Gangtruflanir í Pajero 2005 3.2 DiD

Fyrir allt sem fram fer í skúrnum eða eftir atvikum, úti á stétt.

Höfundur þráðar
olimagg
Innlegg: 5
Skráður: 09.sep 2014, 21:48
Fullt nafn: Ólafur Magnússon
Bíltegund: Pajero

Gangtruflanir í Pajero 2005 3.2 DiD

Postfrá olimagg » 19.sep 2015, 15:21

Olíutankurinn í Pajero fór að leka fyrir stuttu og var dæmdur ónýtur, er kominn með nýjan tank í fyrir nokkrum vikum síðan. Fljótlega eftir að nýi tankurinn er kominn í fara gangtruflanir að gera vart við sig en eingöngu í hægagangi. Bíllinn drepur á sér t.d. á ljósum eða þegar farið er úr P í R eða D og öfugt. Ég þarf þá að starta honum nokkrum sinnum til þess að hann fari almennilega í gang og kemst þá aftur af stað. Mér finnst einnig að það taki lengri tíma að starta honum en áður, sérstaklega ef að ég set hann í gang heitann. Ég skipti fljótlega um hráolíusíu sem var nokkuð óhrein, líklega ryðdrasl úr gamla tankinum, og hélt að hann myndi lagast en hegðunin er tiltölulega óbreytt. Ég er búinn að fara með hann í Bílson (sem að skipti um tankinn fyrir mig) og ekkert óeðlilegt finnst, það eina sem var gert f.u. hráolíusíuskipti var að EGR ventillinn var hreinsaður. Hann er ekki kraftlaus (fyrir utan það sem eðlilegt er í Pajero).
Er líklegt að skítur hafi komist áfram í gegnum hráolíusíu og sé að valda vandræðum? Einhverjar tilgátur um hvað sé í gangi ?




grimur
Innlegg: 891
Skráður: 14.mar 2010, 01:02
Fullt nafn: Grímur Jónsson

Re: Gangtruflanir í Pajero 2005 3.2 DiD

Postfrá grimur » 19.sep 2015, 20:06

Þetta lyktar svolítið eins og hann sé að draga falskt loft einhvers staðar.
Er dæla í tanknum eða sogar hann sjálfur upp að vél?


Höfundur þráðar
olimagg
Innlegg: 5
Skráður: 09.sep 2014, 21:48
Fullt nafn: Ólafur Magnússon
Bíltegund: Pajero

Re: Gangtruflanir í Pajero 2005 3.2 DiD

Postfrá olimagg » 21.sep 2015, 22:05

Hann sogar sjálfur upp að vél þ.s. dælan er. Menn vilja meina að olíuverkið sé að gefa sig, hann er nokkuð seinn í gang þegar drepið er á honum og jafnvel þótt hann sé heitur. Vil helst ekki trúa því...

User avatar

svarti sambo
Innlegg: 1273
Skráður: 15.okt 2013, 19:45
Fullt nafn: Elías Róbertsson
Bíltegund: F350 38,5"
Staðsetning: Ólafsvík

Re: Gangtruflanir í Pajero 2005 3.2 DiD

Postfrá svarti sambo » 21.sep 2015, 23:31

Það er spurning hvort að hann sé að draga loft með slefinu og svo rennur til baka, þegar dautt er á vél. Eða orðinn slappur mótþrýstiloki.
Fer það á þrjóskunni


Höfundur þráðar
olimagg
Innlegg: 5
Skráður: 09.sep 2014, 21:48
Fullt nafn: Ólafur Magnússon
Bíltegund: Pajero

Re: Gangtruflanir í Pajero 2005 3.2 DiD

Postfrá olimagg » 23.sep 2015, 21:05

Skoða það, en þetta gerist líka þegar bíllinn er í gangi...og vinnslan í honum er alveg þokkaleg. Takk fyrir ábendingarnar


Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur