Góðann dag kveld eða hvenar sem er sem þú lest þetta.
ég er í allskonar hugleiðingum varðandi kaup á jeppa.
ég er ekki að leita mér af einhverju tryllitæki bara einhverju sem ég get staulast um hálendið á sumrin.
ég er búinn að vera að skoða allt og þar á meðal MMC Pajero nema hvað að eitt sinn frétti ég að þeir eiddu á við togara. er það staðreind eða er það lygasaga? og spurningin er hvort að eldri týpur séu svona þyrstar og nýrri týpur farnar að vera fínar og veit þá einhver hvenar eyðsland fer að vera gáfuleg. eða á ég bara að gleyma Pajero og hugsa meira um að fá mér Toyota LC, Nissan Patrol eða Nissan Terrano
MMC Pajero
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 1
- Skráður: 03.maí 2016, 20:37
- Fullt nafn: Jón Melstað Birgisson
-
- Innlegg: 1697
- Skráður: 01.feb 2010, 08:46
- Fullt nafn: Hrólfur Árni Borgarsson
- Bíltegund: F-250 Powerstroke
- Staðsetning: Akranes
Re: MMC Pajero
Pajero 2.8 99 model á 33 og 35" til skiptis var að eyða ca.14 lítrum hjá mér í blönduðum akstri (mest innanbæjar akstur samt) hægt að koma honum í 16 lítra en samt sjaldgæft.
Það eru ekki margir sambærilegir jeppar sem nota að ráði minna nema kannski musso þeir hanga virkilega oft við 10-12 lítra hefur mér sýnst..
Ef þú ert að spá í yngri bíla þá hef ég ekki neina reynslu að miðla.
Það eru ekki margir sambærilegir jeppar sem nota að ráði minna nema kannski musso þeir hanga virkilega oft við 10-12 lítra hefur mér sýnst..
Ef þú ert að spá í yngri bíla þá hef ég ekki neina reynslu að miðla.
Heilagur Henry rúlar öllu.
Re: MMC Pajero
Er með 98 model af pajero bensín. Já hann eyðir alveg ágætlega í snattinu en í langkeyrslu finnst mér hann ekkert svo slæmur 14-15 lítrar á þjóðveginum og um 15-16 á hálendinu (Kjölur). Það er fínt að keyra þá og þeir bara virka (fara í drif, lásinn læsir). Ég keyri bílinn ekki nema 6-7 þus km á ári og bara í ferðalög þannig að grútarbrennari sem eyddi 1-2 lítrum minna myndi ekki spara mér mikið. Málið með gamla jeppa er ekki endilega eyðslan heldur hvernig umhirðu þeir hafa fengið. Hefur verið skipt reglulega um kælivökva, smurðir, notaðir góðir varahlutir osfv. Myndi segja að þu ættir ekki að afskrifa pajero þetta eru eðalbílar (nei minn er ekki til sölu).
Kv. Muggur
Kv. Muggur
----------------------------------------------
Guðm. Þ.
Pajero 1998 V6 3000/3500 24V
Guðm. Þ.
Pajero 1998 V6 3000/3500 24V
Re: MMC Pajero
Ég er með 2.5 dísel þriðju kynslóðar bíl, hann eyðir sirka 13 innanbæjar og rétt slefar í 10 útá þjóðvegum og er á 32" dekkjum þannig að ég er mjög sáttur við eyðsluna.
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Google [Bot] og 1 gestur