Góðan daginn.
Ég er að spá í að versla mér Hilux 2007 og breyta honum fyrir 38" og var að velta fyrir mér hvort það væri ekki einhver hér sem gæti frætt mig aðeins um hvað þarf að gera.
Hvað hafa menn verið að hækka þessa bíla mikið,er nóg að boddy hækka þá eða þarf að síkka klafa dótið allt?
Ætla halda fjöðrunum að aftan,þarf að færa hásinguna eitthvað aftar?
Og ef einhver á myndir af svona breytingu þá væri það alveg eðall :)
38" breyting Hilux 2007
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 63
- Skráður: 05.feb 2010, 00:10
- Fullt nafn: Reynir viðar salómonsson
38" breyting Hilux 2007
Toyota hilux 2,4 bensín 38" seldur
Nissan patrol 3.0l 44" seldur
Jeep Cherokee 5,2 38" seldur
Jeep Cherokee 5,2 38" seldur
Toyota land cruiser 90 38" seldur
Nissan patrol 3.0l 44" seldur
Jeep Cherokee 5,2 38" seldur
Jeep Cherokee 5,2 38" seldur
Toyota land cruiser 90 38" seldur
Re: 38" breyting Hilux 2007
Sæll varðandi afturpartinn þá færi ég í gormana líka ef þú ætlar að færa hásinguna aftur , en það er svo sem ekki nauðsyn, Arctik bílarnir eru á fjöðrum án færslu , en í vinnunni minni eru þeir á gormum að aftan og færslu á hásingunni , þannig að brettakanturinn er allur á pallinum, ekki að hluta á húsinu , mig minnir að það sé ekki klafasíkkun bara hækkun á gormum og góð úrklippa að framan , þetta er einföld og fljótleg breyting :)
Re: 38" breyting Hilux 2007
Hæ aftur jú einhver smá klafahækkun áti sér stað líka gangi þér vel :)
-
- Innlegg: 690
- Skráður: 01.feb 2010, 08:29
- Fullt nafn: Óskar Andri Víðisson
- Bíltegund: Toyota
- Staðsetning: Vatnsenda, Kópavogur
- Hafa samband:
Re: 38" breyting Hilux 2007
Það þarf að síkka klafa. Þegar að þetta var gert á mínum bíl árið 2007 þurfti líka að færa fjöðrunina framar. Hækkunin var samtals á bilinu 9-10cm. Hún var tvíþætt... þ.e.a.s. klafarnir síkkaður um X cm og síðan settur X cm klossi undir dempara/gorma. Síðan þetta var gert 2007 hefur nú eitthvað vatn runnið til sjáfar. Það hefur t.a.m. svona Hilux body verið breytt fyrir 38" án hækkunar (veit ekki hvort fjöðrun var færð framar) með hressilegri úrklippuvinnu. Eins og Helgi þá mæli ég eindregið með því að klára dæmið og smíða gormafjöðrun að aftan....... það er búið að gera þetta í svo mörgum svona hiluxum að þú átt ekki að þurfa að finna upp hjólið til að gera þetta.
-
- Innlegg: 76
- Skráður: 19.jún 2012, 07:44
- Fullt nafn: Aron Frank Leópoldsson
- Bíltegund: Nissan
Re: 38" breyting Hilux 2007
Sæll,
Að framan eru klafar síkkaðir um 50mm og 40mm klossar settir undir fjöðrun. Ef þú ætlar að halda fjöðrum þá eru þær síkkaðar um það sama og klafarnir ásamt 40mm klossum undir fjaðrir og síkkun á demparafestingum o.svf.
Að framan eru klafar síkkaðir um 50mm og 40mm klossar settir undir fjöðrun. Ef þú ætlar að halda fjöðrum þá eru þær síkkaðar um það sama og klafarnir ásamt 40mm klossum undir fjaðrir og síkkun á demparafestingum o.svf.
Re: 38" breyting Hilux 2007
eru menn ekkert að boddy hækka þessa bila eins og var alltaf gert i gamla daga ?
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 63
- Skráður: 05.feb 2010, 00:10
- Fullt nafn: Reynir viðar salómonsson
Re: 38" breyting Hilux 2007
Takk kærlega fyrir góð svör.
Ekki á einhver myndir af klafasíkun ?
En einsog einargr spyr með góða boddý hækkun og klippa vel úr?
Ekki á einhver myndir af klafasíkun ?
En einsog einargr spyr með góða boddý hækkun og klippa vel úr?
Toyota hilux 2,4 bensín 38" seldur
Nissan patrol 3.0l 44" seldur
Jeep Cherokee 5,2 38" seldur
Jeep Cherokee 5,2 38" seldur
Toyota land cruiser 90 38" seldur
Nissan patrol 3.0l 44" seldur
Jeep Cherokee 5,2 38" seldur
Jeep Cherokee 5,2 38" seldur
Toyota land cruiser 90 38" seldur
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur