Ágætu spjallverjar.
Varð fyrir því að það leiddi út af krafttenginu á Mopar-alternator gegnum skrúflykil í jörð og núna er allt rafmagn dautt, bíllinn hafði dottið í gang daginn áður. Öryggin í boxinu heil og ekki sjáanlegt aðalöryggi eða rofi á leiðsum fra rafgeymi. Bíllinn er gamall Mopar B-body, V8 og óbreyttur. Hvað gæti valdið, nægt rafmagn er a geyminum. Allar uppástungur vel þegnar.
M. kv.
ÞB.
Rafmagnsþurrð eftir shortcut..
Re: Rafmagnsþurrð eftir shortcut..
Kaninn var hrifinn af öryggisvírum (fusable links). Einn slíkur gæti hafa brunnið í sundur við skammhlaupið. Mundi leita fyrst við rafgeyminn. Prófaðu að gúggla "fusable link + bíltegund og árgerð" og sjáðu hvað kemur upp.
-
- Innlegg: 3133
- Skráður: 07.feb 2010, 13:19
- Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson
Re: Rafmagnsþurrð eftir shortcut..
er ekki altenatorinn brunninn eða vír í honum
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 278
- Skráður: 29.aug 2010, 19:48
- Fullt nafn: Þorvaldur Böðvarsson
- Staðsetning: Reykjavík
Re: Rafmagnsþurrð eftir shortcut..
olei wrote:Kaninn var hrifinn af öryggisvírum (fusable links). Einn slíkur gæti hafa brunnið í sundur við skammhlaupið. Mundi leita fyrst við rafgeyminn. Prófaðu að gúggla "fusable link + bíltegund og árgerð" og sjáðu hvað kemur upp.
Takk fyrir, skoða þetta..
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 278
- Skráður: 29.aug 2010, 19:48
- Fullt nafn: Þorvaldur Böðvarsson
- Staðsetning: Reykjavík
Re: Rafmagnsþurrð eftir shortcut..
sukkaturbo wrote:er ekki altenatorinn brunninn eða vír í honum
Þarf að skoða það þegar bíllinn fæst í gang. Líklegast er þó þessi öryggisvír eða startrofinn brunninn.
-
- Innlegg: 3133
- Skráður: 07.feb 2010, 13:19
- Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson
Re: Rafmagnsþurrð eftir shortcut..
er búið að finna út úr rafbiluninni??
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 278
- Skráður: 29.aug 2010, 19:48
- Fullt nafn: Þorvaldur Böðvarsson
- Staðsetning: Reykjavík
Re: Rafmagnsþurrð eftir shortcut..
sukkaturbo wrote:er búið að finna út úr rafbiluninni??
Já, eiginlega varla hægt að segja frá því en grennri vírinn frá geymistenginu hafði farið í sundur, var orðinn nokkuð trosnaður og líklega bara einn þáttur sem leiddi. En vírinn hékk á sínum stað á einangruninni þannig að ég tók ekki eftir því fyrr en ég mældi strauminn á kerfinu. Svo nú dettur hann í gang en inniljósin kvikna ekki eins og þau gerðu áður.
-
- Innlegg: 2137
- Skráður: 10.maí 2011, 10:51
- Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
- Bíltegund: Toyota Hilux
- Staðsetning: Ittoqqortoormiit
Re: Rafmagnsþurrð eftir shortcut..
Ert þú búinn að prufa hurðarrofana ? Kanski stirðir eftir stöðu ?
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 278
- Skráður: 29.aug 2010, 19:48
- Fullt nafn: Þorvaldur Böðvarsson
- Staðsetning: Reykjavík
Re: Rafmagnsþurrð eftir shortcut..
villi58 wrote:Ert þú búinn að prufa hurðarrofana ? Kanski stirðir eftir stöðu ?
Nei, reyndar ekki, sakar ekki að ýta við þeim í næstu umferð.
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur