föstudaginn 8.1. héldum við nokkrir félagar á fjöll, upp í hrauneyjar eyddi Ford Explússóinn minn 32 lítrum, þá var mjög mikill mótvindur og hafði það áhrif á gíraval og ferðahraða, ekið var undir fullu álagi, þess má minnast að á sömu ferð í fyrra, að vísu í ekki ósvipuðum mótvindi eyddi V6 vélin í þessum bíl tæpum 50 lítrum á leið úr rvk til hrauneyja, 150 km leið
Færið inn Siguölduleið var með besta móti, hægt hefði verið að aka þarna á fólksbíl nokkuð áfallalaust eftir tvær frostanætur, vorum við með nokkrum stoppum c.a. 2 tíma inn i Landmannalaugar, hefðum sennilega getað komist inneftir á 40 mínútum ef ekið hefði verið í einum rykk.


Fyrsti hópurinn, minn Expússó, Suzuki Fox 38" með toyota pickup diesel krami, 44" disel hilux doublextracab, tveir 38" hilux og patról y60 á 38"

Stærsti munurinn við að ferðast ekki lengur á 3 dyra súkku er að nú kemst grillið í skottið!

Síðar um kvöldið bættust nokkrir bílar í hópinn, faðir minn á 38" landcruiser, frændi á tacoma 41, tacoma á 38, og tvær súkkur
nú hætti ég að telja upp bíla og breytingar þeirra því fjöldinn varð svo mikill á laugardeginum, 27 bílar
Á laugardeginum lékum við okkur eitthvað, ókum inn að dómadalshálsi og einn okkar spilaði sig upp með snjóankeri, svona til að liðka græjurnar og sína mátt sinn, og gera eitthvað úr þessari malbiks ferð

þarna bættust einhverjir 15 bílar við hópinn, og þekki ég þá ekki alla, en við fórum þarna að taka á móti súkku genginum sem hefur undanfarin ár komið inneftir á laugardegi



Hér náðust flestir bílarnir á mynd, ekki allir

Stærstu dekkin og minnstu dekkin, og þess má til gamans geta að ferðahraðinn var ekkert ósvipaður!

Þéttsetið bílaplan við Landmannalaugar, líkt og í annari viku júlímánaðar....

Veðrið seinnipart og kvöld laugardags var alveg frábært, töluvert bætti í frost, -12c

Sunnudagsmorgunn var ansi mikið kaldur, mælir sýndi -19 kl 0900, þá var forvitnin gripin því ég hafði aldrei kaldræst vélina í svo miklu frosti, en það gekk eins og í sögu
Töluverðan tíma tók að losa alla bíla sem frosið höfðu í bremsum en það hafðist þó allt, einna verst var að óbreytti foxinn var frosinn í handbremsu og er slíkur bíll með drifskaft handbremsu, en okkur tókst að þýða hana með gaslampa og þá mátti draga hann í gang, startari var þreyttur


við feðgar við Bjallarvað, þá var tekin ákvörðun að aka vestur í Dómadal, um Dyngjudal, leið sem ég hefi aldrei farið áður, og sé ekki eftir, á leiðinni sáum við náttúrufyrirbrygðið Valagjá sem gerði lítið úr mannskepnunni, tókst okkur að aka ofan í gjánna og upplifa smæð okkar fyrir náttúru öflunum...

Það var um þetta leiti sem ég var raunverulega farinn að trúa því að þessi ferð myndi ganga án þess að nokkuð klikkaði, og þá gerðist það..!

Fyrr um daginn hafði dempari losnað úr festingu sinni, þetta olli því að í saklausu stökki losnaði gormur úr sæti sínu, vegna þess hve hálf kláraður þessi bíll vissulega er þá eru engir samsláttarpúðar að framan, og hjó hann því saman af þvílíkri hörku að þverstífan braut nippil af stýristjakknum, (it could be worse...), en þá var bara að aftengja tjakkinn og blinda slöngurnar í hann og bruna í bæinn, sem og var gert á c.a. 20 mínútum
Seinna kom í ljós að demparinn hafði verið sprungið, fyllst af vatni og frosið, sem olli því að hann braut sig lausann, þessu fann ég greinilega ekki fyrir enda ansi mikil fjöðrun bara í dekkjunum einum saman úrhleyptum

Á heimleiðinni voru litbrigði sólsetursins guðdómlegir, maður alveg dáleiddist og þurfti að halda einbeitingu við að horfa á veginn en ekki í sólsetrið, þetta var frábær endir á góðri helgarferð!

Rauða línan er sigölduleið á föstudegi, punktalínan stutta er laugardagur, og sú gula er sunnudagurinn

kominn heim í hlýjan skúr
í þessari ferð eyddi minn bíll 85 lítrum í það heila, það er sama og 38" díselbílarnir almennt voru að eyða, taka skal til greina að færi var öllu jafna mjög létt, og ég var ekki jafn mikið með leikaraskap í brekkum og sumir minni bílarnir, þessi ferð í fyrra í töluvert þyngra færi kostaði mig úr hrauneyjum, -laugar og í bæinn allt saman 240 lítra af bensíni, og þá kostaði bensínið 245kr en ég fékk díselinn fyrir þessa ferð á 166kr