Sælir félagar, nú er ég búinn að vera að skoða mikið þræðina um notkun spjaldtölva sem GPS, og hef komist að því með lestrinum að það eru mismunandi skoðanir á þessu, þ.e varðandi Android spjaldtölvur og svo spjaldtölvur með fullu Windows stýrikerfi, eins og er í PC tölvunum. Svo eru það forritin, Ozi explorer og Oruxmaps.
Varðandi Ozi, þá heyrist mér aðalmálið vera það, að það sé leiðinlegt að vinna með ferla og track í Android útgáfunni, að það þurfi að færa allt yfir í PC og vinna með það þar, og færa aftur yfir í Android? En er það nokkuð mál? Nennir maður eitthvað frekar að fara vinna í ferlum í Windows spjaldinu? Færir maður þetta ekki alltaf yfir í tölvuna þar sem er betra að vinna með þetta með mús og lyklaborði? Hvað getiði sagt mér um það?
Svo er það Oruxmaps, hef séð jákvæða dóma um það, parað með gpsmap.is íslandskortinu, en ég hef ekkert séð um innsetningu ferla í það, er það möguleiki? Og er hægt að tracka með þessu og vinna þá ferla eitthvað?
Nú er ég frekar grænn í þessu, hef bara notast við Nuvi tæki með gpsmap.is og svo Pdf maps og iskort, prufaði aðeins að tracka þar í sumar, en þetta er allt takmörkunum háð. Þegar menn eru að notast við ferla í vetrarkeyrslunni, þá þarf maður væntanlega að fá gamla ferla frá einhverjum reynslubolta til að byrja með, til þess að miða við, og svo trackar maður sjálfur meðfram því og safnar sínum eigin ferlum smámsaman? eða hvað?
Vonandi nennir einhver að svara þessu spurningaflóði, með fyrirfram þökkum, einn grænn:)
Spjaldtölvur og Gps
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 30
- Skráður: 07.des 2013, 21:32
- Fullt nafn: Sigurður Árni Kristjánsson
Re: Spjaldtölvur og Gps
- Nissan Patrol 2008 L86 V8 44AT -
-
- Stjórnandi
- Innlegg: 1397
- Skráður: 30.jan 2010, 22:43
- Fullt nafn: Árni Björnsson
- Bíltegund: Land Rover
- Staðsetning: Akureyri
- Hafa samband:
Re: Spjaldtölvur og Gps
Það er hægt að vista ferla og setja inn ferla í oruxmaps.
Land Rover Defender 130 38"
Til baka á “Ferlar og fjarskipti”
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur