Steinolía á 7,3 powerstroke?
Steinolía á 7,3 powerstroke?
Smá spurning til ykkar sérfræðinga, hvað má ég setja mikið af steinolíu á tankinn hjá mér 50% eða kannski 100%
Síðast breytt af uoa þann 27.nóv 2015, 07:17, breytt 2 sinnum samtals.
Re: Steinolía á 7,3 powerstroke?
100% og þú finnur engann mun.
Það eru öll vítamínin sem þig vantar í steinolíunni hérna.
Það eru öll vítamínin sem þig vantar í steinolíunni hérna.
Re: Steinolía á 7,3 powerstroke?
Keyrði minn á þessu þegar þetta var selt á dælu á eðlilegu verði =) ekkert vandamál.....
-
- Innlegg: 1273
- Skráður: 15.okt 2013, 19:45
- Fullt nafn: Elías Róbertsson
- Bíltegund: F350 38,5"
- Staðsetning: Ólafsvík
Re: Steinolía á 7,3 powerstroke?
Fer það á þrjóskunni
Re: Steinolía á 7,3 powerstroke?
Takk fyrir skjót og góð svör, mér er sem sagt óhætt að keyra á steinolíu óblandað það er fínt á einhvern slatta sem þarf að fara að brenna.
Re: Steinolía á 7,3 powerstroke?
Ef þetta er einhver lager sem þú ert ætlar að brenna upp þá er svosem óþarfi að keyra á þessu óblönduðu (lagerinn klárast hvort sem er). Mér fannst 50/50 blanda ágæt á 99 Terrano, hærra hlutfall af steinolíu dró úr krafti og hægagangurinn varð ójafn.
-
- Innlegg: 1273
- Skráður: 15.okt 2013, 19:45
- Fullt nafn: Elías Róbertsson
- Bíltegund: F350 38,5"
- Staðsetning: Ólafsvík
Re: Steinolía á 7,3 powerstroke?
Hef alltaf heyrt talað um 40/60 blöndu. 40% steinolía á móti 60% Dísel. Held að þetta hafi eitthvað með smureiginleikana að gera, til að hlífa dísum og svoleiðis.
Fer það á þrjóskunni
Re: Steinolía á 7,3 powerstroke?
Steinolía hefur ekki sömu smureiginleika og diesel. Þeir eru ekki mældir á sama hátt og því ósambærilegir að auki. Cetane tala steinolíu er að jafnan lægri líka en á diesel sem þýðir síðri bruni. Það er því viss áhætta að keyra á steinolíu, sama hver blandan er. Olíuverkið slitnar væntanlega hraðar með notkun hennar, hve hraðar er þó erfitt að segja.
-
- Innlegg: 650
- Skráður: 01.feb 2010, 21:44
- Fullt nafn: Hjörtur Már Gestsson
- Bíltegund: Grand Cruiser 4.0TDI
Re: Steinolía á 7,3 powerstroke?
Það má svo blanda tvígengisolíu útí steinolíuna til að fá smureiginleika, var að blanda 0,5-1% minnir mig af two stroke á móti steinolíu.
En þetta fer verr með vélina á því er lítill vafi, bara spurning hve mikið verr.
En þetta fer verr með vélina á því er lítill vafi, bara spurning hve mikið verr.
Dents are like tattoos but with better stories.
-
- Póststjóri
- Innlegg: 2809
- Skráður: 06.feb 2010, 10:43
- Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
- Bíltegund: Patrol
- Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf
Re: Steinolía á 7,3 powerstroke?
Diesel sem fæst á Íslandi er nú heldur ekki besti sopi sem fæst. Jens Líndal var einhverstaðar með skemmtilega mynd af þremur ílátum þar sem tekin var olía á 3 stöðum á landinu. Sitthvor liturinn var á öllum sýnum og mis mikið botnfall. Leit ekki vel út. Finn ekki myndina í fljótu bragði.
http://www.jeppafelgur.is/
Re: Steinolía á 7,3 powerstroke?
Það er nú eðlilegt að dísel sé mjög mismunandi á litinn og segir lítið um gæðin.
-
- Póststjóri
- Innlegg: 2809
- Skráður: 06.feb 2010, 10:43
- Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
- Bíltegund: Patrol
- Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf
Re: Steinolía á 7,3 powerstroke?
það segir sig nú sjálft að það á ekki að vera neitt botnfall. Olían á Íslandi er þó hvorki betri né verri en annars staðar í Evrópu.Eru sömu gæðastaðlar hér og þar.
Það má lesa um staðalinn t.d hér: https://en.m.wikipedia.org/wiki/EN_590
Það má lesa um staðalinn t.d hér: https://en.m.wikipedia.org/wiki/EN_590
Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur