..
Re: Elítan að fara á límingunum
Ég veit ekki hver ástæðan var að lokað væri á utanfélagsmenn en er á þeim buxunum að Ísland sé of lítið til að hægt verði að kljúfa jeppadellu hópinn. Því hlýtur það að vera allra hagur að menn vinni saman að þessu áhugamáli.
-
- Innlegg: 2098
- Skráður: 31.jan 2010, 22:59
- Fullt nafn: Stefán Stefánsson
- Bíltegund: Eitthvað blátt
- Staðsetning: Hafnarfjörður
Re: Elítan að fara á límingunum
Ég verð að taka undir með Haffa, nei takk. Öll þessi vandræði með utanfélagsmenn hjá f4x4 hættu kanski þegar að var lokað á aðra en félagsmenn en það er alveg á hreinu að þetta vesen rataði ekki inn á jeppaspjallið, var þá ekki vesenið bara bundið við f4x4 vefinn eða félagsmenn? Ég myndi persónulega ekki vilja hætta á það að detta í sama nöldurfarið og var þegar að f4x4 var eina síðan fyrir jeppamenn með því að sameina spjallborðin.
Hérna á jeppaspjallinu eru engir fjárhagslegir eða pólitískir hagsmunir að veði og lita ekki umræðuna með því að þurfa alltaf að fara eftir einhveri fyrirfram ákveðini stefnu og það sé ekki hópnum til góða að gera hitt og þetta, nema þá að um sé að ræða jeppamenn í heild sinni ekki útvalin hóp sem borgar fyrir það. Hérna verða menn að standa við stóru orðin og ég hef ekki séð betur en að menn geri það án þess að vera með skítkast, 99% málefnaleg umræða á mun hærra plani en var á f4x4 þegar ruglið var sem mest.
Ég hvet stjórnendur og eigendur síðunar til þess að halda núverandi fyrirkomulagi út í rauðan dauðan, betra að hafa 2 síður án skítkasts en 1 með öllu ruglinu.
Hérna á jeppaspjallinu eru engir fjárhagslegir eða pólitískir hagsmunir að veði og lita ekki umræðuna með því að þurfa alltaf að fara eftir einhveri fyrirfram ákveðini stefnu og það sé ekki hópnum til góða að gera hitt og þetta, nema þá að um sé að ræða jeppamenn í heild sinni ekki útvalin hóp sem borgar fyrir það. Hérna verða menn að standa við stóru orðin og ég hef ekki séð betur en að menn geri það án þess að vera með skítkast, 99% málefnaleg umræða á mun hærra plani en var á f4x4 þegar ruglið var sem mest.
Ég hvet stjórnendur og eigendur síðunar til þess að halda núverandi fyrirkomulagi út í rauðan dauðan, betra að hafa 2 síður án skítkasts en 1 með öllu ruglinu.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
-
- Innlegg: 127
- Skráður: 01.feb 2010, 23:03
- Fullt nafn: Sigurgeir Valgeirsson
- Bíltegund: Trooper 35"
Re: Elítan að fara á límingunum
Sammála Stebba og Haffa, hef nú ekki skrifað mikið hér en skoða mjög mikið og það er ótrúlegt hvað allt fer vel framm hér málefnalega og almenn kurteisi hjá flestum, ef ekki bara öllum. Sem er nú ekki hátturinn á flestum öðrum spjallborðum.
Re: Elítan að fara á límingunum
Mikið er ég sammála Stebba,Haffa,og Geira bara að halda þessu striki, og vandræðin eru á f4x4 að gömlu yfirráðaseggirnir vilja öllu ráða og þola ekki að láta svara sér, enda fór maður að sjá fullt af skrifurum eftir að síðunni var lokað á utanfélagsmenn sem höfðu greinilega ekki þorað að skrifa af ótta við að fá svör sem þeir réðu ekki við :)
Og Offari, það er fullt af jeppaklúbbum á Íslandi sem eru með heimasíður en ekki bara þessar tvær eins og þú virðist halda
Kveðja Helgi
Og Offari, það er fullt af jeppaklúbbum á Íslandi sem eru með heimasíður en ekki bara þessar tvær eins og þú virðist halda
Kveðja Helgi
-
- Innlegg: 205
- Skráður: 31.jan 2010, 23:00
- Fullt nafn: Víðir L Hjartarson
- Bíltegund: Y60 Patrol 38"
- Staðsetning: Húsavík
- Hafa samband:
Re: Elítan að fara á límingunum
Ekki séns að maður haldi áfram hér já eða á einhverju sameiginlegu spjalli með moðhausunum í Ferðaklúbbnum 4x4,,,,,,Gott að lofa þeim bara vera áfram í sínu horni þar sem þeir geta áfram verið sínir kóngar
-
- Póststjóri
- Innlegg: 2809
- Skráður: 06.feb 2010, 10:43
- Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
- Bíltegund: Patrol
- Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf
Re: Elítan að fara á límingunum
gambri4x4 wrote:Ekki séns að maður haldi áfram hér já eða á einhverju sameiginlegu spjalli með moðhausunum í Ferðaklúbbnum 4x4,,,,,,Gott að lofa þeim bara vera áfram í sínu horni þar sem þeir geta áfram verið sínir kóngar
Eigum við ekki að sýna vinum okkar á f4x4 að við séum betra spjall af því að við erum málefnalegir?
http://www.jeppafelgur.is/
Re: Elítan að fara á límingunum
Nú skrifa ég álíka mikið á jeppaspjallið og f4x4 (sennilega heldur meira hérna en það er bara í réttu hlutfalli við umræðufjölda) og er á því að halda þessu aðskildu áfram. Það er rétt að umræðurnar á f4x4 voru á sínum tíma orðnar leiðinlegar oft á tíðum en það hefur að vísu lagast heilmikið og gengur bara vel í dag. Engu að síður er það mjög góður punktur sem kom fram hér að ofan með pólitísku hagsmunina sem geta haft áhrif á það sem fer fram á f4x4 öfugt við þetta spjall sem er algjörlega óháð.
Freyr
Freyr
-
- Innlegg: 2098
- Skráður: 31.jan 2010, 22:59
- Fullt nafn: Stefán Stefánsson
- Bíltegund: Eitthvað blátt
- Staðsetning: Hafnarfjörður
Re: Elítan að fara á límingunum
Brjótur wrote:.... og vandræðin eru á f4x4 að gömlu yfirráðaseggirnir vilja öllu ráða og þola ekki að láta svara sér, enda fór maður að sjá fullt af skrifurum eftir að síðunni var lokað á utanfélagsmenn sem höfðu greinilega ekki þorað að skrifa af ótta við að fá svör sem þeir réðu ekki við :)......
Ég er ekkert endilega viss um að það sé málið þegar að allt er skoðað. Stjórn F4x4 er bundin af ákveðini stefnumótun sem þeir verða að fylgja. Þetta er pólitík eins asnalegt og það hljómar enda er ferðaklúbburinn orðin meira lobbýistasamtök en góður hópur jeppamannna á síðustu árum, sem er kanski gott afþví að við þurfum svoleiðis líka. Þá er kanski best að við sem viljum bara vera góður hópur jeppamanna og kvenna getum átt afdrep hérna í skjóli fyrir umhverfispólitíkini.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
Re: Elítan að fara á límingunum
Ja ég er nú samt sannfærður stebbi :) því að ég hef ekki hætt að lesa f4x4 síðuna , þvert á móti ég fylgist mjög vel með henni og ég sá strax skrifara sem höfðu ekki verið að skrifa áður og já misgáfuleg komment :) og oft mjög oft hef ég haft svör og ráðleggingar sem ég hefði viljað koma að og hjálpa mönnum, en yfirvaldið telur að þetta sé hvetjandi svona system en ég held að flestir viti mitt álit á þessu systemi, og nú segi ég eins og Hlynur Snæland, Góðar stundir F4x4 hehe
kveðja Helgi
kveðja Helgi
-
- Innlegg: 2098
- Skráður: 31.jan 2010, 22:59
- Fullt nafn: Stefán Stefánsson
- Bíltegund: Eitthvað blátt
- Staðsetning: Hafnarfjörður
Re: Elítan að fara á límingunum
Ég er alveg sammála, ég hef sjálfur oft lent í því að hafa svörin sem menn eru að leita að en ekki getað svarað. Fyrst var það ferlega pirrandi en svo ákvað ég bara að láta það ekki pirra mig, enda oft þegar að menn koma að tómum kofanum á f4x4 þá spyrja þeir hérna og það hefur ekki staðið á svörunum hjá okkur jeppaeigendum. Enda ef maður fylgist með þeim þráðum sem er póstað samtímis á jeppaspjallinu og f4x4 þá er yfirleitt mun meiri virkni hérna sem segir mér það að í málum sem snúa beint að jeppum, breytingum eða viðgerðum þá er þetta staðurinn til að viðra skoðanir sýnar og spyrja spurninga. Ef maður vill aftur á móti fá svör við stöðu Vatnajökulsþjóðgarðs eða hvort það sé í lagi að fara uppí Setur þá verður maður að spyrja hinu megin.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
-
- Stjórnandi
- Innlegg: 1069
- Skráður: 30.jan 2010, 23:08
- Fullt nafn: Gísli Sverrisson
- Bíltegund: Ford Transit
- Staðsetning: Mosó
- Hafa samband:
Re: Elítan að fara á límingunum
Það eru engar breytingar fyrirhugaðar af okkar hálfu, svo hafið ekki áhyggjur af því.
Ég vona samt að við getum vandað málfarið varðandi f4x4 því þar er nóg af góðu fólki (meðal annars ég, þó ég noti ekki vefinn þeirra lengur).
Sem fyrr eru allar ábendingar vel þegnar.
Til gamans má geta að á þessu heila ári höfum við þurft að loka á aðeins einn notanda, en sá harðneitaði að skrifa undir réttu nafni. Eitt aðalmarkmiðið var að hér væru menn eins kurteisir við lyklaborðið eins og eins og við matarborð í góðra vina hópi og ég get ekki annað séð en það gangi ágætlega.
Við sem byrjuðum þetta höfum oft fengið hrós og þakkir hérna á spjallinu, svo ég held að það sé komið að því að þakka 1351 notanda fyrir gott og fróðlegt spjall - takk fyrir mig!
Kveðja,
Gísli.
Ég vona samt að við getum vandað málfarið varðandi f4x4 því þar er nóg af góðu fólki (meðal annars ég, þó ég noti ekki vefinn þeirra lengur).
Sem fyrr eru allar ábendingar vel þegnar.
Til gamans má geta að á þessu heila ári höfum við þurft að loka á aðeins einn notanda, en sá harðneitaði að skrifa undir réttu nafni. Eitt aðalmarkmiðið var að hér væru menn eins kurteisir við lyklaborðið eins og eins og við matarborð í góðra vina hópi og ég get ekki annað séð en það gangi ágætlega.
Við sem byrjuðum þetta höfum oft fengið hrós og þakkir hérna á spjallinu, svo ég held að það sé komið að því að þakka 1351 notanda fyrir gott og fróðlegt spjall - takk fyrir mig!
Kveðja,
Gísli.
Re: Elítan að fara á límingunum
Ég les nú yfir flest bílaspjöllin en pósta oftast lítið inná þau, ég held að ég sé með flesta pósta á þessu spjalli af öllum :)
Það sem ég held að sé helsta vesenið hjá 4x4 að hafa ekki inní notendaskilmálunum (eins og er á mörgum spjöllum) að allt sem sett er inná spjallið geti orðið fyrir barðinu á ritskoðun og með því að samþykja skilmálana sértu að leyfa eiganda síðunnar að taka út "slæma" pósta.
Ég las í 4x4 póstinum sem linkað er í að þeir hafa verið að hringja í fólk og staðið í stappi útaf póstum.
En ég þakka kærlega fyrir þetta spjall, jeppamenningin lifnaði snarlega við á vefnum eftir að það fór í gang :)
Það sem ég held að sé helsta vesenið hjá 4x4 að hafa ekki inní notendaskilmálunum (eins og er á mörgum spjöllum) að allt sem sett er inná spjallið geti orðið fyrir barðinu á ritskoðun og með því að samþykja skilmálana sértu að leyfa eiganda síðunnar að taka út "slæma" pósta.
Ég las í 4x4 póstinum sem linkað er í að þeir hafa verið að hringja í fólk og staðið í stappi útaf póstum.
En ég þakka kærlega fyrir þetta spjall, jeppamenningin lifnaði snarlega við á vefnum eftir að það fór í gang :)
-
- Innlegg: 2098
- Skráður: 31.jan 2010, 22:59
- Fullt nafn: Stefán Stefánsson
- Bíltegund: Eitthvað blátt
- Staðsetning: Hafnarfjörður
Re: Elítan að fara á límingunum
atlifr wrote:Ég las í 4x4 póstinum sem linkað er í að þeir hafa verið að hringja í fólk og staðið í stappi útaf póstum.
Ég hef aldrei skilið það að þurfa að hringja í menn ef að þeir eru eitthvað að haga sér illa á spjallinu. Ég hef fengið svona hringingu bara fyrir það eitt að segja það sem mér lá á hjarta og skoðun mína á ákveðnu máli, ekki það að ég hafi verið eitthvað dónalegur en þetta þótti greinilega bara ekki vera við hæfi útfrá sjónarhorni ákveðins manns. Það á að vera nóg að senda bara aðvörun í tölvupósti og eftir það er spjallpóstunum eytt og ef það dugar ekki þá er ekkert annað eftir en að svifta viðkomandi skrifaðgangi á spjallinu í einhvern tíma.
Ef að menn eru deadset á því að vera til almennra leiðnda og skemma fyrir öðrum þá breytir svona símtal engu, frekar að það æsi menn upp í ruglinu.
Annars finnst mér þetta vera sóun á diskaplássi að vera ræða gömul vandamál f4x4 spjallsins hérna. Það er ekki eins og að það skili einhverju. Enda miðað við síðasta ár þá er ekki von á því að þetta verði eitthvað vandamál hérna.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
Re: Elítan að fara á límingunum
Sandkassaleikurinn er byrjaður aftur.
Re: Elítan að fara á límingunum
ég er samt alveg viss um að menn séu samt að nota 4x4 rásirnar???
Re: Elítan að fara á límingunum
Já verið fegnir að einhver gerir það þá eigiði von um björgun þegar þið eruð fastir :)
Til baka á “Vefurinn - hugmyndir, ábendingar og tilkynningar”
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 0 gestir