Flottar myndir og frásögn... spurning hvernig fór fyrir bílnum??
http://www.sksiglo.is/is/news/bilabjorgun_a_kili/
Kv.
Óskar Andri
Patrol á kafi í vatni á kili
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 690
- Skráður: 01.feb 2010, 08:29
- Fullt nafn: Óskar Andri Víðisson
- Bíltegund: Toyota
- Staðsetning: Vatnsenda, Kópavogur
- Hafa samband:
-
- Innlegg: 211
- Skráður: 15.apr 2010, 17:09
- Fullt nafn: Óttar Þór Ágústsson
- Bíltegund: Nissan Patrol
- Staðsetning: Akranes
Re: Patrol á kafi í vatni á kili
Gott að vita að menn eru alltaf tilbúnir að aðstoða félagann
Nissan Patrol 44" 3.0 ssk
Nissan Terrano II 33" 2.7 ssk
Nissan Terrano II 33" 2.7 ssk
Re: Patrol á kafi í vatni á kili
Bíllinn er með snorkel og ef það hefur verið alveg dautt á honum þegar hann sökk (ekki svissað á hann) þá held ég bíllinn muni sleppa nokkuð vel frá þessu ef boddýskemmdir eru litlar. Þetta er ferskvatn þannig að hreinsunin ætti ekki að vera "stórmál" en svo þarf auðvitað að yfirfara allt rafkerfið, tengi og tölvur, skipta um allar olíur osfrv.
-
- Innlegg: 578
- Skráður: 06.feb 2010, 10:41
- Fullt nafn: Jón Hrafn Karlsson
- Staðsetning: Keflavík south
Re: Patrol á kafi í vatni á kili
Djöfull eru þetta svaðalegar græjur þessir 6hjóla ramar. En, voru þeir að keyra yfir vatn eða bara lægð í landslaginu sem breyttist í vatn ?
Re: Patrol á kafi í vatni á kili
Vélin slapp, þökk sé snorkeli og snöggum viðbrögðum við að drepa á bílnum. En þó þetta sé ferskvatn þá mengast það af olíu og drullu sem flýtur um allt, stórt tjón í rafkerfi og tölvum (held að þær séu fleiri en ein og kosta hvítuna úr augunum) og svo er hann eitthvað skaddaður á boddíi. Tjónið er því klárlega mikið þó vélin hafi sloppið.
Þar sem þetta gerðist er venjulega ekkert vatn, í versta falli hægt að finna þar smá krapapytt, en núna var þarna hyldýpi (bíllinn botnaði ekki heldur flaut). Núna hins vegar er búið að rigna hressilega á frosna jörð þannig að vatn safnast í allar lægðir og frýs svo. Ísinn var víðast hvar vel þykkur og hefði átt að halda, en einhverra hluta vegna þynnri akkúrat þarna. Vissara að hafa augun vel opin á hálendinu núna og þræða hryggi eins og hægt er.
Kv - Skúli
Þar sem þetta gerðist er venjulega ekkert vatn, í versta falli hægt að finna þar smá krapapytt, en núna var þarna hyldýpi (bíllinn botnaði ekki heldur flaut). Núna hins vegar er búið að rigna hressilega á frosna jörð þannig að vatn safnast í allar lægðir og frýs svo. Ísinn var víðast hvar vel þykkur og hefði átt að halda, en einhverra hluta vegna þynnri akkúrat þarna. Vissara að hafa augun vel opin á hálendinu núna og þræða hryggi eins og hægt er.
Kv - Skúli
Re: Patrol á kafi í vatni á kili
Félagi minn átti Patrol (2006) sem sökk ofan í ferskvatn (vélin í gangi) og það var ótrúlega lítið sem skemmdist í bílnum í rafmagninu og vélin slapp meira að segja þar sem hann var bara í lausagangi. Það var hægt að bjarga ýmsu í rafmagninu með aðstoð nokkurra vel valinna manna sem hafa vit á hlutunum. Ekki rjúka í það að kaupa nýtt í þetta fyrr en búið er að þurrka og skoða vel allar stýringar og tölvur hjá réttum aðilum.
Ég veit auðvitað ekki hvernig ástandið er á þessum bíl eftir volkið, það gæti allt eins verið stórmunur á þessum tilfellum þar sem þessi bíll flaut mjög lengi í þessum krappapolli en mér finnst það ekki saka að hafa það í huga að það hefur áður verið gert við slíka hluti með ágætum árangri.
kv/Agnar
Ég veit auðvitað ekki hvernig ástandið er á þessum bíl eftir volkið, það gæti allt eins verið stórmunur á þessum tilfellum þar sem þessi bíll flaut mjög lengi í þessum krappapolli en mér finnst það ekki saka að hafa það í huga að það hefur áður verið gert við slíka hluti með ágætum árangri.
kv/Agnar
-
- Innlegg: 1929
- Skráður: 31.jan 2010, 19:27
- Fullt nafn: Sævar Örn
- Bíltegund: Hilux
- Staðsetning: Reykjavik
- Hafa samband:
Re: Patrol á kafi í vatni á kili
bíllinn er i þurkun og skilst að það hafi verið keyptir einhveerjir kassar af kontakt spreyi :)
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is
Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is
http://sukka.is
Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is
-
- Innlegg: 330
- Skráður: 19.mar 2010, 10:03
- Fullt nafn: Tómas Þröstur Rögnvaldsson
Re: Patrol á kafi í vatni á kili
Þessi bíll - miðað við það sem sést á myndunum - verður líklega jafngóður án mikils varahlutakaupa en mjög mikil vinna í að opna og þurrka upp tölvur, reylay og þess háttar og skitfa um olíur og feiti á öllu. Það hefur líkklega farið vatn inn á sprengirými í gegnum púst og hefur verið nayðsynlegt að fara strax í að losa vatn og koma olíu á slífaveggi áður en tæring kemst í veggina. Hlýtur að vera verra þegar bílar fara svona djúpt því þá er meiri vatnsþrýstingur og meiri kraftur í vatninu í að smeygja sér allsstaðar inn. Bíllinn hjá mér var nýlega í 3 tíma í vatni upp að stigbrettum og yfir hásingar. Fór strax í að skifta um olíur á drifunum og smyrja í hjöruliði. Opnaði síðan framhjólalegur/legustút/hosur á öxlum og skifti um feiti á öllu þessu. Var reyndar ekkert vatn sjáanlegt í þessum hlutum en aldrei vitað fyrr en opnað. Á síðan eftir að skifta um afturhjólalegur (lokuð kúlulega). Þegar það verður búið tel ég bíllinn minn jafngóðan eftir volkið og held að ég eigi ekki eftir að fá brakedown út af þessu sulli kannski á versta tíma. Leynir á sér vinnan - vesenið og öll fyrirhöfnin fyrir og eftir þessar jeppaferðir.
Re: Patrol á kafi í vatni á kili
..
Síðast breytt af HaffiTopp þann 20.jún 2014, 21:46, breytt 1 sinni samtals.
Re: Patrol á kafi í vatni á kili
Þeir eru reyndar búnir að laga fréttina aðeins því áður var þetta milljóna króna ofur Land Cruiser sem "samkvæmt upplýsingum frá umboðinu" kostar frá 8-12 milljónum. Gamli Pattinn fékk því heldur betur uppfærslu við baðið eða öllu frekar við að komast í blaðið. En svona er blaðamennskan, ef þú vilt sparka í einhvern, segðu þá að hann eigi margmilljón króna ofur-lúxus-jeppa. Við jeppaeigendur erum þarna á sömu hillu og útrásarvíkingar, ef þú kýst að nota peninga þína í breyttan jeppa ertu sennilega þjófur.
Kv - Skúli
Kv - Skúli
Re: Patrol á kafi í vatni á kili
Já svo er einstaklega gaman að lesa kommentin fyrir neðan greinina, þar ryðjast fram hver ljósin á eftir öðrum og opinbera fávisku sína um land og ferðalög, lið sem hefur sennilega ekki komist austur fyrir Selfoss. :)hahaha aumingja þau.
kveðja Helgi
kveðja Helgi
Re: Patrol á kafi í vatni á kili
Var að kíkja á "fréttina" í blaðinu sjálfu. Þar er náttúrulega ekki hægt að breyta eftir á eins og þeir gerðu á vefnum og því stendur þar "Glæslileg Toyota Land Cruiser-bifreið Gylfa Arnbjörnssonar". Þetta mun hins vegar vera 11 ára gamall Patti. Líka klassískt í vitleysunni að blaðamaður spyr Gylfa hvort hann hefði verið að keyra utan vega!!!
Þegar ég sé svona bullfréttir velti ég því gjarnan fyrir mér, hvað með allar hinar fréttirnar sem maður hefur engann grundvöll til að meta, er eitthvað að marka þær!
Þegar ég sé svona bullfréttir velti ég því gjarnan fyrir mér, hvað með allar hinar fréttirnar sem maður hefur engann grundvöll til að meta, er eitthvað að marka þær!
-
- Innlegg: 319
- Skráður: 01.feb 2010, 00:32
- Fullt nafn: Einar Steinsson
- Staðsetning: Austurríki
- Hafa samband:
Re: Patrol á kafi í vatni á kili
Móðgaður Patrol eigandi:
Íhugar að stefna DV fyrir persónuníð
„Ég get alls ekki unað því að almenningi sé með svo óábyrgum hætti talið trú á að ég aki um á Toyota Land Cruiser jeppa þegar hið sanna er að ég hef lengi verið annálaður Nissan Patrol aðdáandi."
Mér sýnist á þessu að Gylfi hafi smá húmor fyrir þessu öllu saman.
Íhugar að stefna DV fyrir persónuníð
„Ég get alls ekki unað því að almenningi sé með svo óábyrgum hætti talið trú á að ég aki um á Toyota Land Cruiser jeppa þegar hið sanna er að ég hef lengi verið annálaður Nissan Patrol aðdáandi."
Mér sýnist á þessu að Gylfi hafi smá húmor fyrir þessu öllu saman.
-
- Póststjóri
- Innlegg: 2809
- Skráður: 06.feb 2010, 10:43
- Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
- Bíltegund: Patrol
- Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf
Re: Patrol á kafi í vatni á kili
Haha, Gylfi góður. Pú á DV, merkilegt hvað það þrífst vel og margir 'stelast' til að lesa þennan ruslsnepil :)
http://www.jeppafelgur.is/
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur