan 2017, 13:42

Takk drengir fyrir þetta en það er gaman að brasa í jeppanum og gera þetta almennilega. En já þegar ég fékk þessa loka sá ég að þeir yrðu kanski lengi að hleypa úr en þetta er nalaloki en ég ætla fljótlega að gera prufu á því skella honum við eitt fékk og mæla tíman. Annars er ég ekki með link á þennan digital mæli en hann finnst á ebay og er undir nafninu p43, en því næst sem ég kemst er þetta sami mælir og landvélar selja en ætla samt ekki að bóka það....


Höfundur þráðar
Ásgeir Þór
Innlegg: 225
Skráður: 15.des 2011, 23:51
Fullt nafn: Ásgeir Þór Hallgrímsson
Bíltegund: Nissan Patrol

Re: Nissan Patrol 46'' 4.2lc

Postfrá Ásgeir Þór » 08.feb 2017, 23:53

Áfram heldur viðhaldið á meðan að snjórin lætur ekki sjá sig bara einhver helvítis vindur og hláka.....

í kvöld fór ég niður á verkstæði og hafði mig í að snikka til nýja bremsudiska á hann að aftann og í leiðinni var samsláttapúða festingum breytt þar sem gömlu voru frekar lélegar og átti þeir í vandræðum með að hitta á mótsætið sitt ef að bílinn misfjaðraði mjög hressilega.
16651179_10212282867537590_128893196_o.jpg
16651179_10212282867537590_128893196_o.jpg (212.83 KiB) Viewed 11169 times

16593407_10212282867297584_657572180_o.jpg
16593407_10212282867297584_657572180_o.jpg (208.47 KiB) Viewed 11169 times


Einnig er ég búin að sitja og hugsa úrhleypibúnaðinn enn frekar og eftir smá ákvörðun hef ég breytt lokavalinu en gömlu lokarnir sem ég keypti á klink voru með flæðigati 2.5mm sem mér fannst ekki nóg. Þess í staðin fann ég loka sem eru með flæðigati 8mm sem ætti að gefa ágætis flæði. Pantaðir voru fjórir svona lokar og ætla ég mér að hafa þá út í hvert dekk fyrir sig en ég ætla einnig að gera tilraun með að hafa 10mm slöngur út í öll dekk bara prófa alls ekki dæma þar sem ég ætla að sérsmíða hnéin sjálfur líka. Inn og út af kerfinu fann ég hinsvegar loka sem eru með 20mm flæðigati sem ætti þá að gera til þess að loftkerfið á að verða sæmilega fljótvirkt eða svona miðað við úrhleypibúnað og það rafstýrðan vona ég. Á næstunni er það að koma fyrir loftdælu reimdrifinni á þennan mótor og allt sem tilheyrir henni smurkerfi og fleira sem liggur klárt aftur í skotti en einnig var keyptur nálaloki í vikunni sem ég þarf að koma fyrir við tækifæri svo að bínan fái nú að fara vinna sitt verk eietthvað almennilega en planið er að hafa nálalokann staðsettann inn í bíl til að einfalda verkið að fínstilla þrýstinginn en einnig þarf ég þá að fara í viskubrunn landcruiser eiganda hvar maður eykur smá saman við olíuverkið í takt við það... en nóg í bili þetta kemur hægt og rólega og verður að jeppa en stærsta áhyggjuefni mitt þessa daganna er helvítis snjórinn sem ætlar ekki að láta sjá sig.....
loftloki2.jpg
Loftloki með 8mm flæðigati
loftloki2.jpg (11.09 KiB) Viewed 11169 times

User avatar

jongud
Innlegg: 2323
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Nissan Patrol 46'' 4.2lc

Postfrá jongud » 09.feb 2017, 08:20

Hvað heita þessir 8 og 20mm flæðilokar? það eru ábyggilega nokkrir sem þurfa eða vilja auka flæðið gegnum einhverjar loftkistur.


Höfundur þráðar
Ásgeir Þór
Innlegg: 225
Skráður: 15.des 2011, 23:51
Fullt nafn: Ásgeir Þór Hallgrímsson
Bíltegund: Nissan Patrol

Re: Nissan Patrol 46'' 4.2lc

Postfrá Ásgeir Þór » 20.feb 2017, 22:09

Góða kvöldið alltaf eitthvað smá bras á manni, fór niður á verkstæði í kvöld og hélt áfram með loftkerfið í bílnum. Venjuleg air condition dæla er komin á mótorinn eins ofarlega og ég gat haft hana og á eins einföldu strekkjara juniti og ég gat haft en á gamla mótornum var hún neðan á og með vonlausu strekkjara juniti svo ég hét því að ég myndi gera úrbætur á þessu því það var vonlaust að komast að henni og þjónusta hana. Einnig er ég búin að koma fyrir búnaði í húddinu sem flestir telja óþarfa en þar eru raðtengdar tvær skiljur, sú fyrri skilur olíuna frá að mestu leyti eða 80% og dropar henni svo ofan í loftinntakið á loftdælunni til þess að smyrja hana og þar með er ég komin með smá smurhringrás, á eftir þessari fyrri er ég með olíuskilju sem tekur restina en í fyrra prófaði ég að hafa eina skilju og hún náði ekki öllu en með tveimur er kerfið alveg hreint frá olíu, á eftir því kemur svo einstefnuloki og pressustat frá landvélum og svo loks deilist þetta niður á kút og úrtak fram í grill og inn í loftkistu fyrir úrhleypibúnaðinn. Þetta er svona í ágætri vinnstu ég á bara eftir að tengja slöngurnar á milli kerfanna svo þetta ætti að hafast í þessari viku, en þá ætti jeppinn að verða nokkuð klár í þennan ömurlega vetur. En tók því miður engar myndir af loftdælu dótinu tek þær seinna en tók hinsvegar tvær myndir af honum úti á plani en áttaði mig á því að það er engin almennileg mynd af honum hérna inni kemur betur út eftir að nýja vélin kom hún er þyngri og nú er bílinn lægri að framan sem kemur mun betur út..... :D þangað til næst toyotukveðjur... !!!!
Viðhengi
16910618_10212400492278135_1919275240_o.jpg
16910618_10212400492278135_1919275240_o.jpg (136.02 KiB) Viewed 11016 times
16833446_10212400493278160_1954488376_o.jpg
16833446_10212400493278160_1954488376_o.jpg (109.84 KiB) Viewed 11016 times

User avatar

Járni
Stjórnandi
Innlegg: 1353
Skráður: 30.jan 2010, 22:43
Fullt nafn: Árni Björnsson
Bíltegund: Land Rover
Staðsetning: Akureyri
Hafa samband:

Re: Nissan Patrol 46'' 4.2lc

Postfrá Járni » 20.feb 2017, 22:50

Gamli góði Patrol, stendur fyrir sínu
Land Rover Defender 130 38"

User avatar

sigurdurk
Innlegg: 240
Skráður: 14.apr 2011, 19:11
Fullt nafn: Sigurður Kári Samúelsson
Bíltegund: Toyota Land Cruiser
Staðsetning: Reyðarfjörður/Akureyri

Re: Nissan Patrol 46'' 4.2lc

Postfrá sigurdurk » 21.feb 2017, 18:11

Varðandi úrhleypibúnaðinn þá er mín reynsla að það er langt um hraðvirkast að nota 5/3 loka þá er eitt port út fyrir hvert dekk , gallinn við það er reyndar að þá þarf fjóra nema en kosturinn er þá að þú sérð þá strax ef þú missir loft úr einu dekki eða ef að segulloki festist og dælir stanslaust í og enn einn plúsinn að auðvelt að tengja þá snyrtilega með því að nota ventlablokk (manifold)
Toyota Landcruiser HJ61 '89 44"[SKÁRRI]
VW Touareg 5.0 V10TDI '06
Dodge RAM 1500 '98 2H 4.0 turbo diesel 38-44"


Höfundur þráðar
Ásgeir Þór
Innlegg: 225
Skráður: 15.des 2011, 23:51
Fullt nafn: Ásgeir Þór Hallgrímsson
Bíltegund: Nissan Patrol

Re: Nissan Patrol 46'' 4.2lc

Postfrá Ásgeir Þór » 22.feb 2017, 23:07

Já þú segir nokkuð siggi var búin að sjá mynd af þínu kerfi og það er hrikalega flott uppsett en það eru svo litlar upplýsingar um þetta hér á þessu jeppaspjalli að það er alveg ótrulegt alltaf eins og maður sé að finna upp á hjólinu í hvert skipti sem bíl er breytt.... en ég ætla prófa þessa loka í bili og sjá hvernig þeir munu koma út búin að fá staðfestingu að það sé patrol fyrir vestan með svona loka með 8mm gati og virkar það víst bara mjög vel afkastagott kerfi bara. Alltaf er maður að fikta eitthvað á aliexpress en á næstunni fer ég að huga að gps í bílinn en ætla mér að fara í ódýra og einfaldasta búnaðinn eða spjaldtölvu í jeppann en hef heyrt af mönnum sem segja vel af þessu og kostar lítið sem ekkert sem er ótrulegt og viðmótið í spajdltölvunni er mun líkara heldur en í þessu gömlu gps tækjum og einnig eru þessi tæki enn rándýr.... á ali fékk ég mér svo relay module fyrir android stýrikerfi en þetta stykki er með 8stk relay og tengist android tæki síma eða spjaldtölvu með bluetooth en einnig er usb eða allavega usp tengiport til staðar á þessu, kostar skít og ekki neitt eða um 2300kr með sendingarkostnaði en einnig held ég að þetta sé hentugt þegar ég fer í aukarafmagn engir takkar bara spjaldtalvan og síminn....
ásgeir 2.jpg
bluetooth fyrir android
ásgeir 2.jpg (2.17 KiB) Viewed 10810 times


En í gær fór ég niður á verkstæði og kláraði NÆSTUM loftkerfið tengdi skiljur og pressostat og allt og þegar ég startaði kerfinu var lokinn neðan á annari skiljuni fastur opinn þolinmæðin á þrotum svo næst tek ég hana úr þrýf hana og fæ þetta vonandi í lag. ég ætlaði í reiði minni að panta nýja skilju bara á ísland en nei nei lægsta verð er 9000kr án vsk og hæðsta 30þús sem mér fannst ekkert eðlilegt svo gafst upp fór á ali og pantaði þetta allt fyrir alveg heilaar 1300 kr.... álagning á íslandi er rugl en gallinn við ali að maður getur notað nýja dótið bara í næsta mánuði... en ægilegar toyotu kveðjur þangað til næst og afsaka skítugt hood þarf að fara smúla eitthvað þarna.... :D
Viðhengi
16880806_10212417664987442_702903777_o.jpg
16880806_10212417664987442_702903777_o.jpg (255.65 KiB) Viewed 10810 times
16935437_10212417667267499_1698894833_o.jpg
16935437_10212417667267499_1698894833_o.jpg (204.4 KiB) Viewed 10810 times
16935499_10212417663427403_1593952242_o.jpg
16935499_10212417663427403_1593952242_o.jpg (205.01 KiB) Viewed 10810 times
16935576_10212417663947416_1577985879_o.jpg
16935576_10212417663947416_1577985879_o.jpg (181.97 KiB) Viewed 10810 times


Til baka á “Jeppinn minn”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur