Sælir,
Eru einhverjir hérna sem hafa reynslu af eða skoðun á þessu?
https://www.youtube.com/watch?v=CqBQ8q2mxuY
Xjack lofttjakkur/púði
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 77
- Skráður: 19.maí 2014, 21:53
- Fullt nafn: Rögnvaldur Kári Víkingsson
- Bíltegund: Nissan Patrol Y61
-
- Innlegg: 2697
- Skráður: 29.mar 2012, 08:39
- Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
- Bíltegund: Toyota Tacoma
Re: Xjack lofttjakkur/púði
Var ekki Bílabúð Benna að selja þetta fyrir löngu?
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 77
- Skráður: 19.maí 2014, 21:53
- Fullt nafn: Rögnvaldur Kári Víkingsson
- Bíltegund: Nissan Patrol Y61
Re: Xjack lofttjakkur/púði
Jú ég fann á netinu 6 ára gamla auglýsing frá þeim. Ég ætla að hafa sasmband og spyrja hvort þeir selja svona ennþá. Ég hef aldrei séð nokkurn mann nota þetta á Íslandi.
Re: Xjack lofttjakkur/púði
Eldri bróðir minn eignaðist svona fyrir svona um það bil 25-30 árum. Þetta gataðist nú eitthvað og var lítið sem ekkert brúkað.
Væri nú samt pínu fyndið að hafa svona púða bara undir bílnum, klára í að spyrna flikkinu upp þegar það er sokkið í krapa...kannski bara zodiak blöðrur langsum...?
Alveg pæling...en svolítið útópískt...
Kv
Grímur
Væri nú samt pínu fyndið að hafa svona púða bara undir bílnum, klára í að spyrna flikkinu upp þegar það er sokkið í krapa...kannski bara zodiak blöðrur langsum...?
Alveg pæling...en svolítið útópískt...
Kv
Grímur
-
- Innlegg: 3133
- Skráður: 07.feb 2010, 13:19
- Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson
Re: Xjack lofttjakkur/púði
Sælir drengir þetta notaði ég í gamla daga he he. Setti slönguna upp á pústið í jeepsternum mínum gaf í og bíllinn lyftist með hraði. Eitt skiftið á miðjum Kjalvegi í frosti og mikilli hálku á veginum þurfti ég að lyft bílnum með þessu til að huga að hjólalegu.Ég setti púðan á milli fram og afturhjóla hægramegin og sagði svo kóaranum að gefa í en hann sat inn í bíl.
Svell var undir og smá halli.Þegar púðinn var að byrja að lyfta skaust hann undan bílnum og í fangið á mér og er þetta í fyrsta og eina skiftið sem ég hef verið markmaður. Ég tókst á loft með púðan í fanginu og endaði á bakinu, enn með púðan langt fyrir utan veg. Svo betra er að ganga vel frá þegar lyft er í sumum aðstæðum en þetta svín virkar það et ég sagt.
Svell var undir og smá halli.Þegar púðinn var að byrja að lyfta skaust hann undan bílnum og í fangið á mér og er þetta í fyrsta og eina skiftið sem ég hef verið markmaður. Ég tókst á loft með púðan í fanginu og endaði á bakinu, enn með púðan langt fyrir utan veg. Svo betra er að ganga vel frá þegar lyft er í sumum aðstæðum en þetta svín virkar það et ég sagt.
-
- Innlegg: 374
- Skráður: 19.sep 2011, 20:14
- Fullt nafn: Hrannar Sigfússon
- Bíltegund: Musso Sport 37''
- Staðsetning: Hveragerði
Re: Xjack lofttjakkur/púði
HAHAHAHA Guðni þú ert rosalegur, hef séð þetta hjá bílabúð benna en hefur aldrei dottið í hug að pæla í þessu.
Hranni Fúsa
Jeep Grand Cherokee WJ
Jeep Grand Cherokee WJ
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 77
- Skráður: 19.maí 2014, 21:53
- Fullt nafn: Rögnvaldur Kári Víkingsson
- Bíltegund: Nissan Patrol Y61
Re: Xjack lofttjakkur/púði
Ástæðan að ég er að pæla í þessu er sú að ég hef enga reynslu í notkun drullutjakka og drullutjakkar virðist líka hafa sína galla. Spurning hvort svona púði geti bjargað manni eftir að hafa fest bílinn. Það hljómar svo auðvelt; bara blása upp og leggja eitthvað undir hjólin. Ég hringti í Bílabúð Benna og þeir selja ennþá svona púðar og kosta þeir um 67.000 krónur. Á netinu er hægt að fá þeir á 30 til 40.000 en ég veit ekki hvað tollurinn leggur ofan á þetta við innflutning.
-
- Innlegg: 101
- Skráður: 09.feb 2011, 11:41
- Fullt nafn: Hörður Tryggvason
- Bíltegund: Jeep Cherokee XJ
Re: Xjack lofttjakkur/púði
Ég hef einusinni notað svona púða við að losa bíl sem var mjög fastur í sandbleytu. Þetta var voða fínn Discovery sem var vonlaust að koma drullutjakk á, en við vorum með svona púða. Við gátum mokað aðeins undan bílnum og komið púðanum undir og lyft, en við dældum í hann með loftpressunni í björgunarsveita bílnum og gátum auðveldlega stillt hversu mikið fór í hann. Þetta var gert við hvert dekk og timbur og grjót sett undir þangað til hægt var að draga bílinn. Í þessu tilviki var púðinn alger snilld en ég hef aldrei notað þetta aftur.
-
- Innlegg: 2137
- Skráður: 10.maí 2011, 10:51
- Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
- Bíltegund: Toyota Hilux
- Staðsetning: Ittoqqortoormiit
Re: Xjack lofttjakkur/púði
Mér finnst að þessi búnaður eigi alveg rétt á sér, virkar og svo mjög gott líka ef maður er einn.
Re: Xjack lofttjakkur/púði
Fer svolítið eftir þyngd bílsins hvort að þetta virki eða ekki.
Kannaðu hver burðurinn er áður en að þú kaupir, hvar sem að þú kaupir.
Kv.
Kannaðu hver burðurinn er áður en að þú kaupir, hvar sem að þú kaupir.
Kv.
Re: Xjack lofttjakkur/púði
Ég hef einmitt heyrt að það sé betra að nota loftdæluna en pústið á svona púða eins og kom fram hér að ofan, annars verða þeir skítugir illa lyktandi og vonlaust að nota þá nema verða eins og sótari.
Sérstaklaga á bílum sem brenna grút.
Sérstaklaga á bílum sem brenna grút.
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 77
- Skráður: 19.maí 2014, 21:53
- Fullt nafn: Rögnvaldur Kári Víkingsson
- Bíltegund: Nissan Patrol Y61
Re: Xjack lofttjakkur/púði
Sælir, takk fyrir svörin. Ég er búinn að heyra í Tollinn og liklegt er að sendingar- og tollgjöld verða um 25.000 þannig að púðinn kosti þá um 60 til 65 þúsund þegar allt er talið með. Ég veit að það er hægt að fá ódýrara púða en miðað við umræðum á erlendum vefsíðum þá treysti ég þeim ódýrara ekki. Kannski eru þá ódýra gott fyrir fólksbíla en ekki fyrir jeppa. Ég er ekki ennþá búinn að taka ákvörðun. Púðinn, spil eða bæði? Ég held að spil sé auðveldara en miklu dýrara og svo er spurning hvort rafkerfið í óbreyttum lc 90 þolir spil.
-
- Innlegg: 2697
- Skráður: 29.mar 2012, 08:39
- Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
- Bíltegund: Toyota Tacoma
Re: Xjack lofttjakkur/púði
Rögnvaldurk wrote:... svo er spurning hvort rafkerfið í óbreyttum lc 90 þolir spil.
Það eru nú reyndar alltaf tveir rafgeymar í LC90 þannig að það er bara spurning hvort að þeir gefi nógan straum út.
Og ég held að flestir jeppageymar séu nógu öflugir fyrir dæmigert 4ra tonna spil tveir saman.
En það þarf alltaf að spila af skynsemi, ekki of mörg eða of löng tog í einu og hvíla spilið og geymana á milli.
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur