4link vs A stífur

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.

Höfundur þráðar
redneck
Innlegg: 43
Skráður: 18.sep 2011, 00:35
Fullt nafn: Sindri Freyr Pálson

4link vs A stífur

Postfrá redneck » 10.jan 2016, 00:34

Góđan daginn, ég var ađ spá hvort einhverir geti sagt mér reynslusögur af 4link og A stífum, kosti og galla, var hugsađ undir pickup sem yrđi á 38" á veturnar og 35" á sumrin




grimur
Innlegg: 891
Skráður: 14.mar 2010, 01:02
Fullt nafn: Grímur Jónsson

Re: 4link vs A stífur

Postfrá grimur » 10.jan 2016, 02:30

Helsti galli A stífu er hvað hún tekur upp mikið pláss sem annars má nýta fyrir tanka í mörgum bílum. Sumir halda því fram að bílar verði svagir með A stífu, það er bæði kostur og galli ef satt er. Teygjan verður jafnan fín og óþvinguð með A stífu.
Það sem mér finnst best við A stífuna er að bíllinn er ekki að aula sér til hliðanna að aftan í miklum dýfum, finnst þverstífurnar alltaf vera að rykkja afturendanum til, en það er líka mikið háð lengd og halla.
Þverstífa með 3 langsum stífum er mitt uppáhald þrátt fyrir þetta. Þá er bara ein efri stífa, oftast sett á miðja hásingu beint fyrir ofan drifskaft. Þetta hentar vel uppá að koma dempurum og gormum/púðum fyrir, hægt að hafa allar stífur langar og tankapláss er ekki skert.

Allt er þetta ágætt ef vel er vandað til við hönnun og smíði, en mismunandi hvað hentar hverjum bíl uppá pláss, form á grind, dót sem þarf að færa eða ekki færa og þannig.

Til að svara þessu skynsamlega þarf kannski aðeins nákvæmari upplýsingar um bílinn.

Kv
G


Höfundur þráðar
redneck
Innlegg: 43
Skráður: 18.sep 2011, 00:35
Fullt nafn: Sindri Freyr Pálson

Re: 4link vs A stífur

Postfrá redneck » 12.jan 2016, 00:08

Sæll og takk fyrir viskuna :) bíllinn sem um ræđir er nissan king cab 1991, er soldiđ labgtímaverkefni, var orginal V6 en verđur međ 2.7 TDI, planiđ var ađ finna framm og afturhásingu undan patrol og breyta fyrir 38" alla vegana


grimur
Innlegg: 891
Skráður: 14.mar 2010, 01:02
Fullt nafn: Grímur Jónsson

Re: 4link vs A stífur

Postfrá grimur » 12.jan 2016, 03:04

Í þessu tilfelli myndi ég skoða vandlega að taka bara stífubingóið úr Pattanum eins og það leggur sig og smíða það undir þennan bíl.
Ef þú finnur nothæfa grind úr þeim sama Patrol eða eins, þá er upplagt að ná sér í þverbita, gormavasa, stífuvasa og þanniglagað til að færa yfir.
Þetta er auðvitað svolítið háð því að grindurnar séu ekki mjög mis breiðar, en það má færa ýmislegt til og græja.
Að gera þetta svona hljómar kannski hálf hallærislega, en mig grunar að vinnan við þessa nálgun sé ekki svo svakaleg og þetta geti komið ansi vel út, ef vel er vandað til má ímynda sér að þetta geti litið út eins og það hafi komið svona frá verksmiðjunni.
Pattinn er alls ekki illa heppnaður að aftan original, ég hef ekki heyrt um að aftur búnaðurinn í þeim sé neitt slakur eða til vandræða.

kv
G


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur