Næ ekki að svissa og fjarstart virkar ekki rétt....


Höfundur þráðar
maegisson
Innlegg: 5
Skráður: 21.maí 2016, 18:15
Fullt nafn: Matthías Ægisson
Bíltegund: Toyota Landcruiser

Næ ekki að svissa og fjarstart virkar ekki rétt....

Postfrá maegisson » 21.maí 2016, 18:20

Var að keyra á gömlum sjálfskiptum Cruiser úti á landi í gúddí fíling í dag. Þurfti að stöðva bílinn og leggja í smá halla. Þegar ég reyndi að svissa aftur á honum var ekki séns að snúa lyklinum í svissinum. Var með fjarstart við höndina. Náði að fjarstarta bílnum en bíllinn drap á sér þegar ég steig á fótbremsuna. Tókst að komast í bæinn á fjarstarti og með því að bremsa hóflega. Var svo heppinn að tvær gamlar konur voru fyrir aftan mig nær allan tímann. Vantar góð ráð. Hvað gæti verið að? Ekki konunum, heldur svissinum.....?

Hef lítið notað fjarstartið. Er ekki hægt að breyta því þannig að ég drepi ekki á bílnum í hvert sinn sem ég snerti fótbremsuna?
Síðast breytt af maegisson þann 21.maí 2016, 20:23, breytt 1 sinni samtals.




Brjotur
Innlegg: 369
Skráður: 31.mar 2013, 15:39
Fullt nafn: Helgi j. Helgason
Bíltegund: Patrol

Re: Næ ekki að svissa og fjarstart virkar ekki rétt....

Postfrá Brjotur » 21.maí 2016, 19:16

Ónýtur svissbotn mjög algengt í Cruiser


Brjotur
Innlegg: 369
Skráður: 31.mar 2013, 15:39
Fullt nafn: Helgi j. Helgason
Bíltegund: Patrol

Re: Næ ekki að svissa og fjarstart virkar ekki rétt....

Postfrá Brjotur » 21.maí 2016, 19:17

Gastu samt snúið lyklinum nóg til að taka stýrislásinn af ?


Höfundur þráðar
maegisson
Innlegg: 5
Skráður: 21.maí 2016, 18:15
Fullt nafn: Matthías Ægisson
Bíltegund: Toyota Landcruiser

Re: Næ ekki að svissa og fjarstart virkar ekki rétt....

Postfrá maegisson » 21.maí 2016, 20:11

Takk. Þetta lýsir sér einmitt eins og stýrislásinn sé á. En stýrið læstist ekki.
Ég gat ekkert snúið lyklinum.


Höfundur þráðar
maegisson
Innlegg: 5
Skráður: 21.maí 2016, 18:15
Fullt nafn: Matthías Ægisson
Bíltegund: Toyota Landcruiser

Re: Næ ekki að svissa og fjarstart virkar ekki rétt....

Postfrá maegisson » 21.maí 2016, 20:54

Tel líklegt að þetta sé svissbotninn. Prófa að losa hann frá og starta með skrúfujárni.


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur