Góðan dag, fyrir skemmstu fór vélin í bílnum í tætlur, Benz 2,9 vél í Sprinter 1999 5 cyl., það brotnaði stimpilbolti og stimpil stöngin einnig sem braut út úr blokkinni og gerði einnig gat á pönnuna, gat látið sjóða í hana. Nú fékk ég 2,9 vél úr Musso 2005. sú vél er með öðruvísi stimplum nánast sléttir að ofan en ekki með holu í eins og í Sprinter, og ekki rafstýrðu olíuverki eins og var í Sprinternum.
Nú er spurning, get ég notað heddið af gömlu vélinni og rafstýrða olíuverkið á Musso vélina ?, þó stimplarnir í henni séu ekki með þessari holu (forkveikjuhólfi).
Góðan dag, fyrir skemmstu fór vélin í bílnum í tætlur, Benz 2,9 vél í Sprinter.
Re: Góðan dag, fyrir skemmstu fór vélin í bílnum í tætlur, Benz 2,9 vél í Sprinter.
Ég tek það fram að ég þekki þessar vélar ekki.
Ef stimpilhæðin er sú sama í vélunum þá hlýtur þjappan að hækka mjög verulega við að setja slétta stimpla á móti gamla heddinu. Það hljómar ekki vel eitt og sér, að auki hefur Benz trúlega sett þessa holu í stimplana af gildri ástæðu.
Hvernig eru heddin ef þú berð þau saman, eru þau alveg slétt að neðanverðu eða er bolli (hvelfing upp í heddið) í sprengihólfinu á þeim, öðru eða báðum?
Er þessi musso vél með common rail eða olíuverki?
Ef stimpilhæðin er sú sama í vélunum þá hlýtur þjappan að hækka mjög verulega við að setja slétta stimpla á móti gamla heddinu. Það hljómar ekki vel eitt og sér, að auki hefur Benz trúlega sett þessa holu í stimplana af gildri ástæðu.
Hvernig eru heddin ef þú berð þau saman, eru þau alveg slétt að neðanverðu eða er bolli (hvelfing upp í heddið) í sprengihólfinu á þeim, öðru eða báðum?
Er þessi musso vél með common rail eða olíuverki?
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 98
- Skráður: 07.feb 2010, 13:22
- Fullt nafn: Steindór T. Halldórsson
Re: Góðan dag, fyrir skemmstu fór vélin í bílnum í tætlur, Benz 2,9 vél í Sprinter.
Sæll, nú verð ég bara að viðurkenna að ég þekki ekki hvort þetta er common rail, er farinn að hallast að því að nota rétta heddið og olíuverkið á Musso vélina. Veit samt ekki hvort ég stranda eitthvað með að tengja rafmagnið, og allar þessar grönnu plastslöngur. Heddin eru alveg eins.
-
- Innlegg: 276
- Skráður: 04.nóv 2012, 19:39
- Fullt nafn: Jón Ingi Þorgrímsson
- Bíltegund: Cruiser
- Staðsetning: Álftanes
Re: Góðan dag, fyrir skemmstu fór vélin í bílnum í tætlur, Benz 2,9 vél í Sprinter.
Musso kom ekki med common rail.
EF tad er bolli í stimplinum ætti það að vera fyrir beina innsprautun í strokk og hentar varla forbrunahólfi fyrir utan að þjappan ryki upp og amk í musso 2,9 er hún 22:1 svo hátt var það nú fyrir.
Prófaðu að tala við Tóta í mussovarahlutum um þetta.
EF tad er bolli í stimplinum ætti það að vera fyrir beina innsprautun í strokk og hentar varla forbrunahólfi fyrir utan að þjappan ryki upp og amk í musso 2,9 er hún 22:1 svo hátt var það nú fyrir.
Prófaðu að tala við Tóta í mussovarahlutum um þetta.
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 98
- Skráður: 07.feb 2010, 13:22
- Fullt nafn: Steindór T. Halldórsson
Re: Góðan dag, fyrir skemmstu fór vélin í bílnum í tætlur, Benz 2,9 vél í Sprinter.
Já, það er bolli í stimplunum á Sprinter vélinni, ekki í Musso vélinni. Er nú farinn að hallast að því að nota bara heddið og olíuverkið sem var á Musso vélinni bara áfram á þá vél.
Re: Góðan dag, fyrir skemmstu fór vélin í bílnum í tætlur, Benz 2,9 vél í Sprinter.
Hvaða árgerð er þessi Musso vél? Í upphafsinnleggi segir 2005?
Er það rétt?
Er það rétt?
Re: Góðan dag, fyrir skemmstu fór vélin í bílnum í tætlur, Benz 2,9 vél í Sprinter.
Mér leiddist og fór að spjalla við Google um þetta mál og það kemur í ljós að þetta er allt fremur einfalt.
Þessi vél heitir víst OM602 og í fyrstu útfærslum kemur hún með forbrunahólf í heddinu og glóðarkertið stingst beint inn í það. Þessi útgáfa er með sléttum stimplum. Þetta kallast indirect injection eða forbrunahólfs vél eins og við köllum það. Mig grunar að þetta sé einmitt Musso vélin sem fyrirspyrjandi er með.
Síðari útgáfur 98-99 árg eru ekki með forbrunahólf í heddinu, þess í stað er bolli ofan í stimplana og blá-endinn af glóðarkertunum kíkir niður úr heddinu. Þetta kalla þeir í útlandinu direct injection en ég kannast ekki við aðra útlistingu á íslensku en bara "vél sem er ekki með forbrunahólfi" (til vara: bein innsprautun).
Heddin eru ekki eins og ganga ekki á milli og ekki stimplarnir heldur.
Þessi vél heitir víst OM602 og í fyrstu útfærslum kemur hún með forbrunahólf í heddinu og glóðarkertið stingst beint inn í það. Þessi útgáfa er með sléttum stimplum. Þetta kallast indirect injection eða forbrunahólfs vél eins og við köllum það. Mig grunar að þetta sé einmitt Musso vélin sem fyrirspyrjandi er með.
Síðari útgáfur 98-99 árg eru ekki með forbrunahólf í heddinu, þess í stað er bolli ofan í stimplana og blá-endinn af glóðarkertunum kíkir niður úr heddinu. Þetta kalla þeir í útlandinu direct injection en ég kannast ekki við aðra útlistingu á íslensku en bara "vél sem er ekki með forbrunahólfi" (til vara: bein innsprautun).
Heddin eru ekki eins og ganga ekki á milli og ekki stimplarnir heldur.
Re: Góðan dag, fyrir skemmstu fór vélin í bílnum í tætlur, Benz 2,9 vél í Sprinter.
Við þetta má bæta að sú síðari hentar mun betur fyrir Turbo og er að öllum líkindum aflmeiri. Ég var með 2,9 Turbo Sprinter í viðgerð um daginn og við fyrstu kynni var ég nokkuð sáttur við vinnsluna í honum - miðað við stærð og þyngd bílsins. Ég hef tekið í einn eða tvo 2,9 Musso með túrbínu (líklega ísettri hjá Bílabúð Benna) og þær vöktu mér mjög takmarkaða hrifningu.
Ef þessi Sprinter er original með túrbínu þá má búast við talverðri afturför í afli við að svissa yfir í eldri forbrunahólfs vél úr Musso.
Ef þessi Sprinter er original með túrbínu þá má búast við talverðri afturför í afli við að svissa yfir í eldri forbrunahólfs vél úr Musso.
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 98
- Skráður: 07.feb 2010, 13:22
- Fullt nafn: Steindór T. Halldórsson
Re: Góðan dag, fyrir skemmstu fór vélin í bílnum í tætlur, Benz 2,9 vél í Sprinter.
Já, takk fyrir þetta.
Vélin úr Musso er 2,9 vél 2005 árgerð með túrbínu og nær sléttum stimplum og heitir 662, vélanúmer 66292010053735. Ekinn c.a. 145 þús.
Sprinterinn er með túrbínu og 2,9 vél, þegar ég keypti hann frá Danmörku 2005 var búið að setja í hann skiptivél.
Vélin úr Musso er 2,9 vél 2005 árgerð með túrbínu og nær sléttum stimplum og heitir 662, vélanúmer 66292010053735. Ekinn c.a. 145 þús.
Sprinterinn er með túrbínu og 2,9 vél, þegar ég keypti hann frá Danmörku 2005 var búið að setja í hann skiptivél.
Re: Góðan dag, fyrir skemmstu fór vélin í bílnum í tætlur, Benz 2,9 vél í Sprinter.
Mér sýnist það sama gilda að 662 sé með forbrunahólfi í heddinu og þessvegna sléttum stimplum.
Er virkilega mekanískt olíuverk á 2005 Musso?
Er virkilega mekanískt olíuverk á 2005 Musso?
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 98
- Skráður: 07.feb 2010, 13:22
- Fullt nafn: Steindór T. Halldórsson
Re: Góðan dag, fyrir skemmstu fór vélin í bílnum í tætlur, Benz 2,9 vél í Sprinter.
Það er trúlega forbrunahólf, spíssarnir ná ekki niður úr heddinu, c.a hálfa leið niður í það. Allavega er þetta Bosch verk, númerið á því er A 662 070 70 01.
Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Google [Bot] og 1 gestur