Ég er með Grand Cherokee V8 2001 og miðstöðin hitnar ekki mikið og eins og veðrið er í dag þá er frekar kalt inn í honum.
Miðstöðin virðist virkar allavega ef maður stillir á kaldari blástur þá kemur hann. Bílinn hitnar og allt virðist vera í lagi. Það "á" að vera nýr vatnslás í honum.
Hefur einhver lent í þessu með þessa bíla?
Kv,
Þórir
Miðstöðvarvandamál í Grand Cherokee 2001
Re: Miðstöðvarvandamál í Grand Cherokee 2001
Að því gefnu að miðstöðin sé að virka og blása, og að það sé nógur frostlögur á kassanum hjá þér og ekki loft í slöngum þá gætir þú verið að kljást við bilaðar blöndunarlúgur, "blend doors".
Það er til hellingur af upplýsingum um þetta og það er hægt að framkalla villukóða á miðstöðinni til að sjá hvort þetta sé þitt vandamál (og reyndar væri mögulega hægt að sjá með þeim hætti hvort eitthvað annað er að hrjá þig).
Hér er það fyrsta sem kemur upp við gúggl, nokkuð ítarlegar uppýsingar um þetta.
http://www.jgcparts.com/JeepHeater.html ... AjfN8P8HAQ
Veit af þessu því þetta gerðist nákvæmlega svona hjá mér, fyrst blés köldu inn á gólfið farþegamegin og síðan ári seinna eða svo varð þetta alveg kalt.
Ekki búið að laga þetta hjá mér samt enn.
Það er til hellingur af upplýsingum um þetta og það er hægt að framkalla villukóða á miðstöðinni til að sjá hvort þetta sé þitt vandamál (og reyndar væri mögulega hægt að sjá með þeim hætti hvort eitthvað annað er að hrjá þig).
Hér er það fyrsta sem kemur upp við gúggl, nokkuð ítarlegar uppýsingar um þetta.
http://www.jgcparts.com/JeepHeater.html ... AjfN8P8HAQ
Veit af þessu því þetta gerðist nákvæmlega svona hjá mér, fyrst blés köldu inn á gólfið farþegamegin og síðan ári seinna eða svo varð þetta alveg kalt.
Ekki búið að laga þetta hjá mér samt enn.
Re: Miðstöðvarvandamál í Grand Cherokee 2001
Mér var sagt að menn eru hættir að rífa mælaborðið frá til að gera við þetta. Núna fara menn í gegnum hanskahólfið. Ef þú kaupir blöðkurnar í H Jónsson að þá fylgir mjög góður leiðarvísir með sem sýnir hvernig þú átt að skipta um þetta.
Guðlaugur Jónasson
Jeep Grand Cherokee 2005 5,7L Hemi 33" Jeep 1
Jeep Grand Cherokee 1998 5,7L Hemi 46" Jeep 2
Enda sagði presturinn, ef það eru bílar í Himnaríki þá eru það Jeep Grand Cherokee.
Jeep Grand Cherokee 2005 5,7L Hemi 33" Jeep 1
Jeep Grand Cherokee 1998 5,7L Hemi 46" Jeep 2
Enda sagði presturinn, ef það eru bílar í Himnaríki þá eru það Jeep Grand Cherokee.
Re: Miðstöðvarvandamál í Grand Cherokee 2001
Takk fyrir upplýsingarnar, það er aðeins búið að "bilanagreina", virðist hitna þegar hann er í kyrrstöðu en þegar farið er að keyra þá kólnar hann.
Spurning hvað þetta er.
Spurning hvað þetta er.
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur