Daginn gott fólk. Nú dó sjálfskiptingin í 250 fordinum hjá mér áðan. Forsaga málsinns er að ég gaf í upp brekku, hann skiptir sér svo upp í miðri brekku, slæ svo af og við það læsir hann hjólum tvisvar og eftir það gerir skiptingin ekkert. Hvað er farið í henni hjá mér svona við þessa lýsingu
Kv Villi
Óvirk skipting í 250 ford árg 2001
Re: Óvirk skipting í 250 ford árg 2001
Ertu búinn að athuga hvort að millikassinn sé í lagi, drif og öxlar?
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 445
- Skráður: 01.feb 2010, 00:55
- Fullt nafn: Vilhelm Snær Sævarsson
- Bíltegund: Ford F250 7.3
- Staðsetning: patreksfjörður
Re: Óvirk skipting í 250 ford árg 2001
Drif og öxlar eru í lagi, er ekki kominn svo langt að ath millikassann
-
- Innlegg: 1273
- Skráður: 15.okt 2013, 19:45
- Fullt nafn: Elías Róbertsson
- Bíltegund: F350 38,5"
- Staðsetning: Ólafsvík
Re: Óvirk skipting í 250 ford árg 2001
Miðað við lýsinguna, þá myndi ég byrja á því að losa drifsköftin við millikassa og reyna að átta mig á því, hvort að þetta séu hásingar eða kassavandamál. Þó að skiftingin færi, þá held ég að hún færi ekki þannig að hún myndi læsa hjólum. Frekar millikassi eða drifkökkull, nema að bremsudraslið hafi legið útí og læst öllu. Bremsubúnaðurinn í þessum bílum er framleiddur ónýtur.
Fer það á þrjóskunni
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 445
- Skráður: 01.feb 2010, 00:55
- Fullt nafn: Vilhelm Snær Sævarsson
- Bíltegund: Ford F250 7.3
- Staðsetning: patreksfjörður
Re: Óvirk skipting í 250 ford árg 2001
Ok , lét draga bílinn stuttan spöl og bremsur virkuðu fínt og engin óhljóð í drifum
-
- Innlegg: 1273
- Skráður: 15.okt 2013, 19:45
- Fullt nafn: Elías Róbertsson
- Bíltegund: F350 38,5"
- Staðsetning: Ólafsvík
Re: Óvirk skipting í 250 ford árg 2001
Millikassinn er keðjukassi, og það er spurning hvort að keðjan hafi slitnað og lent á milli og þess vegna hafi hann læst hjólum. Þá er líka spurning hvort að húsið hafi sloppið. En var hægt að draga hann. Voru hjólin ekki læst þá.
Fer það á þrjóskunni
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 445
- Skráður: 01.feb 2010, 00:55
- Fullt nafn: Vilhelm Snær Sævarsson
- Bíltegund: Ford F250 7.3
- Staðsetning: patreksfjörður
Re: Óvirk skipting í 250 ford árg 2001
Já, það var hægt að draga hann , hjólin voru ekki læst þá. þau læstust bara tvisvar í örstutta stund og svo vildi hann hvorki afturábak né áfram
-
- Innlegg: 1273
- Skráður: 15.okt 2013, 19:45
- Fullt nafn: Elías Róbertsson
- Bíltegund: F350 38,5"
- Staðsetning: Ólafsvík
Re: Óvirk skipting í 250 ford árg 2001
Ég veðja frekar á millikassann, heldur en skiftinguna, þó maður viti aldrei með vissu. Bara byrja á því að losa millikassann undan og prófa að snúa inntaksöxlinum og athuga hvort að hann snúi úrtökunum. Getur líka aftengd drifsköft og hlustað eftir óhljóðum í drive, þegar að þú lætur dótið snúast í hægagangi. Getur líka skoðað segulinn í tappanum á skiftingunni og séð hvort að það séu brot þar. einnig kannað hvort að það sé brunalikt af sjálfskifti-olíunni. Ef það er búið að keyra skiftinguna 250þús. eða meir, þá er líka kominn tími á hana.
Fer það á þrjóskunni
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 445
- Skráður: 01.feb 2010, 00:55
- Fullt nafn: Vilhelm Snær Sævarsson
- Bíltegund: Ford F250 7.3
- Staðsetning: patreksfjörður
Re: Óvirk skipting í 250 ford árg 2001
Held að skiptingin sé ekin í kringum 100.000 mílur eftir upptekt. En ef parkið virkar, útilokar það ekki að millikassinn sé í skralli??
-
- Innlegg: 1273
- Skráður: 15.okt 2013, 19:45
- Fullt nafn: Elías Róbertsson
- Bíltegund: F350 38,5"
- Staðsetning: Ólafsvík
Re: Óvirk skipting í 250 ford árg 2001
Ekki endilega, ef að hann hefur farið einhvern veginn svona:
Varstu með hann í afturdrifinu eða 4x4, þegar að þetta gerðist.
Þegar að ég skemmdi skiftinguna hjá mér, út af þjösnaskap. Þá kom högg. eitt eða tvö, og svo fór hún að grilla olíuna. En bíllinn varð aldrei stopp. Sjálfsagt misjafnt hvernig þær fara svo sem. En ég myndi halda að þú ættir ekki að týna öllum gírunum í einu. nema að aflúrtakið verði fyrir einhverju. Eru boltarnir í konverterinum nokkuð brotnir. Ættir að sjá það, með því að losa litlu plötuna á svinghjólshúsinu. Það sem er líka að trufla mig, er að hann skyldi læsa hjólunum.Ef að hann hefur bara verið í afturdrifinu, þá spyr ég, er í lagi með pinnioninn þar.
Varstu með hann í afturdrifinu eða 4x4, þegar að þetta gerðist.
Þegar að ég skemmdi skiftinguna hjá mér, út af þjösnaskap. Þá kom högg. eitt eða tvö, og svo fór hún að grilla olíuna. En bíllinn varð aldrei stopp. Sjálfsagt misjafnt hvernig þær fara svo sem. En ég myndi halda að þú ættir ekki að týna öllum gírunum í einu. nema að aflúrtakið verði fyrir einhverju. Eru boltarnir í konverterinum nokkuð brotnir. Ættir að sjá það, með því að losa litlu plötuna á svinghjólshúsinu. Það sem er líka að trufla mig, er að hann skyldi læsa hjólunum.Ef að hann hefur bara verið í afturdrifinu, þá spyr ég, er í lagi með pinnioninn þar.
Fer það á þrjóskunni
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 445
- Skráður: 01.feb 2010, 00:55
- Fullt nafn: Vilhelm Snær Sævarsson
- Bíltegund: Ford F250 7.3
- Staðsetning: patreksfjörður
Re: Óvirk skipting í 250 ford árg 2001
boltarnir í konverterinum eru ekki brotnir en ég skrúfaði pönnuna undan skiptingunni og fann tvær agnarsmáar járnflögur en á seglinum voru svona eins og fín sandkorn sem maður fann vel fyrir á milli puttana ásamt svona örfínu svarfi sem maður fann ekkert fyrir. Og já, pinnioninn er í lagi
Hver tekur að sér upptekt á skiptingu fyrir sanngjarnan pening
Kv Villi
Hver tekur að sér upptekt á skiptingu fyrir sanngjarnan pening
Kv Villi
-
- Innlegg: 1273
- Skráður: 15.okt 2013, 19:45
- Fullt nafn: Elías Róbertsson
- Bíltegund: F350 38,5"
- Staðsetning: Ólafsvík
Re: Óvirk skipting í 250 ford árg 2001
Mæli með Ljónunum, Fór þangað með mína. Hvort að þeir séu eitthvað dýrari eða ekki, þá eru þeir með þetta reglulega í höndunum og ættir að fá góð vinnubrögð, þó svo að það sé aldrei 100% að það geti ekki eitthvað klikkað hjá þeim eins og öðrum. Við erum allir mannlegir.
Fer það á þrjóskunni
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur