Auglýsingar fyrirtækja á Hinu íslenska jeppaspjalli

User avatar

Höfundur þráðar
gislisveri
Stjórnandi
Innlegg: 1069
Skráður: 30.jan 2010, 23:08
Fullt nafn: Gísli Sverrisson
Bíltegund: Ford Transit
Staðsetning: Mosó
Hafa samband:

Auglýsingar fyrirtækja á Hinu íslenska jeppaspjalli

Postfrá gislisveri » 12.feb 2011, 18:57

Sælir heiðursmenn,

Við sem stöndum að jeppaspjallinu höfum ákveðið að taka auglýsingamál aðeins fastari tökum hér á síðunnni. Svo virðist sem auglýsingar frá fyrirtækjum og einyrkjum séu að færast í aukana og er það engin furða, því umferðin um síðuna hefur vaxið stöðugt síðan hún var sett á laggirnar fyrir rúmu ári síðan (Járni getur kannski skreytt þetta með einhverri tölfræði úr Google Analytics).

Þó það komi hvergi beint fram að fyrirtækjum sé óheimilt að hagnýta sér spjallið til að auglýsa vörur og þjónustu má alveg lesa það á milli línanna í notendaskilmálum vefsins, þar sem stendur að hann sé ókeypis fyrir einstaklinga.

Þráðum sem ætlað er að auglýsa vöru eða þjónustu atvinnurekanda verður hér eftir eytt án viðvarana.
Aftur á móti sé ég ekkert að því að menn láti vita af sínum rekstri þegar aðrir notendur beinlínis leita eftir því hér á spjallinu, t.d. varðandi góð verkstæði eða ódýrar vörur. Sömu aðilar verða þá líka að taka því ef þeir fá á sig gagnrýni frá viðskiptavinum, því vefurinn er ekki ritskoðaður hvað skoðanir fólks varðar.

Þó rekstrarkostnaður vefsins sé ekki hár, þá viljum við gjarnan tryggja rekstur hans áfram með því að vista hann á betri hýsingu. Allt sem þið sjáið hér á þessari síðu er vistað á eldgamalli fartölvu sem liggur á gólfinu í borðstofunni heima hjá Eiði Ágústssyni. Það hefur að vísu verið vandræðalítið hingað til, en örugg hýsing þarf ekki að vera svo dýr.
Til að standa undir þessu munum við bjóða fyrirtækjum auglýsingar í hóflegu magni hér á vefnum, þar með fá þau tækifæri til að koma sínu á framfæri án þess að það komi niður á gæðum spjallsins.

Fyrir áhugasama um auglýsingar má hafa samband við jeppaspjall@jeppaspjall.is.

Ef hagnaður verður af þess umfram rekstrarkostnað, lofum við að skila mestu af honum til ríkisins í formi bjórkaupa.

Að lokum viljum við hnykkja á þessu: Eina ófrávíkjanlega reglan á þessu spjalli er sú að menn skrifi undir réttu, FULLU NAFNI.

Þetta er voðalega einfalt í mínum augum, skrifa bara fullt nafn eins og það stendur í þjóðskrá. Þetta er besta leiðin til að halda skítkasti í lágmarki og móralnum góðum, ég leyfi mér að fullyrða að það hafi tekist ágætlega hingað til miðað við sambærilega vefi.
Við höfum ekki gert kröfu um kennitölu eða slíkt, en ef grunur leikur á að menn séu skráðir undir fölsku flaggi, eyðum við þeim miskunnarlaust.

Takk fyrir gott ár á jeppaspjallinu, kurteisi, drengsemi og fróðlegar umræður. Höldum þessu áfram svona og hittumst svo á fjöllum.

Kærar kveðjur,
Gísli Sverrisson.




Slayer
Innlegg: 25
Skráður: 30.jan 2011, 20:16
Fullt nafn: Þröstur Gísli Jónsson

Re: Auglýsingar fyrirtækja á Hinu íslenska jeppaspjalli

Postfrá Slayer » 15.feb 2011, 12:58

gætir líka bara búið til sér svæði fyrir fyrirtæki til að auglýsa sýnar vörur og þjónustu, þá er það ekki fyrir neinum og geta meðlimir bara kíkt þangað ef þeir vilja... ;) bara hugmynd...
annars finnst mér þetta flott spjall eins og það er!

User avatar

Höfundur þráðar
gislisveri
Stjórnandi
Innlegg: 1069
Skráður: 30.jan 2010, 23:08
Fullt nafn: Gísli Sverrisson
Bíltegund: Ford Transit
Staðsetning: Mosó
Hafa samband:

Re: Auglýsingar fyrirtækja á Hinu íslenska jeppaspjalli

Postfrá gislisveri » 16.feb 2011, 21:15

Takk fyrir það, málið var skoðað frá öllum hliðum og þetta varð niðurstaðan.
Gott að menn séu ánægðir með spjallið, einfalt er greinilega best.

User avatar

Höfundur þráðar
gislisveri
Stjórnandi
Innlegg: 1069
Skráður: 30.jan 2010, 23:08
Fullt nafn: Gísli Sverrisson
Bíltegund: Ford Transit
Staðsetning: Mosó
Hafa samband:

Re: Auglýsingar fyrirtækja á Hinu íslenska jeppaspjalli

Postfrá gislisveri » 20.feb 2011, 23:45

Síðastliðna 30 daga var vefurinn heimsóttur 48.000 sinnum af 10.000 notendum, sem flettu samtals 373.600 síðum hér inni.


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur