Ég á Disco 2 og nú þarf ég að endurnýja hjólbarða. Það er tvennt sem mig langar að leyta ráða með hjá reynsluyboltum:
1. Undir honum eru 265/70R16 og ég hef verið að skoða dóma á netinu um heilsársdekk í þessari stærð og þrjár gerðir standa uppúr:
- Cooper Discoverer M S2
- Hankook DynaPro ATM RF10
- Toyo Open country All Terrain
Ég ek að mestu leyti á malbiki, vil ekki nota nagla en geta farið til rjúpnaveiða og um algenga hálendisvegi meðan þeir eru opnir.
Með hverju mælið þið?
2. Get ég sett stærri dekk undir hann á þess að það kosti mikla vinnu? Hve stór og hvaða gerð hefur reynst best sbr. ofanritað?
Kveðjur,
Haldor
Bestu dekkin fyrir Disco 2
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 5
- Skráður: 03.mar 2016, 20:54
- Fullt nafn: Haldor G. Haldorsen
- Bíltegund: LR Discovery 2
-
- Stjórnandi
- Innlegg: 1397
- Skráður: 30.jan 2010, 22:43
- Fullt nafn: Árni Björnsson
- Bíltegund: Land Rover
- Staðsetning: Akureyri
- Hafa samband:
Re: Bestu dekkin fyrir Disco 2
Ég á toyo open country at, 35". Mjög góð dekk, mæli með þeim. Gef mér að minni séu jafn góð. Hljóðlát og gripmikil.
Land Rover Defender 130 38"
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 5
- Skráður: 03.mar 2016, 20:54
- Fullt nafn: Haldor G. Haldorsen
- Bíltegund: LR Discovery 2
Re: Bestu dekkin fyrir Disco 2
Takk fyrir að bregðast við. Ég hef líka góða reynslu af Toyo svo það vegur þungt í valinu.
-
- Innlegg: 971
- Skráður: 26.maí 2012, 10:42
- Fullt nafn: Gunnar Þórólfsson
- Bíltegund: Daihatsu feroza
- Staðsetning: Akureyri
Re: Bestu dekkin fyrir Disco 2
Mér fynnst toyo leiðinlega stífur
Og á veturna þarf að hafa open country vel nelgdann
Var með þnnig 33" dekk og dauðsá eftir að hafa microskorið þau
Hefði átt að negla þau bara almennilega
Og á veturna þarf að hafa open country vel nelgdann
Var með þnnig 33" dekk og dauðsá eftir að hafa microskorið þau
Hefði átt að negla þau bara almennilega
head over to IKEA and assemble a sense of humor
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 5
- Skráður: 03.mar 2016, 20:54
- Fullt nafn: Haldor G. Haldorsen
- Bíltegund: LR Discovery 2
Re: Bestu dekkin fyrir Disco 2
Jæja það eru ekki allir sammála. Svo var ég að bæta einum möguleika við sem er Nokian Rotiiva AT - hefur einver reynslu af þeim?
Re: Bestu dekkin fyrir Disco 2
Ég er með Toyo 33x13,5" (óvenju breið) undir Suzuki Grand Vitara. Fékk bílinn á þeim (þá nánast nýjum) fyrir 3 vetrum síðan, og hefur líkað þau stórvel. Jú, það þarf að hleypa nánast alveg úr þeim (2-4 pund) til að þau fletjist eitthvað að ráði, en þá líka flýtur hann fjandann ráðalausan. Yfirleitt mjög ljúf og þægileg í akstri, jafnt á vestfirskum malarvegum og malbiki. Það má vara sig á þeim í krapa, en það skrifast á dekkjabreiddina, ekki framleiðandann. Það er komið að endurnýjun á þeim vegna slits, og þó þau séu e.t.v. í dýrari kantinum koma þau mjög sterklega til greina aftur.
--
Kveðja, Kári.
--
Kveðja, Kári.
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 5
- Skráður: 03.mar 2016, 20:54
- Fullt nafn: Haldor G. Haldorsen
- Bíltegund: LR Discovery 2
Re: Bestu dekkin fyrir Disco 2
Gott að fá mörg sjónarhorn, takk.
Re: Bestu dekkin fyrir Disco 2
Mér finnst Toyo dekkin leiðinlega hörð. Er búinn að keyra svoleiðis 2 vetur og er ekki viss um að ég nenni því einn veturinn enn. Finnst þau góð að öðru leiti. Var áður á BF Goodrich At sem mér fannst frábær að öllu leiti nema þegar slabb var á vegum, þá flaut bíllinn upp og varð hálf stjórnlaus.
Er samt að spá í að fara í Goodrichinn aftur því mér finnst bíllinn vera eins og á loftpúðum á þeim miðað við Toyoinn.
Hef líka keyrt talsvert á Cooper M+S og M+S2 og líkað ágætlega en þar sem þau fást ekki 33x12.5x15 eru þau út úr myndinni fyrir mig.
Kv. Smári.
Er samt að spá í að fara í Goodrichinn aftur því mér finnst bíllinn vera eins og á loftpúðum á þeim miðað við Toyoinn.
Hef líka keyrt talsvert á Cooper M+S og M+S2 og líkað ágætlega en þar sem þau fást ekki 33x12.5x15 eru þau út úr myndinni fyrir mig.
Kv. Smári.
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 5
- Skráður: 03.mar 2016, 20:54
- Fullt nafn: Haldor G. Haldorsen
- Bíltegund: LR Discovery 2
Re: Bestu dekkin fyrir Disco 2
Takk fyrir allar skoðanir, það er gott að heyra í mönnum.
Dekkjamálið leystis í gær þegar ég kom við í Barðanum en þar lágu lítið notuð Toyo Tranpath dekk sem ég fékk á tombóluprís svo ég stóðst ekki mátið. Þau eru að vísu gjörólík þeim dekkjum sem ég var að skoða en ég hef reynslu af þeim sem afbragðs vetrardekkjum undir minni bíl - fyrir þetta verð er ég tilbúinn að gera tilraun með þau undir Gullstönginni ;-)
Dekkjamálið leystis í gær þegar ég kom við í Barðanum en þar lágu lítið notuð Toyo Tranpath dekk sem ég fékk á tombóluprís svo ég stóðst ekki mátið. Þau eru að vísu gjörólík þeim dekkjum sem ég var að skoða en ég hef reynslu af þeim sem afbragðs vetrardekkjum undir minni bíl - fyrir þetta verð er ég tilbúinn að gera tilraun með þau undir Gullstönginni ;-)
-
- Innlegg: 12
- Skráður: 03.des 2015, 17:12
- Fullt nafn: Alexander Jóhönnuson
- Bíltegund: Gaz 69
Re: Bestu dekkin fyrir Disco 2
Hvernig hafa Mastercraft MSR eða Mastercraft CT verið að koma út? Einhverjir prufað þau?
Kv. AJ
Kv. AJ
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur