Hefur einhver tekið 5.2 úr jeep og stroke-að hana? Á eina auka vél í minn Grand Cherokee sem mig langar að taka í gegn, var að spá hvort þetta sé eitthvað sniðugt? Spurning hvort þetta borgi sig eða finna sér frekar hemi á svipaðan pening?
http://www.hughesengines.com/Index/prod ... rtid=25284
http://www.campbellenterprises.com/318- ... r-kits.php
318 - 390 stroker kit
-
- Innlegg: 2697
- Skráður: 29.mar 2012, 08:39
- Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
- Bíltegund: Toyota Tacoma
Re: 318 - 390 stroker kit
Það er örugglega ekki nóg að kaupa bara stroke-settið. Milliheddið í 5.2 er ekki gert fyrir mikið flæði og ef þú stækkar vélina í 390 þá þarftu helst líka nýtt millihedd, nýjan knastás, nýtt inngjafarspjald (trottle body).
Þegar verið er að stækka rúmtakið í vél þarf nefnilega að horfa á allt loftflæðið í gegnum hana heildstætt frá loftinntaki að enda púströrsins.
Þegar verið er að stækka rúmtakið í vél þarf nefnilega að horfa á allt loftflæðið í gegnum hana heildstætt frá loftinntaki að enda púströrsins.
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 40
- Skráður: 17.maí 2012, 21:19
- Fullt nafn: Sigfús Harðarson
- Bíltegund: Jeep Grand Cherokee
Re: 318 - 390 stroker kit
Já ég gerði nú ráð fyrir því að gera það líka. Bara forvitinn um hvort einhverjir hafi tekið svona vél og skverað hana hressilega í svona bíl.
-
- Innlegg: 171
- Skráður: 10.aug 2012, 18:47
- Fullt nafn: Agnar Áskelsson
Re: 318 - 390 stroker kit
Ég er reyndar ekki sammála því að það verði að auka alla fleti þess sem kemur að loftflæði þegar vélar eru stækkaðar. Vissulega þarf þess ef það á að fullnýta þá möguleika sem aukið rúmtak gefur.
Með stærri mótor og aukinni þjöppu munt þú fá meiri tog sem í mínum bókum jafngildir skemmtilegri jeppavél. Þú munt vissilega ekki fá þá hestafla viðbót sem þú gætir fengið með því að fara í CNC portuð álhedd og allan pakkann samhliða stróker. Aukið rúmtak gerir meiri kröfur á loftflæði þegar mótornum er snúið hátt. En á lægri snúning þarf sem við erum nú aðallega að nota þessa jeppa okkar þá eru orginal heddin alveg nóg.
Það má líka alltaf bæta ofan á strókerinn. Annar knastás, önnur hedd eða betri púst er einhvað sem má bæta við án þess að kafa of djúpt í mótorinn þar sem strókerinn er kominn fyrir.
En hvort að það sé einhvað vit í svona breytingu er annað mál. Fyrir svona pening fæst td ágætis LS mótor.
Með stærri mótor og aukinni þjöppu munt þú fá meiri tog sem í mínum bókum jafngildir skemmtilegri jeppavél. Þú munt vissilega ekki fá þá hestafla viðbót sem þú gætir fengið með því að fara í CNC portuð álhedd og allan pakkann samhliða stróker. Aukið rúmtak gerir meiri kröfur á loftflæði þegar mótornum er snúið hátt. En á lægri snúning þarf sem við erum nú aðallega að nota þessa jeppa okkar þá eru orginal heddin alveg nóg.
Það má líka alltaf bæta ofan á strókerinn. Annar knastás, önnur hedd eða betri púst er einhvað sem má bæta við án þess að kafa of djúpt í mótorinn þar sem strókerinn er kominn fyrir.
En hvort að það sé einhvað vit í svona breytingu er annað mál. Fyrir svona pening fæst td ágætis LS mótor.
Agnar Áskelsson
Er að leita að næsta jeppa.
Keflavík
Er að leita að næsta jeppa.
Keflavík
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 40
- Skráður: 17.maí 2012, 21:19
- Fullt nafn: Sigfús Harðarson
- Bíltegund: Jeep Grand Cherokee
Re: 318 - 390 stroker kit
Já, ég er svona að velta fyrir mér hvað ég ætti að gera við þessa vél sem ég á. Mig langar að rebuild-a vélina og þá jafnvel reyna að gera hana eitthvað hressari án þess að eyða mjög miklum pening í hana. Spurning hvort einhverjir mæli með einhverju sérstöku? Volgan ás og millihedd kannski? Jafnvel stærra spjaldhús?
-
- Innlegg: 2697
- Skráður: 29.mar 2012, 08:39
- Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
- Bíltegund: Toyota Tacoma
Re: 318 - 390 stroker kit
sigfushar wrote:Já, ég er svona að velta fyrir mér hvað ég ætti að gera við þessa vél sem ég á. Mig langar að rebuild-a vélina og þá jafnvel reyna að gera hana eitthvað hressari án þess að eyða mjög miklum pening í hana. Spurning hvort einhverjir mæli með einhverju sérstöku? Volgan ás og millihedd kannski? Jafnvel stærra spjaldhús?
Það er um að gera að lesa og plægja sig í gegnum eins margar prófanir á hressingarhlutum í þessa vél og hægt er. Milliheddið (sem margir kalla bjórkútinn) er hannað fyrir tog á lágum snúningi en ekki mikið afl á hærri. Heddin hafa líka verið til vandræða á þessum vélum (vilja springa). En ef þú veist hvar Google er á netinu þá ættir þú að geta fundið helling af prófunum á hlutum í þessar vélar.
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 0 gestir