Sælir spjallverjar.
Er í smá vandræðum með frúarbílinn, sem er terrano II disel 2002.
Bíllinn virðist starta eðlilega til að byrja með, en svo er eins og að það komi rof á stýrisstrauminn, en samt ekki.
Með öðrum orðum, startarinn heldur áfram að snúast en bendensinn fer til baka.
Er að spá í það, hvort að þetta sé spólurofinn sjálfur á startaranum. Eða hvort að þetta sé svissbotninn eða eitthvert start relay.
Stundum er þetta í lagi og stundum þarf að starta nokkrum sinnum. Hélt fyrst að þetta væri sambandsleysi á startara, en er búinn að hreinsa plöggin þar og á geymum. En vandamálið er enn til staðar. Er að spá í að skifta um spóluna á startaranum, en ef að það hefur einhver lent í samskonar dæmi, þá væri vel þegið að fá að vita orsökina. Grunar einna helst að segulmögnunin sé eitthvað lasin, eða kannski drulla í spólunni, sem er að trufla. Það er eins og spólurofinn haldi ekki út allt startið.
Start vesen á terrano.
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 1273
- Skráður: 15.okt 2013, 19:45
- Fullt nafn: Elías Róbertsson
- Bíltegund: F350 38,5"
- Staðsetning: Ólafsvík
Re: Start vesen á terrano.
Reyndu að redda þér notuðum startara í láni. Auðvelt að skipta um og gott að byrja á að útiloka það.
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur