Sælir,
Eruð þið með einhverja patent lausn á því að stækka eða rýma kóníska gatið fyrir stýrisendann í nafi? Er með Cherokee og langar að setja stærri og sterkari stýrisenda í hann en er ekki með neina lausn aðra en að fara með þetta í stál og stansa.
Er einhver með eitthvað trix í þetta?
Kv. Vignir
Stækka kónískt gat fyrir stýrisenda
-
- Innlegg: 592
- Skráður: 13.feb 2011, 17:16
- Fullt nafn: Anton Traustason
- Bíltegund: Margar
- Staðsetning: Reykjavík
Re: Stækka kónískt gat fyrir stýrisenda
Það er hægt að rauðhita þetta og pressa gamlann jafn sverann enda í meðan allt er rautt, það virkar en hitt er eflaust fagmannlegra.
Jeppi er ekki jeppi nema hann beri nafnið Jeep
-
- Innlegg: 1273
- Skráður: 15.okt 2013, 19:45
- Fullt nafn: Elías Róbertsson
- Bíltegund: F350 38,5"
- Staðsetning: Ólafsvík
Re: Stækka kónískt gat fyrir stýrisenda
Renniverkstæði Ægis, getur reddað þessu. minnir að þeir taki 7000kr fyrir gatið. Síðan er hægt að fá rýmara hjá alla frænda, fyrir ca: 3-4000kr. og gera þetta sjálfur.
Fer það á þrjóskunni
-
- Innlegg: 1929
- Skráður: 31.jan 2010, 19:27
- Fullt nafn: Sævar Örn
- Bíltegund: Hilux
- Staðsetning: Reykjavik
- Hafa samband:
Re: Stækka kónískt gat fyrir stýrisenda
ég setti pitmann arminn í skrústykki hitaði vel og lamdi kón af sams konar ónýtum stýrisenda og þetta small allt saman ekkert mál,
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is
Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is
http://sukka.is
Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is
-
- Innlegg: 2697
- Skráður: 29.mar 2012, 08:39
- Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
- Bíltegund: Toyota Tacoma
Re: Stækka kónískt gat fyrir stýrisenda
Er ekki hætta á að veikja stálið ef maður hitar þetta?
Re: Stækka kónískt gat fyrir stýrisenda
Það er einmitt málið, ég er svo hræddur við að veikja steypustálið í nöfunum og pitman arminum.
-
- Innlegg: 122
- Skráður: 18.mar 2012, 23:38
- Fullt nafn: Atli Þorsteinsson
- Bíltegund: Grand cherokee
- Staðsetning: Reyđarfjörđur
Re: Stækka kónískt gat fyrir stýrisenda
Ég hef fengið mér gamlan snitt tappa og rennt á hann sama kón og átti að nota (slípa svo fríhorn á tappann) smellt þessu svo í standborvél og borað.
kv. Atli
kv. Atli
Ef þú kemst þađ ekki þá þarftu meira afl
Ford F-150
44" Grand Cherokee (fyrrverandi)
Ford F-150
44" Grand Cherokee (fyrrverandi)
-
- Innlegg: 2697
- Skráður: 29.mar 2012, 08:39
- Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
- Bíltegund: Toyota Tacoma
Re: Stækka kónískt gat fyrir stýrisenda
Sjáðu hérna,
http://www.jeppaspjall.is/viewtopic.php?f=9&t=25375&p=157474&hilit=r%C3%ADmari#p157474 (einn möguleiki).
En ef þú ert á Reyðarfirði (eins og stendur í prófílnum þínum) þá myndi ég renna upp á Hérað og spyrjast fyrir. Ég trúi ekki öðru enn að Víðir Sigbjörns, Þórir Gísla, eða eitthvað af verkstæðunum eigi rýmara með réttum kónhalla.
http://www.jeppaspjall.is/viewtopic.php?f=9&t=25375&p=157474&hilit=r%C3%ADmari#p157474 (einn möguleiki).
En ef þú ert á Reyðarfirði (eins og stendur í prófílnum þínum) þá myndi ég renna upp á Hérað og spyrjast fyrir. Ég trúi ekki öðru enn að Víðir Sigbjörns, Þórir Gísla, eða eitthvað af verkstæðunum eigi rýmara með réttum kónhalla.
Re: Stækka kónískt gat fyrir stýrisenda
Hiti og þrykking með gömlum stýrisenda er aðferð sem var (og er hugsanlega enn skv. reglum?) í lagi við smíðaða arma, sem eru Nota Bene úr smíðajárni sem hefur mjög fyrirsjáanlega eiginleika og herðist ekki eða springur við þessar aðfarir. Almennt voru þeir líka hannaðir þannig að það er sirka þrefalt meira efni í þeim en sambærilegum original örmum.
Þetta er ekki leyfilegt við original arma, sem almennt séð er bannað að hita til að beygja þá til eða forma á nokkurn hátt. Ég mæli alveg eindregið með því að menn sleppi svoleiðis æfingum á tækjum sem nota gatna- og vegakerfið. Ástæðan er sú að eftir hitun og þrykkingu er engin leið að segja neitt til um endingu, þreytþol og styrk yfirleitt. Glórulaust!!
Þetta er ekki leyfilegt við original arma, sem almennt séð er bannað að hita til að beygja þá til eða forma á nokkurn hátt. Ég mæli alveg eindregið með því að menn sleppi svoleiðis æfingum á tækjum sem nota gatna- og vegakerfið. Ástæðan er sú að eftir hitun og þrykkingu er engin leið að segja neitt til um endingu, þreytþol og styrk yfirleitt. Glórulaust!!
Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Google [Bot] og 1 gestur