Hæ
Ég er með vaxandi ískurhljóð sem mér finnst koma frá sjálfskiptingunni, amk frekar undir bíl heldur en frammi í húddi. Bíllinn er Land Cruiser 90 2000 árgerð með D4D vélinni.
Heyrir einhver hver líklegasti sökudólgurinn er út frá þessu myndbandi? https://vid.me/FW3u
Þetta heyrist helst í lausagangi í park, hlutlausum eða kyrrstæður í drive. Getur heyrst á litlum hraða, en held að það hverfi alveg þegar að bíllinn er kominn á góða ferð. Hef óljósa tilfinningu fyrir því að þetta sé frekar ef hann er kaldur.
Ískurhljóð í sjálfskiptingu? - myndband
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 17
- Skráður: 30.des 2012, 02:56
- Fullt nafn: Steinar Sigurðsson
- Bíltegund: Jimny
Re: Ískurhljóð í sjálfskiptingu? - myndband
Ég heyrir ekkert hljóð í myndbandinu ?
-
- Innlegg: 1929
- Skráður: 31.jan 2010, 19:27
- Fullt nafn: Sævar Örn
- Bíltegund: Hilux
- Staðsetning: Reykjavik
- Hafa samband:
Re: Ískurhljóð í sjálfskiptingu? - myndband
laus festing á pústinu eða það að rekast utan í eitthversstaðar er mitt gisk...
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is
Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is
http://sukka.is
Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is
Re: Ískurhljóð í sjálfskiptingu? - myndband
Ég tek undir með Sævari. Í það minnsta væri rétt að fara undir tækið og athuga hvort eitthvað sem tengist drifrásinni liggi utan í grind, eða millikassabita eða þvíumlíkt. Ef þessi hljóð kæmu frá sjálfskiptingu þá mundi ég athuga flexplötuna fyrst, hvort að túrbínan sé laus ...
-
- Innlegg: 1273
- Skráður: 15.okt 2013, 19:45
- Fullt nafn: Elías Róbertsson
- Bíltegund: F350 38,5"
- Staðsetning: Ólafsvík
Re: Ískurhljóð í sjálfskiptingu? - myndband
Mitt gisk er, laus hitahlíf eða pústið að nudda í eitthvað.
Fer það á þrjóskunni
Re: Ískurhljóð í sjálfskiptingu? - myndband
Þetta líkist nú ekki beint pústskrölti, meira einsog trissu eða einmitt sjálfskiptingar eitthvað.
Spurning um að skoða botntappann í skiptingunni, hvort það er drulla eða svarf þar. Flexplata eða converter eru líka alveg í myndinni, ef það kemur grunsamlegt drull undan skiptingunni þarf hún klárlega að fara undan hvort sem er.
Spurning um að skoða botntappann í skiptingunni, hvort það er drulla eða svarf þar. Flexplata eða converter eru líka alveg í myndinni, ef það kemur grunsamlegt drull undan skiptingunni þarf hún klárlega að fara undan hvort sem er.
Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur