

Því næst ákvað ég að kíkja á kjallarann. Þar var allt í standi. Ég þreif pönnuna vel og skoðaði o-hringinn í pick-up rörinu. Hann var í lagi og því var öllu lokað og gert klárt fyrir Start. Ég tók öll kertin úr, fyllti allt af rándýrri mótorolíu og snéri mótornum með startara til að sjá hvort hún næði upp olíuþrýsting. Það gerði hún ekki.
Eftir miklar bollaleggingar ákvað ég að rífa pönnuna aftur undan og drekkja o-hringnum í koppafeiti og dæla eins og ég gat af olíu upp í dælu. Í þetta skiptið náði hún upp olíu og allt klárt fyrir start. Þessi o-hringur er víst vandræða gripur í þessum vélum.Nokkrar myndir.




Því næst tengdi ég bráðabirgða útgáfu af bensín- og rafkerfi og prufaði að stara. Vitir menn hún datt í gang í fyrsta starti þessi elska. Hún gengur reyndar bara í nokkrar sek. og depur svo á sér en það gæti verið vegna þess að ég er ekki búin að tengja pedalann. Það kemur í ljós seinna. En þetta var virkilega ánægjulegur áfangi og fargi af mér létt.


En þetta er svona alvöru standalone kerfi þegar vélin er ein útá gólfi og fer í gang á 4 vírum tengda við 12 volt. :)
kv
Kristján Finnur