hvað þarf maður sveran kapal fyrir spil?
ef maður setur tengi að framan og aftan
Lagnir fyrir spil
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 305
- Skráður: 31.jan 2010, 23:01
- Fullt nafn: Hilmar Ingimundarson
- Bíltegund: Toyota Hilux 93
- Staðsetning: Akureyri
Lagnir fyrir spil
1993 árg Toyota Hilux (hvaðan kemur þetta Hilux ??) 35 - 36"
22RE bensínrokkur (rétt dugar til að skila honum áfram á jafnsléttu)
kominn á 38” og með 22RTE sem er heldur snarpari en gamla og svo gafst hún upp og er kominn með
1kz-te
Kv Hilmar
22RE bensínrokkur (rétt dugar til að skila honum áfram á jafnsléttu)
kominn á 38” og með 22RTE sem er heldur snarpari en gamla og svo gafst hún upp og er kominn með
1kz-te
Kv Hilmar
Re: Lagnir fyrir spil
Hversu stórt spil? Öllu heldur, hvað á það að draga mikinn straum í amperum?
Re: Lagnir fyrir spil
Stutta svarið er eins sveran kapal og þið tímið að kaupa, það gefur spilinu mest afl í drætti, það tryggir spilinu hærri spennu sem aftur leiðir til að það hitnar MINNA og hægt er að spila lengur með því, líka minna álag á alternaror og rafgeymi.
Lengra svar er að þetta er alltaf málamiðlun milli gæða og kostnaðar og jafnvel þyngdar. Þetta spil er gefið upp fyrir 435A við 4000 punda tog á innsta lagi á tromlunni.
Spáum í afturtengið;
Ef við gefum okkur að lagnirnar aftur séu 8 metrar samanlagt. Þá er spennufallið fyrir dæmigerðan fjölþættan kopar kapal við 435A:
25 kvaðrat 2,4V
35 kvaðrat 1,7V
50 kvaðrat 1,2V
70 kvaðrat 0,85
Hér sést vonandi svart á hvítu að það sem margir telja "overkill" í spillögnun er það kannski alls ekki. Þessar tölur eru heldur niðurdrepandi af því að enginn af þessum köplum er nægilega sver fyrir 435A undir stöðugu álagi. Sem betur fer erum við ekki að tala um stöðugt álag, heldur stutt álag. Samt sem áður, tökum sem dæmi 25kv. sem fellir yfir sig 2,4V - í hans tilviki þá eyðast 1044W í kaplinum í hita. Það er enginn smá hiti, jafn mikill hiti og stafar af t.d 10 stk 100W kösturum svona sem viðmiðun. Jafnvel 50kv. eyðir 520W í hita við þennan straum ef hann er 8 metra langur.
Mér sýnist þetta vera svona að aftan:
25kv. spilið verður drullumáttlaust og hægvirkt og hitnar upp úr öllu valdi og svo kviknar mjög fjótlega í kaplinum og allir eru jafn fastir og þeir voru áður en spilið var ræst.
35kv. spilið verður fremur máttlaust og hægvirkt en nothæft í stuttan tíma, hitnar samt fjótt sem og lagnirnar en - það má bjarga sér á því.
50kv. Gróft skotið giska ég á að spilið sé kringum 75% afköst, og það má tosa talsvert með því áður en spil eða kaplar hitna um of.
70kv. ++ bara betra.
Að framan er lögnin væntanlega miklu styttri sem minnkar viðnám og hitamyndun. Þar mundi ég nota 50kv. og miða við að öll lengri og erfiðari spilvinna færi fram þar.
Lengra svar er að þetta er alltaf málamiðlun milli gæða og kostnaðar og jafnvel þyngdar. Þetta spil er gefið upp fyrir 435A við 4000 punda tog á innsta lagi á tromlunni.
Spáum í afturtengið;
Ef við gefum okkur að lagnirnar aftur séu 8 metrar samanlagt. Þá er spennufallið fyrir dæmigerðan fjölþættan kopar kapal við 435A:
25 kvaðrat 2,4V
35 kvaðrat 1,7V
50 kvaðrat 1,2V
70 kvaðrat 0,85
Hér sést vonandi svart á hvítu að það sem margir telja "overkill" í spillögnun er það kannski alls ekki. Þessar tölur eru heldur niðurdrepandi af því að enginn af þessum köplum er nægilega sver fyrir 435A undir stöðugu álagi. Sem betur fer erum við ekki að tala um stöðugt álag, heldur stutt álag. Samt sem áður, tökum sem dæmi 25kv. sem fellir yfir sig 2,4V - í hans tilviki þá eyðast 1044W í kaplinum í hita. Það er enginn smá hiti, jafn mikill hiti og stafar af t.d 10 stk 100W kösturum svona sem viðmiðun. Jafnvel 50kv. eyðir 520W í hita við þennan straum ef hann er 8 metra langur.
Mér sýnist þetta vera svona að aftan:
25kv. spilið verður drullumáttlaust og hægvirkt og hitnar upp úr öllu valdi og svo kviknar mjög fjótlega í kaplinum og allir eru jafn fastir og þeir voru áður en spilið var ræst.
35kv. spilið verður fremur máttlaust og hægvirkt en nothæft í stuttan tíma, hitnar samt fjótt sem og lagnirnar en - það má bjarga sér á því.
50kv. Gróft skotið giska ég á að spilið sé kringum 75% afköst, og það má tosa talsvert með því áður en spil eða kaplar hitna um of.
70kv. ++ bara betra.
Að framan er lögnin væntanlega miklu styttri sem minnkar viðnám og hitamyndun. Þar mundi ég nota 50kv. og miða við að öll lengri og erfiðari spilvinna færi fram þar.
Síðast breytt af olei þann 19.nóv 2016, 08:06, breytt 1 sinni samtals.
Re: Lagnir fyrir spil
70q er næstum 10mm í þvermál miðað við heilan leiðara, sem manni hefði fundist ansi hraustur þráður án þess að slá á þessa útreikninga.
Fyrir tenginguna að framan...er ekki alveg jafn mikil hitamyndun á kaplinum per lengdareiningu? Meikar ekki bara alveg 100% sens að nota hraustasta kapal sem finnst í þá stubba uppá að grilla þá ekki?
Mótor tekur að vísu minni straum á hærri spennu þannig að þetta öngstræti sem myndast þegar spennan byrjar að falla kemur kannski síður upp í því tilfelli. Svaraði spurningunni kannski þarna....ekki eins krítískt með stuttar lagnir.
Flott innlegg Ólafur eins og alltaf, ómetanlegt að hafa svona viskubrunn virkan á spjallinu fyrir okkur sem eru grænir í dellunni :-)
Grímur
Fyrir tenginguna að framan...er ekki alveg jafn mikil hitamyndun á kaplinum per lengdareiningu? Meikar ekki bara alveg 100% sens að nota hraustasta kapal sem finnst í þá stubba uppá að grilla þá ekki?
Mótor tekur að vísu minni straum á hærri spennu þannig að þetta öngstræti sem myndast þegar spennan byrjar að falla kemur kannski síður upp í því tilfelli. Svaraði spurningunni kannski þarna....ekki eins krítískt með stuttar lagnir.
Flott innlegg Ólafur eins og alltaf, ómetanlegt að hafa svona viskubrunn virkan á spjallinu fyrir okkur sem eru grænir í dellunni :-)
Grímur
Re: Lagnir fyrir spil
Má kannski skjóta því inn að traktor í sveitinni var frekar slappur í starti alltaf hreint, nýr ofur geymir gerði voðalega lítið gagn áður en við uppfærðum kaplana í alvöru gaura. Það hafði úrslitaáhrif uppá að vekja Perkins gamla í frosti...
Re: Lagnir fyrir spil
Útskýring á því hvernig þetta er reiknað:
Finnum dæmigerðan bílakapal, auðvitað er best að fá upplýsingar yfir þann kapal sem til stendur að nota því að þeir eru misjafnir:
http://www.altecautomotive.co.uk/35mm2- ... 3805-p.asp
Þessi 35kv. kapall er gefinn upp fyrir að þola 240A undir stöðugu álagi. En hann er líka gefinn upp 0.00056 ohm á metra.
Mátum þennan kapal inn í dæmið hér ofar, 8 metra af honum. Þá höfum við 8m x 0,00056 Ohm = 0.00450 Ohm sem er viðnámið í kaplinum frá rafgeymi yfir í spiltengið (bæði fram og til baka).
Síðan er það gamla Ohms - lögmálið I x R = U (lesist straumur sinnum viðnám er jafnt og spenna).
Straumurinn er 435A og viðnámið er 0,00450Ohm. Margfaldað saman gerir þetta 1.96V sem er þá spennufallið. Þetta er heldur hærra spennufall en hér ofar og liggur munurinn í því að reiknivélin sem ég notaði miðar líklega við betri kapal. Þeir eru jú ekki skapaðir jafnir fremur en annað.
Hér er handhæg reiknivél fyrir þetta:
http://www.12voltplanet.co.uk/cable-siz ... ction.html
Finnum dæmigerðan bílakapal, auðvitað er best að fá upplýsingar yfir þann kapal sem til stendur að nota því að þeir eru misjafnir:
http://www.altecautomotive.co.uk/35mm2- ... 3805-p.asp
Þessi 35kv. kapall er gefinn upp fyrir að þola 240A undir stöðugu álagi. En hann er líka gefinn upp 0.00056 ohm á metra.
Mátum þennan kapal inn í dæmið hér ofar, 8 metra af honum. Þá höfum við 8m x 0,00056 Ohm = 0.00450 Ohm sem er viðnámið í kaplinum frá rafgeymi yfir í spiltengið (bæði fram og til baka).
Síðan er það gamla Ohms - lögmálið I x R = U (lesist straumur sinnum viðnám er jafnt og spenna).
Straumurinn er 435A og viðnámið er 0,00450Ohm. Margfaldað saman gerir þetta 1.96V sem er þá spennufallið. Þetta er heldur hærra spennufall en hér ofar og liggur munurinn í því að reiknivélin sem ég notaði miðar líklega við betri kapal. Þeir eru jú ekki skapaðir jafnir fremur en annað.
Hér er handhæg reiknivél fyrir þetta:
http://www.12voltplanet.co.uk/cable-siz ... ction.html
Re: Lagnir fyrir spil
Þetta er síðan ekki eina spennufallið í dæminu. Við bætist eitthvað spennufall í raftenginu fyrir spilið - því meira sem tengið er óhreinna og meira oxað. Síðan er oft á tíðum 50cm bútur frá tenginu yfir í rofaboxið á spilinu, samanlagt 1m af kapli. Og svo eru það náttúrulega segulrofarnir sjálfir og loks kapalstubbarnir frá þeim yfir í spilmótorinn. Allt leggst þetta saman. Til að bæta síðan gráu ofan á svart þá hækkar viðnámið í dótinu þegar það hitnar. Fyrir kopar þá eykst viðnámið um tæp 20% við 50 gráðu hitahækkun.
Ég reikna með því að þegar allt er tekið saman þá sé spennufallið frá rafgeymi inn á spilmótor fyrir svona spil með 35kv köplum af stærðargráðunni 3v. Það þýðir að ef rafgeymir hangir í 11 voltum við fullt álag þá fær spilmótorinn yfir sig 8V.
Þetta þýðir eins og áður sagði að spilið er á hálfum afköstum, jafnvel minna. Þetta væri aldrei gert af neinum framleiðanda í atvinnutæki og í raun gegnir spil með svona frágangi því helsta hlutverki að hækka dótastuðulinn.
Ein leið sem ég hef séð erlenda jeppamenn grípa til er að setja auka rafgeymi afturí með stuttar lagnir frá honum yfir í spiltengið að aftan.
Ég reikna með því að þegar allt er tekið saman þá sé spennufallið frá rafgeymi inn á spilmótor fyrir svona spil með 35kv köplum af stærðargráðunni 3v. Það þýðir að ef rafgeymir hangir í 11 voltum við fullt álag þá fær spilmótorinn yfir sig 8V.
Þetta þýðir eins og áður sagði að spilið er á hálfum afköstum, jafnvel minna. Þetta væri aldrei gert af neinum framleiðanda í atvinnutæki og í raun gegnir spil með svona frágangi því helsta hlutverki að hækka dótastuðulinn.
Ein leið sem ég hef séð erlenda jeppamenn grípa til er að setja auka rafgeymi afturí með stuttar lagnir frá honum yfir í spiltengið að aftan.
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 305
- Skráður: 31.jan 2010, 23:01
- Fullt nafn: Hilmar Ingimundarson
- Bíltegund: Toyota Hilux 93
- Staðsetning: Akureyri
Re: Lagnir fyrir spil
Það er ekki komið að tómum kofanum hér
þakka kærlega fyrir svörin
þannig að 70kv. er málið ef maður vill að dótið virki almennilega
þakka kærlega fyrir svörin
þannig að 70kv. er málið ef maður vill að dótið virki almennilega
1993 árg Toyota Hilux (hvaðan kemur þetta Hilux ??) 35 - 36"
22RE bensínrokkur (rétt dugar til að skila honum áfram á jafnsléttu)
kominn á 38” og með 22RTE sem er heldur snarpari en gamla og svo gafst hún upp og er kominn með
1kz-te
Kv Hilmar
22RE bensínrokkur (rétt dugar til að skila honum áfram á jafnsléttu)
kominn á 38” og með 22RTE sem er heldur snarpari en gamla og svo gafst hún upp og er kominn með
1kz-te
Kv Hilmar
-
- Innlegg: 2697
- Skráður: 29.mar 2012, 08:39
- Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
- Bíltegund: Toyota Tacoma
Re: Lagnir fyrir spil
Er ekki fínt að nota svokallaða rafsuðukapla í þetta?
Re: Lagnir fyrir spil
Það má líta þannig á þetta að spil að aftan með þessum útbúnaði er eingöngu neyðarbúnaður til að ná bílnum upp ef hann sekkur að framan. Til að bæta upp fyrir allt spennufallið og til þess að þurfa ekki að fara í svakalega kapla þá er sjálfsagt að gera ráð fyrir því að nota blökk til að tvöfalda dráttarátakið á spilinu. Þannig getur blökk verið praktískari en risavaxnar straumlagnir aftur.
Þessvegna mundi ég sætta mig við 50kv sem málamiðlun í þessu og hafa blökkina með. Öll önnur spilvinna færi þá fram að framanverðu og þá er um að gera að vera með vænar lagnir þangað.
Þessvegna mundi ég sætta mig við 50kv sem málamiðlun í þessu og hafa blökkina með. Öll önnur spilvinna færi þá fram að framanverðu og þá er um að gera að vera með vænar lagnir þangað.
-
- Innlegg: 5
- Skráður: 09.feb 2012, 20:54
- Fullt nafn: Walter Ehrat
- Bíltegund: Unimog og Defender
Re: Lagnir fyrir spil
Takk fyrir þetta frábærar upplýsingar.
Svo er um að gera að spá frekar í vökvaspil algengt að nota á stærri trukkum eða jafnvel 24v aukakerfi.
Svo er um að gera að spá frekar í vökvaspil algengt að nota á stærri trukkum eða jafnvel 24v aukakerfi.
LandRover Defender 130
-
- Innlegg: 90
- Skráður: 02.mar 2011, 19:34
- Fullt nafn: Þráinn Ársælsson
- Bíltegund: Chevrolet K2500
- Staðsetning: Vík í Mýrdal
- Hafa samband:
Re: Lagnir fyrir spil
fyrir framm og afturtengi hef ég sett jörðina beint í grind (þeir amerísku eru með svera tengingu af geymir á grindina) frá tenginu og sett bara + í kapal aftur og og framm. sparar koparinn allavega.
langar að fá umsagnir um að gera þetta svona? alltaf gaman af umræðum :)
langar að fá umsagnir um að gera þetta svona? alltaf gaman af umræðum :)
Re: Lagnir fyrir spil
Ef að þetta er spurning um að nota það sem maður á þá eru 3 x 25q jafn gott og 1 x 70q og 2 x 35q jafn gott og 1 x 70q.
Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur