silveradoinn minn er með millikassa sem heitir np243, sem er að mér skylst bara variant af np241 sem er standardinn í þessum bílum, munurinn er sá að bílar með 241 eru með stöng í gólfinu en 243 með takka í mælaborðinu,
þekkir einhevr hvort þessir kassar eru læstir?
ástæðan frir því að ég spyr er að bíllinn er alveg gríðarlega þvingaður þegar hann í drifunum, sem er allavanalegt, en þetta er bara meira en maður á að venjast, þetta hefur verið dáldið óþægilegt þegar það er færi eins og hefur verið, þar sem það er hálka og þurrt til skiptis, hann er fínn í hálkuni í drifinu en leið og hann dettur inn á þurran kafla finnur maður hvað hann verður þvingaður, og í sumu tilfellum getur reynst erfitt að ná honum úr drifunum nema maður finni hálku einhverstaðar :)
np241/243
Re: np241/243
Svona eru 4x4 bílar já með venjulega millikassa ekki eitthvert sídrif eða gervi fjórhjóladrif :)
Re: np241/243
Jú, 243 á víst að vera rafstýrð útgáfa af 241, en báðir þessir kassar eiga að bjóða upp á sídrif, þ.e. opið mismunadrif milli fram og aftur, sem er akkúrat málið í hálkunni. Ef hann er þvingaður hjá þér í 4wd Full þá gæti verið að skiptimótorinn sé að keyra hann í 4wd Part í staðinn.
Ef þér finnst hann vera óvenju þvingaður, jafnvel miðað við jeppa með venjulegu fjórhjóladrifi (ekkert sídrif), gæti verið vert að skoða hvort dekkin séu mjög misjafnlega slitin eða jafnvel af mismunandi gerðum, framan vs. aftan. Ef svo er gæti verið varasamt að keyra hann mjög mikið í sídrifinu heldur, því þá er það stöðugt að snúast. Hinsvegar er Silverrado langur á milli hjóla, ekki satt? Sem væntanlega veldur meiri þvingun í beygjum heldur en á styttri bílum.
--
Kveðja, Kári.
Ef þér finnst hann vera óvenju þvingaður, jafnvel miðað við jeppa með venjulegu fjórhjóladrifi (ekkert sídrif), gæti verið vert að skoða hvort dekkin séu mjög misjafnlega slitin eða jafnvel af mismunandi gerðum, framan vs. aftan. Ef svo er gæti verið varasamt að keyra hann mjög mikið í sídrifinu heldur, því þá er það stöðugt að snúast. Hinsvegar er Silverrado langur á milli hjóla, ekki satt? Sem væntanlega veldur meiri þvingun í beygjum heldur en á styttri bílum.
--
Kveðja, Kári.
-
- Innlegg: 1160
- Skráður: 02.feb 2010, 10:32
- Fullt nafn: Kristinn Magnússon
- Bíltegund: Wrangler 44"
Re: np241/243
NP241 og NP243 bjóða EKKI upp á sídrif þannig að þetta er alveg mjög eðlilegt :-)
Re: np241/243
það er ekki val um sídrif, bara 2H-4H-4L
bíllinn er á ágætis dekkjum, sem eru samstæður gangur, jafnt slitin
jú það er ekki ólíklegt að lengd á milli hjóla sé að spila inn í. þetta extended cab (1.5 hús og stuttur pallur) eitthvað um 5.7m á lengd, 3.59m á milli hjóla það er ansi oft sem maður er með hann eflaust í talsvert meiri beygju til þess að gera en minni jeppa.
bíllinn er á ágætis dekkjum, sem eru samstæður gangur, jafnt slitin
jú það er ekki ólíklegt að lengd á milli hjóla sé að spila inn í. þetta extended cab (1.5 hús og stuttur pallur) eitthvað um 5.7m á lengd, 3.59m á milli hjóla það er ansi oft sem maður er með hann eflaust í talsvert meiri beygju til þess að gera en minni jeppa.
1996 Dodge Ram. 38" eilífðarverkefni
1996 Dodge Ram 38"
2000 Gmc sierra
1996 Dodge Ram 38"
2000 Gmc sierra
Re: np241/243
Kiddi wrote:NP241 og NP243 bjóða EKKI upp á sídrif
Úps, þetta er víst alveg hárrétt. Það sló saman í kollinum á mér 241 og 242 (það er 242 sem býður upp á sídrif), og svo fann ég eitthvað um það að 243 væri rafstýrð útgáfa af 241, lagði saman 2 og 2 og fékk út 242,5. Sorrý.
--
Kvaðja, Kári.
Re: np241/243
Heitið á kassanum þarf að enda á 2 ef hann á að bjóða upp á sídrif (á við New Venture kassa). Endingin 1 þýðir handskiptur kassi með læst mismunadrif í 4x4 og 3 er eins nema rafskiptur. Svo eru reyndar til kassar sem enda á 4 og eru sídrifnir en minna um það...
Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 0 gestir