eins og kannski einhver hérna veit, þá ek ég dags daglega um á gömlum silverado, 98 bíl. í vor/sumar þá rakst ég á frekar innihaldslausa auglísingu um vélarlausan eins bíl. 97 árg, staðsettan vestur á fjörðum
ég veitti því athygli að sá bíll var með afar fallegri innréttingu, ljósu leðri og miklum aukabúnaði, auk þess sem mig vantaði nokkra hluti í hinn bílinn,
ég keypti bílinn óséðan og brunaði vestur á bolungarvík með kerru.
þegar ég kom á svæðið, þá kom í ljós að um miklu heilli bíl var að ræða heldur en ég hafði þorað að vona. og eftir að ég kom með hann heim í skúr og fór að skoða hann þá var ég fljótur að hætta við að rífa hann, að mörgu leyti er þessi bíll með þeim heillegri sem ég hef rekist á lengi.
þetta er 97 silverado, var með 5.7l vortec, 3dyra, gjörsamlega "loadaður" af búnaði, leðurstólar, stokkur á milli sæta, stokkur upp í topp, cd magasine, loftkæling, rafmagn í öllu, auto dimming speglar með hitamælir og flest öllu sem þessir bílar voru fáanlegir með.
sagan á bakvið bílinn var sú að hann var seldir í IH/bílheimum á sínum tíma, var fyri norðan í eigu sama aðila til 09, þá er hann seldur vestur, kaupandinn ræðst í að swappa í hann diesel, en það fór aldrei lengra en að taka úr honum vortec mótorinn, og bíllinn hefur staðið síðan, sem er orðinn ansi langur tími
svona þar sem maður var þá kominn með pikkupa durg að blokka aðstöðuna sína, þá var fátt annað en að reyna finna út hvað skyldi gera við gripinn. kostirnir voru að rífa hann bara eins og til stóð. færa hluti á milli hans og hinns bíllsins, eða bara setja hann á hold og eiga til e-h verkefni að dunda í þegar maður nennir/getur
núna nokkrum mánuðum seinna er ég kominn með nokkuð haldbæra hugmynd um hvað ég vill gera við hann.
stefnan er tekin á að skella honum á 35", setja á hann kanta, hækka aðeins upp og eiga við fjöðrun, og reyna finna einnhvern skemmtilegan mótor í hann, þá helst einhevrn diesel mótor,
kanarnir mæla með að hækka um 3" á boddý, ég myndi vilja prufa að smíða undir hann nýja afturfjöðrun, með 4 link og loftpúðum,. og hefði gaman að því að fá einhevrjar skemmtilegar umræður um það,
myndi líka vilja skipta út 10 bollta hásinguni sem er undir honum, og eiga hana til á lager sem varahlut fyrir hinn bílinn ásamt flr, eins og skiptingu
hvað mótor varðar þá er enn allt opið, en ég veit það að mig langar hvorki í 6.2 né 6.5, helst vildi ég fá duramax, en el það óraunhæft, hinsvegar er ég nokkuð heitur fyrir því að finna cummings 6bt, ekki síst 24v. við hana myndi ég svo nota 4l80 GM skiptingu með skiptitölvu,
ég tek það nú fram að það verður enginn ógnarhraði á þessu projecti, heldur bara hugsað sem dund svona þegar maður fær fílínginn, sem er hægt að ýta út í horn þegar þannig liggur á manni, og smíða eftir efnum,
djúpið

kominn í skúrinn

ansi heillegur

þessi hvíti á þessari mynd er ekkert fjarri lagi því sem ég er að spá, og sést original bíll til samaburðar

kv, íbbi