Jæja, nú er ég kominn með 41" Irok gang sem ég ætla að setja undir Bölverk, og var svo heppinn að hrasa um 16" felgur sem ég get breikkað, nú er spurningin hvað ég á að breikka þær mikið?
Hvað eruð þið á breiðum felgum sem eruð á þessum dekkjum?
Hversu breiðar felgur fyrir 41" Irok?
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 1157
- Skráður: 01.aug 2010, 12:02
- Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
- Bíltegund: Nissan Patrol '98
Hversu breiðar felgur fyrir 41" Irok?
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"
-
- Innlegg: 240
- Skráður: 14.apr 2011, 19:11
- Fullt nafn: Sigurður Kári Samúelsson
- Bíltegund: Toyota Land Cruiser
- Staðsetning: Reyðarfjörður/Akureyri
Re: Hversu breiðar felgur fyrir 41" Irok?
Ég er með mínar 15" breiðar en þær eru 17" háar, kemur vel út getur séð mynd af því neðst í þræðinum um jeppann minn
Toyota Landcruiser HJ61 '89 44"[SKÁRRI]
VW Touareg 5.0 V10TDI '06
Dodge RAM 1500 '98 2H 4.0 turbo diesel 38-44"
VW Touareg 5.0 V10TDI '06
Dodge RAM 1500 '98 2H 4.0 turbo diesel 38-44"
Re: Hversu breiðar felgur fyrir 41" Irok?
Ég er með 42" Good Year radial á 14" breiðum felgum. (Þ.e.a.s 14" mældar fyrir innan kantana þeim).Ef ég ætti að breyta þeim mundi ég frekar mjókka þær en breikka. Mér finnst flest dekk virka best í snjó ef hliðarnar á þeim halla svolítið inn á við, sérstaklega undir léttari bílum.
Ég mundi prófa 12-13" - en tek fram að ég þekki þessi dekk ekki af eigin raun.
Ps
Við prófuðum hina Austfirsku leið í 38" radial (Mudder og Ground Hawk) undir Willisum hér í den. Við komum því aldrei heim og saman að þeir græddu neitt á breiðari felgum en 13-14". Breiðari felgur en 14" skiluðu mjórri hjólförum í snjó undir þeim á úrhleyptu - u.þ.b 1700 kg bílar. Og þau þoldu minni úrhleypingu því miðjan í dekkinu fór fyrr að ganga upp í krumpu - en á mjórri felgum.
Ég mundi prófa 12-13" - en tek fram að ég þekki þessi dekk ekki af eigin raun.
Ps
Við prófuðum hina Austfirsku leið í 38" radial (Mudder og Ground Hawk) undir Willisum hér í den. Við komum því aldrei heim og saman að þeir græddu neitt á breiðari felgum en 13-14". Breiðari felgur en 14" skiluðu mjórri hjólförum í snjó undir þeim á úrhleyptu - u.þ.b 1700 kg bílar. Og þau þoldu minni úrhleypingu því miðjan í dekkinu fór fyrr að ganga upp í krumpu - en á mjórri felgum.
Re: Hversu breiðar felgur fyrir 41" Irok?
Er búin að keira á 41 tommu í 8 ár bæði á 14 og 15 tommu breiðum felgum flítur í við betur á 15 tommu get hleipt meira úr ,bíllinn hjá mér er um 2,8 tonn í ferð með öllu.
Re: Hversu breiðar felgur fyrir 41" Irok?
Ég var með 17" breiðar og 41" irok undir Patrol og það er versta combo sem ég hef átt.
Þannig að það var allt of mikið.
Þannig að það var allt of mikið.
-
- Póststjóri
- Innlegg: 2809
- Skráður: 06.feb 2010, 10:43
- Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
- Bíltegund: Patrol
- Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf
Re: Hversu breiðar felgur fyrir 41" Irok?
Snilld að keyra á þessu en djöfull eru hliðarnar í þeim handónýtar. Var með 41" irok á 14" breiðum dekkjum undir subbanum, fannst það koma vel út þó það væru bara litlu dekkin. Passa vel að skera kubbana á hliðunum og fylgjast með hitamyndun úrhleypt. Þau gatast alltaf þar sem stóri kubburinn kemur niður á hliðina. Ég fékk algjört ofnæmi fyrir þessum dekkjum eftir að hafa glímt við tvo ganga. En djöfull var gott að keyra á þeim meðan loftið tolldi í þeim.
http://www.jeppafelgur.is/
Re: Hversu breiðar felgur fyrir 41" Irok?
Eru þetta radial dekk?
-
- Póststjóri
- Innlegg: 2809
- Skráður: 06.feb 2010, 10:43
- Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
- Bíltegund: Patrol
- Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf
Re: Hversu breiðar felgur fyrir 41" Irok?
Radial já og vel kringlótt, allavega þau sem ég var á.
http://www.jeppafelgur.is/
Re: Hversu breiðar felgur fyrir 41" Irok?
Alveg rétt, það er 42" sem er diagonal í þessu?
Satt best að segja hef ég ekkert álit á Irok og því lítið spáð í þau.
Satt best að segja hef ég ekkert álit á Irok og því lítið spáð í þau.
-
- Innlegg: 240
- Skráður: 14.apr 2011, 19:11
- Fullt nafn: Sigurður Kári Samúelsson
- Bíltegund: Toyota Land Cruiser
- Staðsetning: Reyðarfjörður/Akureyri
Re: Hversu breiðar felgur fyrir 41" Irok?
olei wrote:Ég er með 42" Good Year radial á 14" breiðum felgum. (Þ.e.a.s 14" mældar fyrir innan kantana þeim).Ef ég ætti að breyta þeim mundi ég frekar mjókka þær en breikka. Mér finnst flest dekk virka best í snjó ef hliðarnar á þeim halla svolítið inn á við, sérstaklega undir léttari bílum.
Ég mundi prófa 12-13" - en tek fram að ég þekki þessi dekk ekki af eigin raun.
Ps
Við prófuðum hina Austfirsku leið í 38" radial (Mudder og Ground Hawk) undir Willisum hér í den. Við komum því aldrei heim og saman að þeir græddu neitt á breiðari felgum en 13-14". Breiðari felgur en 14" skiluðu mjórri hjólförum í snjó undir þeim á úrhleyptu - u.þ.b 1700 kg bílar. Og þau þoldu minni úrhleypingu því miðjan í dekkinu fór fyrr að ganga upp í krumpu - en á mjórri felgum.
Ég verð nú að vera algjörlega ósammála þessu ég var lengi með 44" á 16" breiðum og skipti svo í 19" breiðar og eru sporin eftir mig bæði mikið breiðari og er miklu minna að kuðla dekkjunum en var með 16" . sömu reynslu hef ég af 38" GH á 12" felgum vs. 15"
Toyota Landcruiser HJ61 '89 44"[SKÁRRI]
VW Touareg 5.0 V10TDI '06
Dodge RAM 1500 '98 2H 4.0 turbo diesel 38-44"
VW Touareg 5.0 V10TDI '06
Dodge RAM 1500 '98 2H 4.0 turbo diesel 38-44"
Re: Hversu breiðar felgur fyrir 41" Irok?
Ég held að við séum ekki endilega ósammála Sigurður, ekki að það skipti svosem máli, það er fínt að vera það líka.
Ég sagði flest dekk: Þá hafði ég í huga að 44 DC hegðar sér ekki svona - þau virðast virka vel á mjög breiðum felgum. Ég tiltók líka "undir léttari bílum" - Burðurinn í hliðunum á dekkjunum hamlar því að þau bælist, hliðarnar bera mest þegar þær standa því sem næst lóðréttar niður af felgunni. eins og gerist ef felgur verða mjög breiðar. Þetta telur augljóslega minna eftir því sem bíllinn er þyngri.
Loks held ég að þau snjóalög sem við eigum að venjast á sunnanverðu hálendinu séu oft öðruvísi en gerist t.d fyrir austan og jafnvel víðar. Mig hefur lengi grunað að þar liggi munurinn sem ræður áherslum í felgubreidd milli landshluta.
Ég sagði flest dekk: Þá hafði ég í huga að 44 DC hegðar sér ekki svona - þau virðast virka vel á mjög breiðum felgum. Ég tiltók líka "undir léttari bílum" - Burðurinn í hliðunum á dekkjunum hamlar því að þau bælist, hliðarnar bera mest þegar þær standa því sem næst lóðréttar niður af felgunni. eins og gerist ef felgur verða mjög breiðar. Þetta telur augljóslega minna eftir því sem bíllinn er þyngri.
Loks held ég að þau snjóalög sem við eigum að venjast á sunnanverðu hálendinu séu oft öðruvísi en gerist t.d fyrir austan og jafnvel víðar. Mig hefur lengi grunað að þar liggi munurinn sem ræður áherslum í felgubreidd milli landshluta.
-
- Innlegg: 240
- Skráður: 14.apr 2011, 19:11
- Fullt nafn: Sigurður Kári Samúelsson
- Bíltegund: Toyota Land Cruiser
- Staðsetning: Reyðarfjörður/Akureyri
Re: Hversu breiðar felgur fyrir 41" Irok?
Já þetta hef ég reyndar bara fyrir mér eftir mínum bíl sem er örugglega hátt í 3 tonn í ferð :)
Toyota Landcruiser HJ61 '89 44"[SKÁRRI]
VW Touareg 5.0 V10TDI '06
Dodge RAM 1500 '98 2H 4.0 turbo diesel 38-44"
VW Touareg 5.0 V10TDI '06
Dodge RAM 1500 '98 2H 4.0 turbo diesel 38-44"
-
- Innlegg: 48
- Skráður: 20.júl 2011, 21:27
- Fullt nafn: Tómas Ingi Árnason
- Bíltegund: toyota hilux
Re: Hversu breiðar felgur fyrir 41" Irok?
olei wrote:Ég held að við séum ekki endilega ósammála Sigurður, ekki að það skipti svosem máli, það er fínt að vera það líka.
Ég sagði flest dekk: Þá hafði ég í huga að 44 DC hegðar sér ekki svona - þau virðast virka vel á mjög breiðum felgum. Ég tiltók líka "undir léttari bílum" - Burðurinn í hliðunum á dekkjunum hamlar því að þau bælist, hliðarnar bera mest þegar þær standa því sem næst lóðréttar niður af felgunni. eins og gerist ef felgur verða mjög breiðar. Þetta telur augljóslega minna eftir því sem bíllinn er þyngri.
Loks held ég að þau snjóalög sem við eigum að venjast á sunnanverðu hálendinu séu oft öðruvísi en gerist t.d fyrir austan og jafnvel víðar. Mig hefur lengi grunað að þar liggi munurinn sem ræður áherslum í felgubreidd milli landshluta.
Eg verð að seigja að eg vill meina að breiðar felgur geri meira en mjóar allavega hef eg ferðast með bilum a 13" breiðum felgum a at dekkjum sem hefur ekkert gengið en eg er a 16" breiðum og gengið vel, báðir a eins bilum jafn þungir og annað en kanski er þetta misjafnt lika eftir dekkjum
Hægt fer margt sér hratt fer fátt sér
Toyota hilux 90 38"
Toyota hilux 90 38"
Re: Hversu breiðar felgur fyrir 41" Irok?
Er með 41" á 15" breiðum, Er mjög ánægður með það.


Toyota LC90 41" Irok
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 1157
- Skráður: 01.aug 2010, 12:02
- Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
- Bíltegund: Nissan Patrol '98
Re: Hversu breiðar felgur fyrir 41" Irok?
Ég þakka fyrir upplýsingarnar strákar, ætli ég endi ekki í 15" þá.
Dekkin sem ég er með eru samsett úr 2 göngum og eru orðin slitin, en ég kem til með að skera hliðarkubbana talsvert og ég er jafnvel að pæla í að skera munstrið líka, bíllinn er í kringum 2,1-2,2 tonn með mér í á 38" Mudder.
Dekkin sem ég er með eru samsett úr 2 göngum og eru orðin slitin, en ég kem til með að skera hliðarkubbana talsvert og ég er jafnvel að pæla í að skera munstrið líka, bíllinn er í kringum 2,1-2,2 tonn með mér í á 38" Mudder.
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"
Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur