Sælir. Er með 35" breyttan Land Cruiser 90 árg 99 beinskiptur.
Langar aðeins að forvitnast. Er mikið mál að breyta þessum bílum fyrir 38" ?
Hvernig væri einfaldast og eða ódýrast að breyta honum?
Þarf að færa afturhásinguna?
Mbk. Kristján
Breytingar á Lc 90
-
- Innlegg: 20
- Skráður: 10.aug 2013, 11:35
- Fullt nafn: Bjarni Bjarnason
- Bíltegund: Land cruser 90
Re: Breytingar á Lc 90
Komdu sæll.
Ég var að ljúka við að breyta mínum úr 35" í 38" og það sem þarf að gera er eftirfarandi.
Skera úr hjólskálum og sjóða
færa afturhásingu um 12 sm aftur
lyfta á boddý um 8-10 sm
lengja drifskaft að aftan
lengja stírisstöng.
lengja gírstangir
Breyta festingum fyrir eldsneytistank og stút á tankinn
Stærri brettakanta
Breyta drifhlutföllum í 4:88
Breyta festingum fyrir stuðara, framm og aftur.
Getur verið að ég sé að gleyma einhverju en þetta er svona í grófum dráttum það sem þarf að gera.
kv, Bjarni
Ég var að ljúka við að breyta mínum úr 35" í 38" og það sem þarf að gera er eftirfarandi.
Skera úr hjólskálum og sjóða
færa afturhásingu um 12 sm aftur
lyfta á boddý um 8-10 sm
lengja drifskaft að aftan
lengja stírisstöng.
lengja gírstangir
Breyta festingum fyrir eldsneytistank og stút á tankinn
Stærri brettakanta
Breyta drifhlutföllum í 4:88
Breyta festingum fyrir stuðara, framm og aftur.
Getur verið að ég sé að gleyma einhverju en þetta er svona í grófum dráttum það sem þarf að gera.
kv, Bjarni
Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur