205 millikassi og NP 435 gírkassi
205 millikassi og NP 435 gírkassi
sælir allir er að setja 435 og 205 millikassa í broncó ll hvernig haldiði að það komi út það hlýtur að virka í svona bíl er á 44" dekkjum en það er áætlað að hann fari á 46" hefur einhver prufað þetta gaman væri að fá fréttir af því
Re: 205 millikassi og NP 435 gírkassi
Mjög oft verið prófað, þetta er sterkt og þungt dót sem virkar vel og endist lengi. Sérstaklega millikassinn sem er ríflega skotheldur og þolir hvað sem er í jeppabransanum. Galli við kassann er að hann er ekki alveg sá liprasti að skipta honum, samt eru sum trukkabox verri.
Hvað villtu vita annars?
Fyrsti gír í boxinu er um 6.5:1 ef ég man rétt og hæsti gírinn er beinn í gegn. NP 205 er með 2:1 í niðurgírun í lága drifinu og beinn í gegn í háa drifinu. Niðurgírun úr þessu pari er því 13:1 mest og minnst er hún 1:1 eða bein í gegn. Heilt yfir er þetta ekki mjög merkileg niðurgírun fyrir stór dekk, en það er auðvitað allt afstætt.
Hvað villtu vita annars?
Fyrsti gír í boxinu er um 6.5:1 ef ég man rétt og hæsti gírinn er beinn í gegn. NP 205 er með 2:1 í niðurgírun í lága drifinu og beinn í gegn í háa drifinu. Niðurgírun úr þessu pari er því 13:1 mest og minnst er hún 1:1 eða bein í gegn. Heilt yfir er þetta ekki mjög merkileg niðurgírun fyrir stór dekk, en það er auðvitað allt afstætt.
Re: 205 millikassi og NP 435 gírkassi
takk fyrir þetta það væri gaman að sjá hvað hann verður þungur það er betra að komast yfir krossá en að fljóta með henni heheheh en það hlýtur að vera hægt að fá önnur hlutföll í kassann ? svokallaðan skriðgír ?
-
- Innlegg: 2697
- Skráður: 29.mar 2012, 08:39
- Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
- Bíltegund: Toyota Tacoma
Re: 205 millikassi og NP 435 gírkassi
brunki wrote:takk fyrir þetta það væri gaman að sjá hvað hann verður þungur það er betra að komast yfir krossá en að fljóta með henni heheheh en það hlýtur að vera hægt að fá önnur hlutföll í kassann ? svokallaðan skriðgír ?
Hérna er einn framleiðandi með 1:3 hlutfall;
http://www.jbconversions.com/products/lomax205/
Þetta er reyndar bara til fyrir GM (chevrolet) inntaksrillur.
Re: 205 millikassi og NP 435 gírkassi
ok takk þá kemur spurning hvort D300 kassinn komi betur út og léttari ?
Re: 205 millikassi og NP 435 gírkassi
Hvernig Bronco er þetta, hvaða mótor, hvaða dekkjastærð er fyrirhuguð, hásingar??
Re: 205 millikassi og NP 435 gírkassi
þetta er bronco ll með 351w upptjún. er á 44" núna en fyrirhugað er að setja 46" 9" og D44
-
- Innlegg: 2697
- Skráður: 29.mar 2012, 08:39
- Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
- Bíltegund: Toyota Tacoma
Re: 205 millikassi og NP 435 gírkassi
brunki wrote:ok takk þá kemur spurning hvort D300 kassinn komi betur út og léttari ?
D300 er MIKLU léttari. NP205 vegur um 63 kíló en Dana 300 um 38 kíló
Re: 205 millikassi og NP 435 gírkassi
Drifkúlan að framan , hvoru megin er hún?
Re: 205 millikassi og NP 435 gírkassi
drifkúlan er vinstra meginn en hann jafnsterkur spyr sá sem ekki veit
Re: 205 millikassi og NP 435 gírkassi
og 205 kassinn ?
Re: 205 millikassi og NP 435 gírkassi
Dana 300 er bara til fyrir hægri kúlu það ég best veit. Dana 300 er ekki jafn sterkur og gamla rörið NP205, en hann er alveg nógu og sterkur í 2,5 tonna bíl á 44" dekkjum með 8 gata mótor. Hann hefur síðan lægra lágadrif eða um 2,7:1.
-
- Innlegg: 2697
- Skráður: 29.mar 2012, 08:39
- Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
- Bíltegund: Toyota Tacoma
Re: 205 millikassi og NP 435 gírkassi
Það eru aðvitað líka hægt að nota gamla Dana-20 Bronco millikassann. Hann er með úttakið bílstjórameginn. Hann þolir alveg V8 og 44" á svona léttum jeppa. Lága drifið er með 2,46 hlutfalli.
-
- Innlegg: 357
- Skráður: 04.feb 2010, 08:36
- Fullt nafn: Kristján Stefánsson
Re: 205 millikassi og NP 435 gírkassi
Þú gætir líka notað np 231 eða np 242 með sídrifsmöguleika. Þetta eru álkassar frekar þéttir en sterkir með 2.72:1 lágadrif.
Hvaða drifhlutföll eru annars í bílnum ? Þarf oft að nota lágadrifið með tjúnnaða vél í frekar léttum bíl ?
Hvaða drifhlutföll eru annars í bílnum ? Þarf oft að nota lágadrifið með tjúnnaða vél í frekar léttum bíl ?
-
- Innlegg: 54
- Skráður: 04.apr 2010, 00:12
- Fullt nafn: Ágúst Sturla Jónsson
Re: 205 millikassi og NP 435 gírkassi
Ég er með T18 og að mig minnir NP241 eða NP243 man ekki muninn á þessum tveim lengur. T18 er með nánast sama 1. Gír og NP435, örlítið hærri. NP241 er með 2.73 lágan þessi niðurgírun á 38" BroncoII með 4:10 hlutföll var að virka mjög vel hjá mér. Aldrei neitt mál með millikassan.
Er D300 með lægri gír en 2.3? Ég veit það er hægt að fá lægri sett í hann en mig minnir að hann sé ekki með lægri gír standard. En það er nú farið að fenna yfir hjá manni.
Er D300 með lægri gír en 2.3? Ég veit það er hægt að fá lægri sett í hann en mig minnir að hann sé ekki með lægri gír standard. En það er nú farið að fenna yfir hjá manni.
Re: 205 millikassi og NP 435 gírkassi
ég er með 4.88 hlutfallið í bílnum sem er alveg spes er enn að basla við þetta heheh ætli það endi ekki bara með 208 kassann
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Google [Bot] og 1 gestur