Góðan daginn,
Ég var að fara huga að því að skifta um sílsana á Patrolnum hjá mér bráðlega- eða fyrir næstu skoðun;
Þannig ég ákvað svona að spyrjast aðeins til um hvað aðrir sem hefðu gert þetta voru að gera.
Ég var til dæmis að forvitnast um það hvort menn væru alfarið að taka boddyið af til að gera þetta sem best eða hvort væri alveg hægt að sleppa vel með það án þess, þá er ég að tala um að það sé gert vel og vandað.
Væri til í að heyra frá eitthverjum sem hefði gert þetta, semsagt hvernig og etc.
Þetta er Nissan patrol Y60 95'.
Skifta um sílsa í Nissan Patrol Y60
-
- Stjórnandi
- Innlegg: 1397
- Skráður: 30.jan 2010, 22:43
- Fullt nafn: Árni Björnsson
- Bíltegund: Land Rover
- Staðsetning: Akureyri
- Hafa samband:
Re: Skifta um sílsa í Nissan Patrol Y60
Sæl Birna,
Í grófum dráttum tekur þú mót af sílsunum hjá þér og lætur beygja nýja fyrir þig. Þú skerð svo gömlu úr, lagfærir annað sem þarf, sýður saman og gengur vel frá öllu. Fæstir taka yfirbygginguna af.
Nú mega aðrir deila nákvæmari aðferðum :)
Í grófum dráttum tekur þú mót af sílsunum hjá þér og lætur beygja nýja fyrir þig. Þú skerð svo gömlu úr, lagfærir annað sem þarf, sýður saman og gengur vel frá öllu. Fæstir taka yfirbygginguna af.
Nú mega aðrir deila nákvæmari aðferðum :)
Land Rover Defender 130 38"
Re: Skifta um sílsa í Nissan Patrol Y60
Ég er búinn að skipta um sílsa í 2 patrolum og var það keypt í bæði skiptin á Höskuldi Stefánssyni bifreiðasmið. Setti svo búkka undir body til að halda undir það meðan ég skar sílsana úr og skellti nýjum sílsum í og svo var soðið saman. Allt passar og flott smíði en kostar einhverjum krónum meira heldur en að fara taka mót og láta vélsmiðju beygja fyrir sig einhvað i líkingu við gamla sílsann. Þetta allavega heppnaðist mjög vel í bæði skiptin sem ég gerði þetta.
Ég skar gamla sílsann úr í heilu og skar svo rauf inní body og renndi innri hlutanum af sílsanum niður og sauð hann við body inní bíl og smellti svo ytri hlutanum á, boraði neðst í hann, í gegnum innri sílsann og sauð saman innri og ytri sílsann. Setti svo sleikju af kítti inni body yfir suðuna þegar var búið að grunna. Svo var grunnað og málað.
Ég skar gamla sílsann úr í heilu og skar svo rauf inní body og renndi innri hlutanum af sílsanum niður og sauð hann við body inní bíl og smellti svo ytri hlutanum á, boraði neðst í hann, í gegnum innri sílsann og sauð saman innri og ytri sílsann. Setti svo sleikju af kítti inni body yfir suðuna þegar var búið að grunna. Svo var grunnað og málað.
Nissan Patrol 44" fulllæstur með lógír og öllu draslinu
Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur