Bella klár og kominn með skoðunn 11.01.16
Re: Bella 17.05.15
strakar,ekki eigið þið afturfjaðrir ur einhverjum bil handa mer undir kerruna mina? önnur fjöðrin brotnaði hja mer i gær.
guðni ertu alltaf a verkstæðinu,dreplangar að sja bellu með eigin augum.
kv.siggi
guðni ertu alltaf a verkstæðinu,dreplangar að sja bellu með eigin augum.
kv.siggi
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 3133
- Skráður: 07.feb 2010, 13:19
- Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson
Re: Bella 17.05.15
Sæll já ég er þar átta daga í viku og alltaf velkomin
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 3133
- Skráður: 07.feb 2010, 13:19
- Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson
Re: Bella 17.05.15
Sælir félagar Jæja fann ró á þurku öxulinn í skrúfu karinu.Ég á fullt kar af gömlum skrúfum róm og mutteringum og get baðað mig upp úr gömlum skrúfum og ryðolíu í karinu þegar ég orðin sótsvartur sem er ansi oft og þori ekki heim. Það er sko algjör lúxus að geta baðað sig í áhugamálinu. VÆRI GAMAN að setja þessi dekk undir BELLU EN HELD AÐ ÞAU SÉU OF STÍF ÉG NEFNILEGA 16" felgur klárar. viewtopic.php?f=30&t=30191
-
- Innlegg: 29
- Skráður: 03.feb 2010, 23:01
- Fullt nafn: Valdimar Aðalsteinsson
- Bíltegund: Bronco ´73
Re: Bella 17.05.15
Er hún Bella barasta dáin,
birtist þar kannski maður með ljáinn?
Svo nú ekkert í skúrnum nokkuð að gera,
sumarið verkin sundur að skera.
En lífgunar aðferð ég kann,
Og aðeins ég segi með sann.
Reyndu og reyndu eins og þú getur
rosi og bylur, senn kemur vetur.
birtist þar kannski maður með ljáinn?
Svo nú ekkert í skúrnum nokkuð að gera,
sumarið verkin sundur að skera.
En lífgunar aðferð ég kann,
Og aðeins ég segi með sann.
Reyndu og reyndu eins og þú getur
rosi og bylur, senn kemur vetur.
Ég verð ekki of gamall til að leika mér, ég verð gamall ef ég hætti að leika mér
Re: Bella 17.05.15
hvar er bella ? :(
Chevrolet Silverado Suburban 6.2 dísel 1982 á leið í uppgerð 35"og 36"
Gallopper intercoler durbo dísel 2,5 1997 32"og 33"
Gallopper intercoler durbo dísel 2,5 1997 32"og 33"
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 3133
- Skráður: 07.feb 2010, 13:19
- Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson
Re: Bella 17.05.15
Sælir félagar karlinn fékk vinnu sem hafnarvörður og vigtari í sumar svo eitthvað verður stoppað við og safnað dóti og aur til að halda áfram. Er að safna fyrir 44" dic cepek létt málmsfelgum og milli gír í hilux svo ef einhver er að selja þessa hluti endilega hafið samband kveðja guðni
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 3133
- Skráður: 07.feb 2010, 13:19
- Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson
Re: Bella 17.05.15
Sælir jæja ég gafst upp á því að mixa saman spennustilli orginal og altenator orginal úr toyota 2,4 disel. Var bent á að finna mér altenator úr Terrano disel með vagum dælu aftan á og slöngurnar líka fyrir smurinn.Banjó boltinn á Toyota passar ekki í Terrano altenatorinn. Terrano altenatorinn er með innbygðum spennustilli og þarf aðeins að tengja sviss vír hleðslulós vír og sveran vír á rafgeymi.
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 3133
- Skráður: 07.feb 2010, 13:19
- Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson
Re: Bella 17.05.15
Sælir jæja ég gafst upp á því að mixa saman spennustilli orginal og altenator orginal úr toyota 2,4 disel. Var bent á að finna mér altenator úr Terrano disel með vagum dælu aftan á og slöngurnar líka fyrir smurinn.Banjó boltinn á Toyota passar ekki í Terrano altenatorinn. Terrano altenatorinn er með innbygðum spennustilli og þarf aðeins að tengja sviss vír hleðslulós vír og sveran vír á rafgeymi.Myndin af nýja altenatornum er af Terrano altenator og hinn er gamli Toyota. Er einhver sem á Terrano disel altenator með dælunni og slöngunum kveðja guðni
- Viðhengi
-
- IMG_2424.JPG (125.97 KiB) Viewed 8514 times
-
- IMG_2422.JPG (141.71 KiB) Viewed 8514 times
-
- IMG_2423.JPG (122.98 KiB) Viewed 8514 times
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 3133
- Skráður: 07.feb 2010, 13:19
- Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson
Re: Bella BLÁSIN á verki ekki hætt
Brjotur wrote:Guðni hérna er pakkinn :) Til sölu 5.0L 302 mótor, C4 skipting, millistikki og hilux millikassi með patrol handbremsu.
Það er mikið búið að eyða í þennan mótor
Það er nýr edelbrock blöndungur 500cfm thunder series ( á að þola halla betur)
Nýr knastás. Þetta er trukka ás, semsagt togar betur en original ( á að henta fyrir turbo wink emoticon. )
Nýjar undirlyftur.
Nýr tímagír og keðja (ekki plast gír)
Heddin eru nýplönuð og nýjar pakkningar .(hreinsaði líka göngin í heddunum)
Nýjar ventlafóðringar.
Nýjar pústgreina pakkningar.
Nýtt/notað 4ra hólfa millihedd (glerblásið) Edelbrock performer
Nýjar milliheddspakkningar
Nýjir kertaþræðir (ford racing)
Ný Bensíndæla
Startari nýlega yfirfarinn
Alternator og stýrisdæla fylgir líka.
Msd háspennukefli
Eina sem ég veit um kjallaran er að blokkin er 73mdl.
Allt þetta er ekið innan við 3000km.
Aftan á vélini er svo C4 skipting
Þegar ég kaupi hana var mér sagt að hún væri ný yfirfarinn.
Hún allavega virkar fínt og kominn hitanemi í pönnuna.
Aftan í hana kemur svo millistikki frá Advance Adapters.com
Steipt úr áli.
Aftan í það kemur svo hilux millikassi sem er búið græja með handbremsu úr patrol
2H-N-4H-4L
Mjög létt að skipta honum.
Svo á ég til aukamótor sem kemur úr econoline 87-8árg á að vera gangfær.
Sá er alveg original ekinn uþb. 160þkm.
Svo á ég líka aðra C4 skiptingu sem þarfnast uppgerðar.
Mótorinn er en í bíl og hægt að heyra í og prufa hann.
Óska eftir Tilboði í allan pakkann í es eða S:869-1869
Sæll er millikassinn en til kveðja guðni á sigló
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 3133
- Skráður: 07.feb 2010, 13:19
- Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson
Re: Bella 12.08.15
Sælir félagar fékk loksins altenator með innbygðum spennustilli og vacumdælu sem passar algjörlega í 2,4 disel toyota sem er í Bellu minni. Fékk hann hjá Rafstillingu og í leiðinni upplýsingar um hvernig ætti að tengja hann. Mikið lof á Rafstillingu.Svo nú er þetta komið í lag. Keypti mér milligír í Bellu og verður það næsta verkefni að koma honum í. Þar sem þetta er allt orginal þá þarf ég að lengja framskaftið og stytta afturskaftið. Spurning hvort einhver eigi skaft eða sköft úr milligírs bíl til sölu
- Viðhengi
-
- DSC01172.JPG (1.41 MiB) Viewed 8171 time
-
- DSC01169.JPG (1.36 MiB) Viewed 8171 time
-
- Innlegg: 1273
- Skráður: 15.okt 2013, 19:45
- Fullt nafn: Elías Róbertsson
- Bíltegund: F350 38,5"
- Staðsetning: Ólafsvík
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 3133
- Skráður: 07.feb 2010, 13:19
- Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson
Re: Bella uppfærð og verk hafið að nýju
Jæja þá er maður byrjaður á Bellu aftur og nú verður hún kláruð fyrir jól og er ég að hugsa um að koma konunni minni á óvart og gefa henni Bellu gellu í jólagjöf. Ekki segja henni frá því . Setti flotta stóla í hana í dag og verð ég með dagbók um verkið þar til hann klárast
- Viðhengi
-
- DSC01322.JPG (1.34 MiB) Viewed 7889 times
-
- DSC01321.JPG (1.33 MiB) Viewed 7889 times
-
- DSC01320.JPG (1.29 MiB) Viewed 7889 times
-
- Stjórnandi
- Innlegg: 1069
- Skráður: 30.jan 2010, 23:08
- Fullt nafn: Gísli Sverrisson
- Bíltegund: Ford Transit
- Staðsetning: Mosó
- Hafa samband:
Re: Bella uppfærð og verk hafið að nýju
Líst vel á þetta Guðni. Er hægt að loka hurðum með svona stóla?
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 3133
- Skráður: 07.feb 2010, 13:19
- Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson
Re: Bella uppfærð og verk hafið að nýju
sjálfsögðu gísli búinn að setja stóla í sukku í nokkur skifti he he
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 3133
- Skráður: 07.feb 2010, 13:19
- Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson
Re: Bella uppfærð og verk hafið að nýju
Sælir félagar þá er BELLA kominn á 44" Dic cepeck og 19" breiðar felgur með 9. cm í backspeis. Ansi breið og lág eins og ég stefndi að í upphafi. Bíll með lágan þyngdarpunkt og breiður.Erum að setja upp eldhúsinnréttingu í Himnaríki þessa helgina og stutt í að hægt verði að elda lambabóg í hægri eldun í 24 tíma á 65 gráðum og borða hann svo með skeið nammi namm.
- Viðhengi
-
- DSC01331.JPG (1.36 MiB) Viewed 7682 times
-
- DSC01330.JPG (1.34 MiB) Viewed 7682 times
-
- DSC01329.JPG (1.32 MiB) Viewed 7682 times
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 3133
- Skráður: 07.feb 2010, 13:19
- Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson
Re: Bella uppfærð 03.12.15
Sælir félagar alltaf verið að eyða peningum í vitleysu. Fjárfesti í nýjum bremsudiskum hjólalegum og bremsudælum,klossum og hraðamælasnúru í Bellu og er þetta komið í.
- Viðhengi
-
- DSC01366.JPG (1.35 MiB) Viewed 7476 times
-
- DSC01365.JPG (1.31 MiB) Viewed 7476 times
-
- DSC01364.JPG (1.39 MiB) Viewed 7476 times
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 3133
- Skráður: 07.feb 2010, 13:19
- Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson
Re: Bella uppfærð 01.01 16
Sælir þá er Bella komin á númer og byrjað að prufa. Líka er ég að skera dekk bæði 38" og 44" dekk.Er með 38" Mudder og er ég með 1 pund í framdekkunum á myndinni
- Viðhengi
-
- DSC01396.JPG (1.35 MiB) Viewed 7274 times
-
- DSC01395.JPG (1.35 MiB) Viewed 7274 times
-
- DSC01394.JPG (1.32 MiB) Viewed 7274 times
-
- DSC01393.JPG (1.31 MiB) Viewed 7274 times
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 3133
- Skráður: 07.feb 2010, 13:19
- Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson
Re: Bella uppfærð 01.01 16
Hér er videó af Bellu
https://www.youtube.com/watch?v=SY0gJdXfwnk
Mjög djúpt þarna 2 metrar frost um 10 stig og ekkert flot og snjórinn mjög þurr og leiðinlegur ekki hægt að þjappa hann. Ekki hægt að ganga í þessu sökk upp að eyrum og sat á báðum kúlunum og kól á pungnum. Svo eitthvað flýtur Bella. Þetta er ekki færið hennar það er nokkuð víst.Vantaði meiri þéttleika í snjóinn. Virðist ekki festast þó staðið sé á fullu og hún látin spóla endalaust. Bara grefur sig áfram eða afturábak. Fór í að skera 44" dekin efrir prufutúrinn var með 0 pund í þeim eða opna kranana og þurfti nauðsynlega að mýkja þau tel mig hafa gert það með þessum skurði sjá myndir.
https://www.youtube.com/watch?v=SY0gJdXfwnk
Mjög djúpt þarna 2 metrar frost um 10 stig og ekkert flot og snjórinn mjög þurr og leiðinlegur ekki hægt að þjappa hann. Ekki hægt að ganga í þessu sökk upp að eyrum og sat á báðum kúlunum og kól á pungnum. Svo eitthvað flýtur Bella. Þetta er ekki færið hennar það er nokkuð víst.Vantaði meiri þéttleika í snjóinn. Virðist ekki festast þó staðið sé á fullu og hún látin spóla endalaust. Bara grefur sig áfram eða afturábak. Fór í að skera 44" dekin efrir prufutúrinn var með 0 pund í þeim eða opna kranana og þurfti nauðsynlega að mýkja þau tel mig hafa gert það með þessum skurði sjá myndir.
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 3133
- Skráður: 07.feb 2010, 13:19
- Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson
Re: Bella uppfærð 01.01 16
SÆll Svenni hnífurinn er góður enda búið að skera fjölda dekka eða 6 stikki í röð með mikklum skurði og nota aðeins tvö blöð en ónýtahendinn er alveg búinn og svaf ég ekki í nótt vegna verkja í olboga og öxl.En það er gott að finna til því það er merki um að maður sé lifandi.
En þetta verður síðasta færslan með Bellu búið er að skoða þenna þrá eða fletta honum 38.500 skipti sem er bara nokkuð gott.Hulkinn var skoðaður 208.000 sem er enn betra. Ég sé og finn að ekki er lengur áhugi enda þetta orðið langt og bíllinn tilbúinn og fer í skoðunn þann 11.01.16 takk fyrir félagar að fylgja mér í gegnum þenna smíðaferli. Vonandi hafa einhverjir haft gaman af að fylgjast með smíðinni á þessu drasli.Þetta er algjörlega grænn bíll unninn úr dóti sem aðrir eru hættir að nota eða átti að henda og búið var að henda. kveðja guðni á sigló
En þetta verður síðasta færslan með Bellu búið er að skoða þenna þrá eða fletta honum 38.500 skipti sem er bara nokkuð gott.Hulkinn var skoðaður 208.000 sem er enn betra. Ég sé og finn að ekki er lengur áhugi enda þetta orðið langt og bíllinn tilbúinn og fer í skoðunn þann 11.01.16 takk fyrir félagar að fylgja mér í gegnum þenna smíðaferli. Vonandi hafa einhverjir haft gaman af að fylgjast með smíðinni á þessu drasli.Þetta er algjörlega grænn bíll unninn úr dóti sem aðrir eru hættir að nota eða átti að henda og búið var að henda. kveðja guðni á sigló
-
- Póststjóri
- Innlegg: 2809
- Skráður: 06.feb 2010, 10:43
- Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
- Bíltegund: Patrol
- Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf
Re: Bella uppfærð 01.01 16
Ekkert svona Guðni, maður fylgist spenntur með þó maður sé ekki alltaf að commenta.
http://www.jeppafelgur.is/
Re: Bella uppfærð 01.01 16
Hulk þráðurinn var náttúrulega tímamótaverkefni og ekkert hægt að bera við hann.
Bellu þráðinn skoða ég alltaf þegar eitthvað nýtt dettur inn.
Flott konsept með báða þessa bíla, og ennþá flottara að skrá þetta á svona skemmtilegan hátt.
Kær kveðja úr hitanum hérna í Orlando.
Grímur
Bellu þráðinn skoða ég alltaf þegar eitthvað nýtt dettur inn.
Flott konsept með báða þessa bíla, og ennþá flottara að skrá þetta á svona skemmtilegan hátt.
Kær kveðja úr hitanum hérna í Orlando.
Grímur
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 3133
- Skráður: 07.feb 2010, 13:19
- Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson
Re: Bella uppfærð 01.01 16
Sæll Grímur og gleðilegt árið. Takk fyrir svarið.Eins og ég skrifa þá er þessi bíll klár og ég set kanski inn eitthvað um hann síðar svo sem hvort hann virkar í snjó og ef honum verður breitt meira. En ég sel hann líklega einhverjum sem hefur gaman af svona blendingi og finn mér annað verkefni.Er enn að hugsa um hvað ég eigi að bralla saman næst tillögur vel þegnar. kveðja úr Himnaríki guðni
-
- Innlegg: 971
- Skráður: 26.maí 2012, 10:42
- Fullt nafn: Gunnar Þórólfsson
- Bíltegund: Daihatsu feroza
- Staðsetning: Akureyri
Re: Bella uppfærð 01.01 16
Ég á handa þér verkefni guðni :)
head over to IKEA and assemble a sense of humor
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 3133
- Skráður: 07.feb 2010, 13:19
- Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson
Re: Bella uppfærð 01.01 16
Sæll Gunnar minn og gleðilegt árið vinur. Lát heyra
-
- Innlegg: 971
- Skráður: 26.maí 2012, 10:42
- Fullt nafn: Gunnar Þórólfsson
- Bíltegund: Daihatsu feroza
- Staðsetning: Akureyri
Re: Bella uppfærð 01.01 16
Gleðilegt árip sömuleiðis, ég hringi í þig í dag og ber undir þig verk sem mig langar að sjá klárast en á hvorki tíma né pening í það :)
Og til hamingju með vellu, það var gaman að skoða update um hana :)
Og til hamingju með vellu, það var gaman að skoða update um hana :)
head over to IKEA and assemble a sense of humor
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 3133
- Skráður: 07.feb 2010, 13:19
- Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson
Re: Bella klár og kominn með skoðunn 11.01.16
Sælir félagar fór með Bellu í skoðunn kl.10.00 í morgun þann 11.01.2016.Fékk athugasemdalausa skoðun í fyrstu tilraun og er ég sáttur.Þetta er búin að vera ansi mikil vinna í 1,5 ár á hverjum degi svo til. Hún var skráð sem Toyota Dobulcab disel 1990 model og sér skoðuð sem slíkur bíll og vigtar með fullan tank af olíu og einhverju smá dóti 1480 kg, Bella er á þungum stálfelgum undan Patrol.
Grindinn ræður skráningu eins og menn vita hér á spjallinu. Bella ber númerið MS-512 .
Það sem ég get sagt um bílinn eftir að hafa ekið honum í fyrsta skipti í um 40 km í morgun á vegi eða til Ólafsfjarðar í skoðun og aftur til baka í gegnum göngin að mestu þá keyrir hann mjög vel og allt virkar 100% engin jeppaveiki eða skjálfti í neinu og mjög rásfastur á 38" Muddernum. Finnst hann vera of hátt gíraður eða kraftlaus meða þessa orginal 2,4 turbó vél sem er nú þekkt fyrir afleysi. En hún er seig og í góðu lagi.
Ég gat ekki notað 5 gír að neinu viti þegar hallaði á fótinn og hámrakshraði í göngumum er víst 70 km.Það er víst víst orginal við þessar vélar að þær eru frekar kraftlitlar en vélin er 1985 model.
Hann er á 4:88 drifum, en ef ég á hann áfram mun ég setja 5:70 drif í hann. Þar með er þessu smíðaverkefni lokið. Því kveð ég ykkur formlega í bili og takk fyrir samfylgdina félagar þar til ég byrja á næsta verkefni. kveðja Guðni á Sigló
Grindinn ræður skráningu eins og menn vita hér á spjallinu. Bella ber númerið MS-512 .
Það sem ég get sagt um bílinn eftir að hafa ekið honum í fyrsta skipti í um 40 km í morgun á vegi eða til Ólafsfjarðar í skoðun og aftur til baka í gegnum göngin að mestu þá keyrir hann mjög vel og allt virkar 100% engin jeppaveiki eða skjálfti í neinu og mjög rásfastur á 38" Muddernum. Finnst hann vera of hátt gíraður eða kraftlaus meða þessa orginal 2,4 turbó vél sem er nú þekkt fyrir afleysi. En hún er seig og í góðu lagi.
Ég gat ekki notað 5 gír að neinu viti þegar hallaði á fótinn og hámrakshraði í göngumum er víst 70 km.Það er víst víst orginal við þessar vélar að þær eru frekar kraftlitlar en vélin er 1985 model.
Hann er á 4:88 drifum, en ef ég á hann áfram mun ég setja 5:70 drif í hann. Þar með er þessu smíðaverkefni lokið. Því kveð ég ykkur formlega í bili og takk fyrir samfylgdina félagar þar til ég byrja á næsta verkefni. kveðja Guðni á Sigló
-
- Innlegg: 141
- Skráður: 01.feb 2010, 05:01
- Fullt nafn: Jóhann Þröstur Þórisson
- Staðsetning: Grindavík
Re: Bella klár og kominn með skoðunn 11.01.16
Sæll Guðni og til hamingju með smíðalokin þetta er skemmtilegt verkefni og verður gaman að fylgjast með henni í ferðum hvernig drifgetan verður.
Bestu kveðjur úr Grindavík.
Bestu kveðjur úr Grindavík.
Kv Jóhann Þ
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 3133
- Skráður: 07.feb 2010, 13:19
- Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson
Re: Bella klár og kominn með skoðunn 11.01.16
Sæll Jóhann á eftir að prufa hana. Er að fara í að þrífa kvikyndið og svo ætla ég að prufa hana á fjórum dekkastærðum. 35"Wild Contry 16x 35 og 36"Dic Cepeck á 12"x 15 breiðum léttmálmsfelgum slitinn dekk og 38" Mudder skorinn í spað á 12" stáfelgum frekar þungum og 44"Dic Cepek á 17" breiðum stálfelgum mikið skorinn eða með rússa munstrinu mínu.
- Viðhengi
-
- Bella er Fallega ljót eins og ég en samt fíngerðari
- framan sk-17.JPG (1.31 MiB) Viewed 6660 times
-
- því líkur afturendi USS.JPG (1.24 MiB) Viewed 6661 time
-
- DSC01402.JPG (1.36 MiB) Viewed 6661 time
-
- DSC01401.JPG (1.3 MiB) Viewed 6661 time
-
- DSC01400.JPG (1.15 MiB) Viewed 6661 time
-
- Stjórnandi
- Innlegg: 1397
- Skráður: 30.jan 2010, 22:43
- Fullt nafn: Árni Björnsson
- Bíltegund: Land Rover
- Staðsetning: Akureyri
- Hafa samband:
Re: Bella klár og kominn með skoðunn 11.01.16
Helvíti flottur, takk fyrir þráðinn og við bíðum öll spennt eftir næsta verkefni.
Land Rover Defender 130 38"
-
- Innlegg: 147
- Skráður: 02.feb 2010, 17:24
- Fullt nafn: Jakob Bergvin Bjarnason
- Bíltegund: Cherokee ZJ
Re: Bella klár og kominn með skoðunn 11.01.16
Það hefur verið skemmtilegt að fylgjast með þessu verkefni og einnig verður gaman að heyra hvernig drifgetan reynist! Það er svosem ekki við öðru að búast en hún verði nokkuð mikil.
Ég hlakka bara til að sjá hvað þú tekur þér næst fyrir hendur! :)
Ég hlakka bara til að sjá hvað þú tekur þér næst fyrir hendur! :)
Suzuki Vitara '97 32"
Jeep Grand Cherokee '95 38"
Jeep Grand Cherokee '95 38"
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 3133
- Skráður: 07.feb 2010, 13:19
- Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson
Re: Bella klár og kominn með skoðunn 11.01.16
SÆll Jakob Bella seldist um leið og ég var búinn að láta skoða hana og fer í góðar hendur veit ég. Vonandi fáum við að vita hvernig hún kemur út.Verst að ég gat ekki tilkeyrt hana og klárað barnasjúkdómana ef þeir skyldu ver einhverjir en sá sem keypti tók hana eins og hún er gg hann kann til verka og ég bað um forkaupsrétt að venju átti síðustu Sukku 5 sinnum og gæti vel hugsa mér að ná henni aftur þetta eru bara drifbestu bílar sem ég hef átt þessir löngu og léttu bílar sem eru undir 1500kg og 285cm á milli hjóla.
-
- Innlegg: 971
- Skráður: 26.maí 2012, 10:42
- Fullt nafn: Gunnar Þórólfsson
- Bíltegund: Daihatsu feroza
- Staðsetning: Akureyri
Re: Bella klár og kominn með skoðunn 11.01.16
Hver keipti þessa?
head over to IKEA and assemble a sense of humor
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 3133
- Skráður: 07.feb 2010, 13:19
- Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson
Re: Bella klár og kominn með skoðunn 11.01.16
ingi heitir hann
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 3133
- Skráður: 07.feb 2010, 13:19
- Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson
Re: Bella klár og kominn með skoðunn 11.01.16
Sælir félagar Bell fór í gær og er kominn til reykjavíkur gekk vel að sögn eigandans og ætlar hann að halda áfram með verkið og gera hana enn betri.Hann ætlar að stofna þráð um Bellu og gefa skýrslu um hitt og þetta.kveðja guðni fyrirverandi bellumaður
Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 0 gestir