Bella í veiðiferð


Höfundur þráðar
sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Bella í veiðiferð

Postfrá sukkaturbo » 07.jan 2016, 21:17

Jamm ég á sögu frá því við Þór ferðavinur í den frá 81 til 86 vorum hálf dauðir úr hungri að hausti til í einni af mörgum slarkferðum sem við fórum á Sukku eða Bellu líki.

Allur matur var búinn og ekki erum við byssumenn svo við gátum ekki veitt okkur í matinn og vorum staddir einbíla við sunnan verðan Hofsjökul á svæði sem er erfitt yfirferðar og mikið um ár og læki.
Við vorum á gamalli Sukku sem einhvern veginn kom okkur alltaf á leiðarenda. Sukkan var með langri loftnetsstöng um 2 metrar og gömlu útvarpi sem virkaði bara í sunnan átt. Þar sem við sátum í litlu sukkunni sem var svo þröng og mjó að við sátum með andlitinn svo til kinn við kinn og þegar við snérum hausunum til að horfa á hvorn annan snertust á okkur nefbroddarnir og við urðum rangeygðir á að reyna að horfast í augu við hvorn annan .
Ég sagði við Þór nú erum við hommar. Hann hentist út úr bílnum og var ég lengi að fá hann til að koma inn í bílinn aftur og urðum við að hafa opna hliðargluggana til að liggja ekki utan í hvor öðrum og hafa handleggina úti. Enda báðir frekar stórgerðir og herðibreiðir og þá í den miðmjóir eins og sagt var um víkinga á víkaingaöld.
Uss því líkir kappar með hor í nös og banhungraðir og alveg ráðalausir.En allt í einu datt mér ráð í hug.
Lækirnir eru fullir af silung og maður sá þá stökkva upp í loftið og brosa framan í mann.Veiðum silung sagði ég. Þór horfði á mig og hristi hausinn. Við erum ekki með neinar veiðigræjur. Hey sagði ég farðu úr síðbrókinni og lánaðu mér hana. Þór gapti á mig og spurði afhverju. Ég sagði úr brókinn karl og ekkert múður.
Þór rauk út úr Súkkunni fór á bakvið stóran stein og koma með þessa fínu ullarbrók með löngum skálmum og alles til baka.
Ég tók loftnetið af bílnum þræddið það í gegnum brókarhaldið þar sem teygjan er og bjó til stórt og mikið op á brókina. Síðan batt ég fyrir skálmarnar og setti dráttartógið í opið og rétti Þór annan endan og ég hélt í hinn endan og svo gengum við eftir sitthvorum bakkanum og trolluðum á móti straumnum eins og togari á veiðum. Fljótlega fengum við nokkra fiska í brókina og festust þeir í skálmunum. Brókinni kippt á land og silungurinn tekinn og græjaður í álpappír með berjum og lyngi og settur á pústgreinina og ekið af stað. Eftir klukku tíma akstur var silungurinn tekinn af greininn og við átum hann með bestu list. Síðan var haldið heim eftir langa og skemmtilega ferð. Þess skal getið að við fengum okkur sitthvorn bílinn og af stærri gerðinni eftir þessa ferð. kveðja Guðni gamli




grimur
Innlegg: 891
Skráður: 14.mar 2010, 01:02
Fullt nafn: Grímur Jónsson

Re: Bella í veiðiferð

Postfrá grimur » 10.jan 2016, 00:17

Ef eg vissi ekki að Guðni skreytir aldrei sögurnar myndi ég halda því fram að þetta væri bara lygasaga...


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur