Eyðslugrannur jeppi
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 9
- Skráður: 28.des 2015, 12:10
- Fullt nafn: Andri Snær Agnarsson
Eyðslugrannur jeppi
Jæja nú fer að líða að bílprófi og þar sem ég var svo óheppinn að vilja ekki sjá eitthverja framhjóladrifna fólksbíla heldur eitthvað a 32" og uppúr. En þar sem eg er í skóla og þarf að eiga pening þegar líður á veturinn fyrir bensíni þá datt mér í hug að spyrja ykkur hvaða bíll væri hentugastur í þetta eg er buinn að vera að pæla í Vitöru og jimny þá bara á 32"-33" svona uppá eyðslu og bilanir að gera enn þið kannski vitið um betri kost.
Með fyrir fram þökk
Andri
Með fyrir fram þökk
Andri
-
- Póststjóri
- Innlegg: 2493
- Skráður: 31.jan 2010, 17:44
- Fullt nafn: Hörður Bjarnason
- Bíltegund: 1988 Ford Econoline
Re: Eyðslugranur jeppi
Suzuki alla leið fyrir ungan ökumann.
Eyða litlu, bila lítið, kosta lítið, drífa mikið.
Eyða litlu, bila lítið, kosta lítið, drífa mikið.
-
- Innlegg: 101
- Skráður: 19.jan 2011, 12:35
- Fullt nafn: Ingólfur Árnason
- Bíltegund: HJ-61 "88
Re: Eyðslugranur jeppi
Óbreyttan gamlan disel hilux
-
- Innlegg: 374
- Skráður: 19.sep 2011, 20:14
- Fullt nafn: Hrannar Sigfússon
- Bíltegund: Musso Sport 37''
- Staðsetning: Hveragerði
Re: Eyðslugranur jeppi
Suzuki all the way !! , kosta litið, auðvelt að fá varahluti notað og nýtt ódýrt, drífa slatta á 33'' með litlum tilkosnaði.
Eins eru tryggingar og bifreiðagjöld frekar ódýr.
Eins eru tryggingar og bifreiðagjöld frekar ódýr.
Hranni Fúsa
Jeep Grand Cherokee WJ
Jeep Grand Cherokee WJ
-
- Innlegg: 35
- Skráður: 31.jan 2010, 17:16
- Fullt nafn: Hólmar Hallur Unnsteinsson
- Bíltegund: Suzuki Jimny
- Staðsetning: Hornafjörður
Re: Eyðslugranur jeppi
hobo wrote:Suzuki alla leið fyrir ungan ökumann.
Eyða litlu, bila lítið, kosta lítið, drífa mikið.
Og svo til að toppa það að ef til bilana kemur að þá er einstaklega auðvelt að græja það :)
Svo er umboðið frábært. :)
Suzuki Jimny 36'' V6!
Suzuki XL7 2.7 V6 2005
Suzuki Swift 1.3 1999
Suzuki XL7 2.7 V6 2005
Suzuki Swift 1.3 1999
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 9
- Skráður: 28.des 2015, 12:10
- Fullt nafn: Andri Snær Agnarsson
Re: Eyðslugranur jeppi
Takk kærlega fyrir þetta. Og þá er stóra spurningin hvað eru þessir Jimny-ar að eyða á þetta stórum dekkjum ? :D
-
- Innlegg: 6
- Skráður: 09.des 2015, 16:17
- Fullt nafn: Hávar Helgi Helgason
- Bíltegund: Suzuki Jimny
Re: Eyðslugranur jeppi
Jimnyinn sem ég er á eyðir um 10-12 á hundraðið innanbæjar, það er á 31 tommu og í rólegum akstri.
-
- Innlegg: 1
- Skráður: 11.jan 2016, 17:43
- Fullt nafn: guðmundur heiðar hauksson
Re: Eyðslugranur jeppi
trooper er gerður fyrir þig andri
Re: Eyðslugranur jeppi
Ég held að Trooper sé ekki góður kostur fyrir byrjendur.
Re: Eyðslugranur jeppi
Pajero bensín... nei djók!!!
Súkkan er málið.
kv. muggur
Súkkan er málið.
kv. muggur
----------------------------------------------
Guðm. Þ.
Pajero 1998 V6 3000/3500 24V
Guðm. Þ.
Pajero 1998 V6 3000/3500 24V
-
- Innlegg: 8
- Skráður: 17.apr 2014, 19:40
- Fullt nafn: Andri Snær Agnarsson
Re: Eyðslugranur jeppi
birgiring wrote:Ég held að Trooper sé ekki góður kostur fyrir byrjendur.
Hversvegna?
Re: Eyðslugranur jeppi
Það hefur verið talsvert um vélavandamál í mörgum 3,0L. Trooper og þeir sem eru með öðrum vélum eru orðnir talsvert gamlir.
Menn þurfa helst að vera búnir að æfa sig með skrúflyklana áður en þeir fá sér slíkan, en það á svo sem við um flesta breytta bíla.
Menn þurfa helst að vera búnir að æfa sig með skrúflyklana áður en þeir fá sér slíkan, en það á svo sem við um flesta breytta bíla.
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 9
- Skráður: 28.des 2015, 12:10
- Fullt nafn: Andri Snær Agnarsson
Re: Eyðslugranur jeppi
birgiring wrote:Það hefur verið talsvert um vélavandamál í mörgum 3,0L. Trooper og þeir sem eru með öðrum vélum eru orðnir talsvert gamlir.
Menn þurfa helst að vera búnir að æfa sig með skrúflyklana áður en þeir fá sér slíkan, en það á svo sem við um flesta breytta bíla.
Ertu þá að vitna i commonrail kerfið? það er allt í lagi að eitthvað bili svona til að halda sér í æfingu meðan maður er í skóla ;)
-
- Póststjóri
- Innlegg: 2493
- Skráður: 31.jan 2010, 17:44
- Fullt nafn: Hörður Bjarnason
- Bíltegund: 1988 Ford Econoline
Re: Eyðslugranur jeppi
Það er ekki common rail í Trooper 1998-2004, heldur heitir það HEUI ( Hydraulically activated, Electronically controlled Unit Injector )
Ef þú vilt ekki bíl sem bilar aldrei þá er ekkert að því að skoða Trooper, því þeir hafa margir haldið eigendum vel við efnið.
Þeir eru líka með kosti: ódýrir, rúmgóðir, ryðga lítið, ágætlega sprækir og eyða litlu.
Persónulega tæki ég þó súkkuna ef ég væri aftur orðinn 17, alltaf hægt að skrúfa í þeim þó það myndi oftast flokkast sem fyrirbyggjandi viðhald.
Ef þú vilt ekki bíl sem bilar aldrei þá er ekkert að því að skoða Trooper, því þeir hafa margir haldið eigendum vel við efnið.
Þeir eru líka með kosti: ódýrir, rúmgóðir, ryðga lítið, ágætlega sprækir og eyða litlu.
Persónulega tæki ég þó súkkuna ef ég væri aftur orðinn 17, alltaf hægt að skrúfa í þeim þó það myndi oftast flokkast sem fyrirbyggjandi viðhald.
Re: Eyðslugrannur jeppi
myndi samt hafa bakvið eyrað að jimny er ekki jafn eyðsllugrannur og hann er lítill, myndi segja að 13l innanbæjar sé eðlilegt fyrir óbreyttan bíl.
1996 Dodge Ram. 38" eilífðarverkefni
1996 Dodge Ram 38"
2000 Gmc sierra
1996 Dodge Ram 38"
2000 Gmc sierra
Re: Eyðslugrannur jeppi
Ég þekki menn sem hafa átt Jimmy og þeim ber flestum saman um það að hann hafi eytt meiru en þeir bjuggust við. Ég hef átt 3 Vitara og Grand Vitara og þeir eru fljótir upp í eyðslu ef á móti blæs eða kerra hengd aftaní. Tork er einnig eitthvað sem þeir þekkja ekki einu sinni af afspurn. En bilanatíðnin á þeim sem ég hef átt er nánast engin og það er gott að ganga um þá.
-
- Innlegg: 8
- Skráður: 17.apr 2014, 19:40
- Fullt nafn: Andri Snær Agnarsson
Re: Eyðslugranur jeppi
hobo wrote:Það er ekki common rail í Trooper 1998-2004, heldur heitir það HEUI ( Hydraulically activated, Electronically controlled Unit Injector )
Ef þú vilt ekki bíl sem bilar aldrei þá er ekkert að því að skoða Trooper, því þeir hafa margir haldið eigendum vel við efnið.
Þeir eru líka með kosti: ódýrir, rúmgóðir, ryðga lítið, ágætlega sprækir og eyða litlu.
Persónulega tæki ég þó súkkuna ef ég væri aftur orðinn 17, alltaf hægt að skrúfa í þeim þó það myndi oftast flokkast sem fyrirbyggjandi viðhald.
Já mín mistök enn einsog eg segi eru trooper mun meiri bílar en jimny eða vitara
-
- Innlegg: 1160
- Skráður: 02.feb 2010, 10:32
- Fullt nafn: Kristinn Magnússon
- Bíltegund: Wrangler 44"
Re: Eyðslugrannur jeppi
Svo er þetta kannski líka spurning um hvað þú vilt geta gert á bílnum. Þú munt alltaf geta leikið þér meira á 33" Jimny heldur en 33" Trooper!
-
- Innlegg: 374
- Skráður: 19.sep 2011, 20:14
- Fullt nafn: Hrannar Sigfússon
- Bíltegund: Musso Sport 37''
- Staðsetning: Hveragerði
Re: Eyðslugrannur jeppi
Allt spurning hvað þú vilt gera, ég byrjaði á 1600 sidekick orginal hækkaði hann síðan á 31'' og ferðaðist helling á honum, get ekki sagt það að hann hafi verið manna fljótastur upp brekkurnar eða þegar kári bles aðeins þá fór maður nú ekki hratt yfir en hann eyddi ekki helling né var hann dýr í rekstri
Er maður nú búinn að lesa marga þræðina um blessuðu súkkurnar
Rocky er líka eitthvað til að skoða ef þeir finnast enþá, trooper er kannski stærri en þú hefur í huga en ekkert vitlausari en margt annað
allt spurning um nægjusemi og hvað þú ætlar þér.
Er maður nú búinn að lesa marga þræðina um blessuðu súkkurnar
Rocky er líka eitthvað til að skoða ef þeir finnast enþá, trooper er kannski stærri en þú hefur í huga en ekkert vitlausari en margt annað
allt spurning um nægjusemi og hvað þú ætlar þér.
Hranni Fúsa
Jeep Grand Cherokee WJ
Jeep Grand Cherokee WJ
Re: Eyðslugrannur jeppi
Óbreyttur beinskiptur Musso sem ekki er eitthvað bilaður fer með 10 lítra á hundraðið innanbæjar sem utan. Ég hef séð minn fara niður í 11 á fínmunstraðri 35" radial.
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur