Góðan daginn
Ég er að vonast eftir að einhver geti veitt mér upplýsigar sem geta leitt mig áfram með bilaðan Izuzu Trooper árgerð 1999 diesel.
Einkenni :
* Þegar hann er heitur þá gengur hann ekki lausagang nema í 20 mín, þá drepur hann á sér.
* Þegar hann er orðinn vel heitur og drepið er á honum þá fer hann ekki í gang ef það líða ca 20 mín. Þá þarf hann að kólna til að fara aftur í gang.
* Þegar hann er orðinn vel heitur og drepið á honum og kveikt strax aftur þá er allt í lagi.
* Það er hægt að draga hann í gang við hvaða aðstæður sem er.
* Ég er búinn að skipta um olíu og síu, setti á hann þykkari olíu. Og það virtist ekki breyta neinu.
Með von um einhverjar uppl.
kv. Hjörtur Númason. Hólmavík.
Gangtruflanir í Izuzu Trooper disel 1999
Re: Gangtruflanir í Izuzu Trooper disel 1999
Hugsa að hann sé að draga loft inn á hráolíulögn.
-
- Innlegg: 58
- Skráður: 12.nóv 2011, 11:55
- Fullt nafn: Sigurjón Leifsson
- Bíltegund: MMC Pajero
- Staðsetning: Skagafjörður
Re: Gangtruflanir í Izuzu Trooper disel 1999
Ekki nota þykkri olíu það á að nota 5w30 olíu synthetic . skipta um báðar smurolíusíunnar . Spurðu Hóbó hér á spjallinu.
kv
S.L
kv
S.L
MMC Pajero 3,5L GDI 2005
Skoda Superb TDI 4x4 2013
Skoda Superb TDI 4x4 2013
-
- Innlegg: 2137
- Skráður: 10.maí 2011, 10:51
- Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
- Bíltegund: Toyota Hilux
- Staðsetning: Ittoqqortoormiit
Re: Gangtruflanir í Izuzu Trooper disel 1999
Gæti verið að smurþrýstingur sé ekki í lagi, þessar vélar þurfa góðan þrýsting annars er fjandinn laus.
Menn hafa verið að tala um pikkupp rörið sem þarf að því virðist geta lekið vegna sprungna á rörinu og eins þéttingin gæti verið eitthvað tæp.
Væntanlega getur verið draugur í honum ef smurþrýstingur er ekki í lagi, og svo getur vélin verið með stæla tengt hitastigi á smurolíu eftir hvaða þrýstingur er hverju sinni. Kanski tengja sér smurmælir og sjá hvort það séu einhverjar óeðlilegar sveiflur tengt hitastigi og titringi á mótor.
Menn hafa verið að tala um pikkupp rörið sem þarf að því virðist geta lekið vegna sprungna á rörinu og eins þéttingin gæti verið eitthvað tæp.
Væntanlega getur verið draugur í honum ef smurþrýstingur er ekki í lagi, og svo getur vélin verið með stæla tengt hitastigi á smurolíu eftir hvaða þrýstingur er hverju sinni. Kanski tengja sér smurmælir og sjá hvort það séu einhverjar óeðlilegar sveiflur tengt hitastigi og titringi á mótor.
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Google [Bot] og 1 gestur