Góða kvöldið
Ég er með sjálfskiptan LC90 99 módel (sídrifin ef einhver var í vafa) sem að tók upp á því í keyrslu á Reykjanesbrautinni í gær að detta úr gír. Ég var á ferðinni og svo allt í einu finnst mér hann missa afl og það gerist ekkert þegar ég stíg á bensíngjöfina.
Ég fer út í kant, set hann í Park og drep á honum. Starta honum aftur og set í D og keyri af stað og kemst ca 10 metra áður en það sama gerist aftur. Svo þegar ég var búinn að vera stopp í smá tíma þá komst ég af stað og gat keyrt inn á næstu bensínstöð en bíllinn byrjaði allur að hristast í akstri eins og eitthvað sæti fast. Á endanum gat ég komið bílnum heim, keyrði mjög rólega og stoppaði reglulega.
Finnst erfitt að útskýra þetta betur en er að vona að einhver geti gefið mér einhverjar ráðleggingar hvað þetta gæti verið.
Bestu kveðjur
Nonni
LC90 ves
-
- Innlegg: 971
- Skráður: 26.maí 2012, 10:42
- Fullt nafn: Gunnar Þórólfsson
- Bíltegund: Daihatsu feroza
- Staðsetning: Akureyri
Re: LC90 ves
Fer hann uppá snúning ef þu gefur honum í d inu
head over to IKEA and assemble a sense of humor
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 201
- Skráður: 11.jún 2010, 21:32
- Fullt nafn: Jón Þorbjörn Jóhannsson
Re: LC90 ves
Já hann fer upp á snúning við inngjöf. Reif reyndar framskaptið undan honum áðan þar sem mig grunar að séu slapir krossar í því, og prófaði bílinn. Gat keyrt um í ca 5-10 minútur eins og ekkert væri að og allt í einu þegar ég var að bremsa þá var eins og eitthvað festist og sami hristingur byrjaði. Og svo koma einhver óhljóð undan honum, var ekki að átta mig á því hvar, það var orðið svo dimmt og blautt og ég nennti ekki að skríða undir hann
-
- Innlegg: 971
- Skráður: 26.maí 2012, 10:42
- Fullt nafn: Gunnar Þórólfsson
- Bíltegund: Daihatsu feroza
- Staðsetning: Akureyri
Re: LC90 ves
Þá er skiptingin að snuða, kíktu á olíustöðu og gáðu hvort hún sé brunnin, finnur strax bragðið af henni ef hún hefur hitnað óeðlilega, kemur bruna keimur og verður stöm viðkomu
head over to IKEA and assemble a sense of humor
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 201
- Skráður: 11.jún 2010, 21:32
- Fullt nafn: Jón Þorbjörn Jóhannsson
Re: LC90 ves
Ok þá þarf ég að kíkja á það í kvöld
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur