Sæl,
Erum að taka vél upp úr Explorer. Þurfum að opna loftkælirásina (A/C). Hvernig snýr maður sér í að taka R134a vökvan af, eða sleppir maður þessu bara út í loftið?
l.
Endurnýting kælivökva.
-
- Innlegg: 1273
- Skráður: 15.okt 2013, 19:45
- Fullt nafn: Elías Róbertsson
- Bíltegund: F350 38,5"
- Staðsetning: Ólafsvík
Re: Endurnýting kælivökva.
Þetta er sogið af, með tilheyrandi búnaði. Ekki vinsælt að setja út í andrúmsloftið.
Fer það á þrjóskunni
-
- Innlegg: 1157
- Skráður: 01.aug 2010, 12:02
- Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
- Bíltegund: Nissan Patrol '98
Re: Endurnýting kælivökva.
Ef þú hleypir þessu út í loftið þarf að lottæma kerfið áður en það er fyllt aftur, það þarf reyndar í öllum tilfellum ef kerfið er opnað.
Þó það sé ekki beint vinsælt að sleppa þessu út, þá eru orugglega margir sem gera það, þarft bara að vera með góða loftræstingu og passa að reykja ekki nálægt þessu. Þó ég sé ekki viss með R-134 þá breyttist R-22 í sinnepsgas við hitann í sígarettunni og var búið að brenna lungun á mönnum sem gerðu þau mistök.
R-134 telst líka vera freon svo ég myndi ekki taka áhættuna með rettuna
Þú gætir fengið olíugusu með ef þú losar bara slöngu.
En afhverju ekki bara taka aircon dæluna af vélinni áður en henni er lyft upp úr?
Það væri lang minnsta vesenið eftir á
Þó það sé ekki beint vinsælt að sleppa þessu út, þá eru orugglega margir sem gera það, þarft bara að vera með góða loftræstingu og passa að reykja ekki nálægt þessu. Þó ég sé ekki viss með R-134 þá breyttist R-22 í sinnepsgas við hitann í sígarettunni og var búið að brenna lungun á mönnum sem gerðu þau mistök.
R-134 telst líka vera freon svo ég myndi ekki taka áhættuna með rettuna
Þú gætir fengið olíugusu með ef þú losar bara slöngu.
En afhverju ekki bara taka aircon dæluna af vélinni áður en henni er lyft upp úr?
Það væri lang minnsta vesenið eftir á
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur