Bremsupedallinn víbrar þegar hemlað er á ferð, aðallega þegar verið er að hægja á bílnum á þjóðvegahraða.
Búið er að skoða allt í bremsum, dælur og færsluboltar liðugir og ástand á klossum, diskum og skálum mjög gott.
Einnig eru hemlakraftarnir mjög góðir.
Hvað getur þetta verið? Gæti þetta mögulega tengst höfuðdælunni?
Bremsupedall víbrar á Vitara ´98
-
- Innlegg: 971
- Skráður: 26.maí 2012, 10:42
- Fullt nafn: Gunnar Þórólfsson
- Bíltegund: Daihatsu feroza
- Staðsetning: Akureyri
Re: Bremsupedall víbrar á Vitara ´98
Góð spurning volvoinn minn gerir þetta líka og stundum alveg hrikalega random og af miklum krafti
Ég hef spáð í því hvort lélegir abs hringir eða ónýtur skynjari geti valdip þessu eða abs mótor eða álíka
Ég hef spáð í því hvort lélegir abs hringir eða ónýtur skynjari geti valdip þessu eða abs mótor eða álíka
head over to IKEA and assemble a sense of humor
-
- Innlegg: 145
- Skráður: 11.feb 2010, 13:24
- Fullt nafn: Kristinn Reynisson
- Staðsetning: Borgarfjörður
Re: Bremsupedall víbrar á Vitara ´98
Bremsudiskar geta verið undnir þótt ekkert sjái á þeim.. Ég myndi byrja að setja nýja diska og klossa að framan.. Kv Kristinn
-
Höfundur þráðar - Póststjóri
- Innlegg: 2493
- Skráður: 31.jan 2010, 17:44
- Fullt nafn: Hörður Bjarnason
- Bíltegund: 1988 Ford Econoline
Re: Bremsupedall víbrar á Vitara ´98
Diskar og klossar eru nýir. Einnig eru sætin hrein sem diskarnir leggjast að.
-
Höfundur þráðar - Póststjóri
- Innlegg: 2493
- Skráður: 31.jan 2010, 17:44
- Fullt nafn: Hörður Bjarnason
- Bíltegund: 1988 Ford Econoline
Re: Bremsupedall víbrar á Vitara ´98
Kannski er þetta gallaður bremsudiskur, manni finnst eins og þetta hljóti að vera tengt diskum.
Re: Bremsupedall víbrar á Vitara ´98
Hvað með slit í færsluboltum, eða dælugimmikinu, sætum fyrir klossana?
Skipti nýverið um diska og klossa í Opel dós sem ég á. Byrjaði að víbra skömmu síðar. Nú er hann tekinn upp á því að festast í bremsu en virðist losna ef ég hristi stýrið til og frá á ferð. Hef ekki nennt að rannsaka þetta, dettur helst í hug slit í bremsuklabbinu.
Skipti nýverið um diska og klossa í Opel dós sem ég á. Byrjaði að víbra skömmu síðar. Nú er hann tekinn upp á því að festast í bremsu en virðist losna ef ég hristi stýrið til og frá á ferð. Hef ekki nennt að rannsaka þetta, dettur helst í hug slit í bremsuklabbinu.
-
- Innlegg: 1273
- Skráður: 15.okt 2013, 19:45
- Fullt nafn: Elías Róbertsson
- Bíltegund: F350 38,5"
- Staðsetning: Ólafsvík
Re: Bremsupedall víbrar á Vitara ´98
Getur prófað að setja hann á búkka og láta hann snúa hjólabúnaðinum, og fá svo annan til að stíga létt á bremsuna, á meðan að þú skoðar, hvort að það sé kast á þessu eða eitthvað annað athugavert. svo er það líka spurning um gæði vökvans ( gamall ).
Gæti líka verið skítur, sem hefur lent á milli.
Gæti líka verið skítur, sem hefur lent á milli.
Fer það á þrjóskunni
-
- Innlegg: 2697
- Skráður: 29.mar 2012, 08:39
- Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
- Bíltegund: Toyota Tacoma
Re: Bremsupedall víbrar á Vitara ´98
Ef þú hefur aðgang að míkrómæli (klukku) þá skaltu athuga hvort það er kast á diskunum. Það sem diskarnir eru nýjir þá eru kannski litlar líkur á því, en ef nafið er gamalt þá gæti verið komin skekkja í það eða eitthvað lent á milli nafs og disks þegar þú settir þetta saman.
Re: Bremsupedall víbrar á Vitara ´98
Þú ættir að mæla þykktina á diskunum með míkrometer á 4 stöðum með jöfnu millibili jafnlangt frá brún þeirra. Ef það munar meira en 0,03mm á þykkt á milli mælipunkta þá finnst titringur örugglega í bremsupedala. það er þekkt að nýjir diskar geti verið gallaðir. Eg var með afturdisk úr 120 cruser í höndunum um daginn þar sem munaði 0,10 mm og sá diskur var nýr og eigandinn þorði varla að nota bremsurnar vegna þess hvað bíllinn nötraði mikið þegar stigið var á bremsurnar. Til þess að auðvelda leitina þá er hægt að fara í prufutúr á fáförnum vegi með visegrip töng að vopni og loka fyrir eina bremsuslöngu í einu. Þegar bremsupedalinn hættir að titra þá er bilunin í því hjóli sem lokað er fyrir.
-
Höfundur þráðar - Póststjóri
- Innlegg: 2493
- Skráður: 31.jan 2010, 17:44
- Fullt nafn: Hörður Bjarnason
- Bíltegund: 1988 Ford Econoline
Re: Bremsupedall víbrar á Vitara ´98
Já þetta hlýtur bara að vera gallaður diskur, en þetta byrjaði þó ekki strax eftir diskaskiptin..
Skoða þetta betur þegar/ef ég fæ bílinn aftur í hendurnar.
Takk fyrir hugmyndirnar!
Skoða þetta betur þegar/ef ég fæ bílinn aftur í hendurnar.
Takk fyrir hugmyndirnar!
-
- Innlegg: 703
- Skráður: 14.aug 2010, 21:35
- Fullt nafn: ólafur finnur jóhannsson
- Bíltegund: Toyota Yaris GRMN
- Staðsetning: Akureyri
Re: Bremsupedall víbrar á Vitara ´98
Lenti í svona með lancer evo sem ég átti ég setti nýja diska frá AB og þeir entust 3000km þá fór allt að skjálfa þegar bremsað var það kom í ljós að þeir diskar voru gallaðir fékk nýja hjá Ab og allt gott eftir það.
Toyota Yaris GR 4 2020
Hilux Sr5 22re 1995
Hilux Sr5 22re 1995
Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur