Beadlock - Reynsla?
-
Höfundur þráðar - Stjórnandi
- Innlegg: 1397
- Skráður: 30.jan 2010, 22:43
- Fullt nafn: Árni Björnsson
- Bíltegund: Land Rover
- Staðsetning: Akureyri
- Hafa samband:
Beadlock - Reynsla?
Sælt veri fólkið!
Nú vil ég spyrja þá sem eru með og hafa haft beadlock á sínum dekkjum, er þetta málið? Ef og þegar kemur að breytingu hjá mér, þá myndi mig langa í þetta.
Hefur þetta haft slæm áhrif á hliðarnar á dekkjunum?
Heldur þetta lofti?
Gerðuð þið þetta sjálfir og ef svo er, er viðkomandi til í að skaffa nákvæma lýsingu?
Hrein hamingja eða viðbjóður?
Nú vil ég spyrja þá sem eru með og hafa haft beadlock á sínum dekkjum, er þetta málið? Ef og þegar kemur að breytingu hjá mér, þá myndi mig langa í þetta.
Hefur þetta haft slæm áhrif á hliðarnar á dekkjunum?
Heldur þetta lofti?
Gerðuð þið þetta sjálfir og ef svo er, er viðkomandi til í að skaffa nákvæma lýsingu?
Hrein hamingja eða viðbjóður?
Land Rover Defender 130 38"
Re: Beadlock - Reynsla?
Þetta er til friðs og þetta er alveg öst ef að það á að vera að taka á bílunum með litlu lofti í hjólunum, ég stefni á að setja þetta líka að innanverðu hjá mér þþá er þetta bara 100% :) Nú veit ég að einhverjir ráðleggja þér völsunina en það er að affelgast með því systemi og það gerist þegar þú vilt ekki að það gerist þ.e. í verstu aðstæðum, ég ætla ekki að segja heldur að allir eigi að vera með beadlock :) en það er skothelt :)
-
Höfundur þráðar - Stjórnandi
- Innlegg: 1397
- Skráður: 30.jan 2010, 22:43
- Fullt nafn: Árni Björnsson
- Bíltegund: Land Rover
- Staðsetning: Akureyri
- Hafa samband:
Re: Beadlock - Reynsla?
Ljómandi, takk fyrir svarið.
Ég hef ágætis hugmynd um hvernig þetta er gert, framkvæmdir þú þetta sjálfur?
Ég hef ágætis hugmynd um hvernig þetta er gert, framkvæmdir þú þetta sjálfur?
Land Rover Defender 130 38"
-
- Póststjóri
- Innlegg: 2809
- Skráður: 06.feb 2010, 10:43
- Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
- Bíltegund: Patrol
- Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf
Re: Beadlock - Reynsla?
Ef það á að setja þetta á báðu megin, er þá ekki eina vitið samanboltaðar felgur með tunnuvirki inní?
http://www.jeppafelgur.is/
Re: Beadlock - Reynsla?
Já ég gerði þetta sjálfur og þetta er einfaldasti og ódýrast búnaðurinn :) Elli nei það er bara miklu dyrara og meiri smíði
-
- Póststjóri
- Innlegg: 2809
- Skráður: 06.feb 2010, 10:43
- Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
- Bíltegund: Patrol
- Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf
Re: Beadlock - Reynsla?
Það hlýtur að þurfa að minnka backspace eða gera æfingar ef á að bolta að innanverðu líka út af stýrisendum?
http://www.jeppafelgur.is/
-
Höfundur þráðar - Stjórnandi
- Innlegg: 1397
- Skráður: 30.jan 2010, 22:43
- Fullt nafn: Árni Björnsson
- Bíltegund: Land Rover
- Staðsetning: Akureyri
- Hafa samband:
Re: Beadlock - Reynsla?
Hvað hafið þið notað sem millilegg innan við boltana?
Hérna er millistykki sem bæði miðjar hringina og passar upp á afmyndun.
Hérna er millistykki sem bæði miðjar hringina og passar upp á afmyndun.
Land Rover Defender 130 38"
-
- Innlegg: 131
- Skráður: 07.feb 2010, 14:20
- Fullt nafn: Hörður Sæmundsson
- Staðsetning: Kópavogur
Re: Beadlock - Reynsla?
Ég hef notað badlock að utanverðu með 49" dekkjum og það bara virkar, í Avalanche smíðaði ég samanboltaðar felgur með tunnu inní og held að það verði enn betra. Ég smíðaði báðar þessar útfærslur sjálfur og þessi samanboltaða er aðeins dýrari en ég held að það verði þess virði, það getur ekki verið skemmtilegt að eiga við 125kg dekk fastur í krapapitti í sliddu. Það eru ágætar myndir af smíðinni á samsettu felgunum inni á smíðaþræðinum fyrir Avalnche hjá mér, þar sýni ég hvernig ég rétti upp felguna á hásingarnafinu og svo smíða ég millihólkinn úr 15mm plastplötu sem gerir þetta allt saman mikið ódýrara í smíði.
kv Hörður
kv Hörður
-
- Innlegg: 65
- Skráður: 09.okt 2011, 00:08
- Fullt nafn: Guðjón Arnar Einarsson
Re: Beadlock - Reynsla?
min personulega skoðun er að vera bara með suðukant það svín virkar . þegar maður affelgar svoleiðis þá er atakið svo mikið að maður rífur dekk með beadlock . þessvegna held ég að það sé betra að setja dekkið uppa aftur heldur að vera með ónytt dekk uppa fjöllum
-
- Innlegg: 305
- Skráður: 31.jan 2010, 23:01
- Fullt nafn: Hilmar Ingimundarson
- Bíltegund: Toyota Hilux 93
- Staðsetning: Akureyri
Re: Beadlock - Reynsla?
vandamálið með soðna kanta er að þeir eiðileggja þéttikantinn á dekkinu þegar verið er að setja það á ég vinn á dekkjaverkstæði og hef séð alltof mörg dekk ónýt út af soðnum köntum þannig að beadlock fær mitt atkvæði
1993 árg Toyota Hilux (hvaðan kemur þetta Hilux ??) 35 - 36"
22RE bensínrokkur (rétt dugar til að skila honum áfram á jafnsléttu)
kominn á 38” og með 22RTE sem er heldur snarpari en gamla og svo gafst hún upp og er kominn með
1kz-te
Kv Hilmar
22RE bensínrokkur (rétt dugar til að skila honum áfram á jafnsléttu)
kominn á 38” og með 22RTE sem er heldur snarpari en gamla og svo gafst hún upp og er kominn með
1kz-te
Kv Hilmar
-
- Innlegg: 650
- Skráður: 01.feb 2010, 21:44
- Fullt nafn: Hjörtur Már Gestsson
- Bíltegund: Grand Cruiser 4.0TDI
Re: Beadlock - Reynsla?
Svo snýst þetta ekki bara um affelgun heldur snúning líka (hey orðagrín).
Var með soðinn kannt hjá mér, affelgaði aldrei en eyðilagði eitt dekk á því að snúa felgunni inní því, fyrir utan að þetta var alltaf að leka og fyllast af óbjóði í krapa.
Svo fékk ég svona beadlock kit frá summit, sauð það í og ekkert nema æði pæði eftir það, kom alveg merkilega vel út að sjóða þetta bara sjálfur útá gólfi. Gat beitt bílnum miklu meira á minna lofti.
Var með soðinn kannt hjá mér, affelgaði aldrei en eyðilagði eitt dekk á því að snúa felgunni inní því, fyrir utan að þetta var alltaf að leka og fyllast af óbjóði í krapa.
Svo fékk ég svona beadlock kit frá summit, sauð það í og ekkert nema æði pæði eftir það, kom alveg merkilega vel út að sjóða þetta bara sjálfur útá gólfi. Gat beitt bílnum miklu meira á minna lofti.
Dents are like tattoos but with better stories.
-
- Innlegg: 971
- Skráður: 26.maí 2012, 10:42
- Fullt nafn: Gunnar Þórólfsson
- Bíltegund: Daihatsu feroza
- Staðsetning: Akureyri
Re: Beadlock - Reynsla?
Suðukantur er viðbjóður og það ætti enginn að láta sér detta þannig í hug
head over to IKEA and assemble a sense of humor
-
- Innlegg: 3133
- Skráður: 07.feb 2010, 13:19
- Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson
Re: Beadlock - Reynsla?
Sælir félagar mín 50 cent. Er búinn að vera i þessum bransa í 17 mínus 60 ár og aldrei verið með beadlock Hulkinn er á 54" aldrei affelgað ekki beadlock 49" ford ekki beadlock aldrei affelgað og yfir 100 aðrir breittir bílar ekki beadlock og þetta hefur bara gengið furðu vel.Ein og ein affelgun en því alltaf reddað í hvelli.Bara einfalt gott og ódýrt. En hvað veit ég kveðja frá sigló
-
- Innlegg: 690
- Skráður: 01.feb 2010, 08:29
- Fullt nafn: Óskar Andri Víðisson
- Bíltegund: Toyota
- Staðsetning: Vatnsenda, Kópavogur
- Hafa samband:
Re: Beadlock - Reynsla?
Völsun + líming fær mitt atkvæði.... hef einusinni fengið ís á milli á valsaðri felgu og það var af því að dekkið lak og loftið tæmdist allt úr dekkinu. Þetta var í smá stund svona og dekkið illa krumpað eftir því en affelgaðist ekki þrátt fyrir að vera í smá hliðarhalla. Ég hef ekki reynslu á mínum bíl af beadlock en við erum með svoleiðis á patrolum í björgunarsveitinni og það hefur reynst vel líka.
-
- Innlegg: 650
- Skráður: 01.feb 2010, 21:44
- Fullt nafn: Hjörtur Már Gestsson
- Bíltegund: Grand Cruiser 4.0TDI
Re: Beadlock - Reynsla?
Svo má við þetta bæta að það er hægt að sleppa mjög billega með beadlock felgur:
http://www.summitracing.com/int/parts/a ... /overview/
29 Þúsund úti á 4 hjól, svo reikna flutning toll og vask.
http://www.summitracing.com/int/parts/a ... /overview/
29 Þúsund úti á 4 hjól, svo reikna flutning toll og vask.
Dents are like tattoos but with better stories.
-
Höfundur þráðar - Stjórnandi
- Innlegg: 1397
- Skráður: 30.jan 2010, 22:43
- Fullt nafn: Árni Björnsson
- Bíltegund: Land Rover
- Staðsetning: Akureyri
- Hafa samband:
Re: Beadlock - Reynsla?
Hjörturinn wrote:Svo fékk ég svona beadlock kit frá summit, sauð það í og ekkert nema æði pæði eftir það, kom alveg merkilega vel út að sjóða þetta bara sjálfur útá gólfi. Gat beitt bílnum miklu meira á minna lofti.
Þetta er nákvæmlega það sem ég vildi heyra, því ég vil að beadlock sé æðislegt !
Land Rover Defender 130 38"
-
- Innlegg: 48
- Skráður: 20.júl 2011, 21:27
- Fullt nafn: Tómas Ingi Árnason
- Bíltegund: toyota hilux
Re: Beadlock - Reynsla?
Nú spyr sá sem ekki veit er ekkert mál að breyta felgu sem er búið að breikka eftir a i Beadlock felgur eða smsagt sjóða a hana Beadlock eftir a eða skiptir það eingu?
Hægt fer margt sér hratt fer fátt sér
Toyota hilux 90 38"
Toyota hilux 90 38"
-
- Innlegg: 650
- Skráður: 01.feb 2010, 21:44
- Fullt nafn: Hjörtur Már Gestsson
- Bíltegund: Grand Cruiser 4.0TDI
Re: Beadlock - Reynsla?
Nú spyr sá sem ekki veit er ekkert mál að breyta felgu sem er búið að breikka eftir a i Beadlock felgur eða smsagt sjóða a hana Beadlock eftir a eða skiptir það eingu?
þú sýður bara innri hringinn utaná felguna, svo boltast ytri hringurinn á það, þannig að dekkið fer utaná felguna, breikkar þannig séð um hálfa tommu við þetta, skiptir engu hvort hún er breikkuð eða ekki, bara breikkar aðeins við breadlockið.
Best ef felgan er ekkert bogin, þá er ekkert mál að miðja þetta vel, mínar voru bognar á stöku stað, var bara með þær á nái á meðan og snéri í hringi til að sjá hvort þetta væri ekki miðjað, svona rennibekkur fátæka mannsins :)
Dents are like tattoos but with better stories.
Re: Beadlock - Reynsla?
Ég segi eins og Óskar og Guðni.
Búinn að vera í þessu í áratug og aldrei haft beadlock. Völsun og líming fær mitt atkvæði.
Búinn að vera í þessu í áratug og aldrei haft beadlock. Völsun og líming fær mitt atkvæði.
-
- Innlegg: 1160
- Skráður: 02.feb 2010, 10:32
- Fullt nafn: Kristinn Magnússon
- Bíltegund: Wrangler 44"
Re: Beadlock - Reynsla?
Ég persónulega myndi ekki fá mér beadlock nema ég væri búinn að kaupa allt annað sem mig langar í í jeppann, til dæmis driflæsingar eða meira afl (sem verður seint nægilega mikið!).
Á meðan dekkin eru ekki sett á eitthvað álfelgudrasl eða eru með of rúmt gat þá hefur mér sýnst að þau tolli ágætlega á felgum :)
Á meðan dekkin eru ekki sett á eitthvað álfelgudrasl eða eru með of rúmt gat þá hefur mér sýnst að þau tolli ágætlega á felgum :)
Re: Beadlock - Reynsla?
viljiði ekki bara fara aftur í tréfelgur undan hestakerrum ? það affelgast aldrei :) ef þið affelgið aldrei þá eruð þið ekki að ferðast ... ekki að taka á bílunum ( af því þið eruð hræddir við að affelga) :) skil ekki þessa neikvæðni í ykkur varðandi framfarir
-
- Innlegg: 1160
- Skráður: 02.feb 2010, 10:32
- Fullt nafn: Kristinn Magnússon
- Bíltegund: Wrangler 44"
Re: Beadlock - Reynsla?
Já okey... það er spurning líka hvort þeir sem eru svona svakalega hræddir við affelganir hafi reynslu af venjulegum felgum... ég get lofað þér því Helgi að affelgun er það síðasta sem ég spái í þegar ég keyri á fjöllum.
Síðast breytt af Kiddi þann 26.aug 2015, 22:04, breytt 1 sinni samtals.
-
Höfundur þráðar - Stjórnandi
- Innlegg: 1397
- Skráður: 30.jan 2010, 22:43
- Fullt nafn: Árni Björnsson
- Bíltegund: Land Rover
- Staðsetning: Akureyri
- Hafa samband:
Re: Beadlock - Reynsla?
Ég væri vel til í sett af tréfelgum, svo lengi sem það er harðviður, annað væri glapræði.
Land Rover Defender 130 38"
-
- Innlegg: 305
- Skráður: 31.jan 2010, 23:01
- Fullt nafn: Hilmar Ingimundarson
- Bíltegund: Toyota Hilux 93
- Staðsetning: Akureyri
Re: Beadlock - Reynsla?
Mér hefur nú sýnst það sem sé að hrella menn sé að menn séu að spóla inn í dekkjunum frekar en að menn séu að affelga
allavega erum við í vinnunni hjá mér alltaf að fá inn dekk annaðslagið í endurjafvægisstillingu vegna þess að þau hafa snúist á felgunni
allavega erum við í vinnunni hjá mér alltaf að fá inn dekk annaðslagið í endurjafvægisstillingu vegna þess að þau hafa snúist á felgunni
1993 árg Toyota Hilux (hvaðan kemur þetta Hilux ??) 35 - 36"
22RE bensínrokkur (rétt dugar til að skila honum áfram á jafnsléttu)
kominn á 38” og með 22RTE sem er heldur snarpari en gamla og svo gafst hún upp og er kominn með
1kz-te
Kv Hilmar
22RE bensínrokkur (rétt dugar til að skila honum áfram á jafnsléttu)
kominn á 38” og með 22RTE sem er heldur snarpari en gamla og svo gafst hún upp og er kominn með
1kz-te
Kv Hilmar
-
- Innlegg: 234
- Skráður: 26.feb 2012, 23:34
- Fullt nafn: Óttar..
- Bíltegund: VW Touareg
- Staðsetning: Hafnarfjörður
Re: Beadlock - Reynsla?
Ég hef enga reynslu af beadlock en hversu mikið er þetta að þyngja felguna? Eru menn ekki alltaf að berjast við aukakílóin, sérstaklega út við hjól :)
-
- Innlegg: 2697
- Skráður: 29.mar 2012, 08:39
- Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
- Bíltegund: Toyota Tacoma
Re: Beadlock - Reynsla?
Óttar wrote:Ég hef enga reynslu af beadlock en hversu mikið er þetta að þyngja felguna? Eru menn ekki alltaf að berjast við aukakílóin, sérstaklega út við hjól :)
Góð pæling, það væri gaman að vita hver þyngdaraukningin er á tvöföldu beadlock vs. samanboltaðri felgu vs. "venjuleg" breikkuð felga.
Og annað sem ég var að pæla í, hefur einhver skorið brúnina af felgunni áður en beadlockið var sett á? Svona til að létta felguna og til að hún breikki minna?
Re: Beadlock - Reynsla?
Nú hef ég ferðast talsvert bæði með bedlock og án og hef undan hvorugu að hvarta. Eini gallinn sem ég sé við bedlock er að það safnar meiri krapa og drullu í felguna. Ég hef aldrei verið með bedlock undir mínum einkabílum og mynnir að ég hafi affelgað síðast 1992, og það var að innanverðu þannig að bedlock hefði engu breytt með það. Samt tel ég mig hafa tekið vel á þeim. Aftur á móti er ég mjög sérvitur á felgur og nota helst ekkert nema breikkaðar LC60 felgur því þær standast mál vel og hef ég ekki verið með þær kantsoðnar. Hef reyndar bara verið með Mudder og AT á þeim þannig að ég hef ekki reynslu af öðrum dekkjum varðandi affelgun undir mínum bílum. Erum með bedlock undir tveimur björgunarsveitarbílum hjá okkur á 44" DC og einn án bedlock og hefur ekkert affelgast á neinum þeirra. Vorum með þá á 38" Mudder í mörg ár á 15,5" breiðum Patrol felgum sem voru kantsoðnar og affelguðum aldrei með þeim búnaði. Samt voru þeir stundum hátt í 4 tonn og vel tekið á þeim. Prófuðum síðan 41" Irok og vorum í tómu basli með það. Settum bedlock á felgurnar en vorum alltaf í brasi með innri kantinn. Þannig að það er erftitt að segja hvað er best. Bara að gera það sem mann langar.
Kv. Smári.
Kv. Smári.
Re: Beadlock - Reynsla?
Það sem ég útbjó er ekki þungt , þessi grömm eru ekki málið , mikið skemmtilegra að keyra bara frjálst og létt í hliðarhalla og með nánast loftlaus dekk án þess að vera að pæla í affelgun :) því eins og ég minntist á hérna einhvern tíma , þá affelgast á versta stað og í verstu aðstæðum , en mitt affelgunarvandamál hætti nánast þegar ég hætti að keyra á DC :) takið eftir nánast,, ekki alveg , en hætti alveg við beadlock :)
Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Google [Bot] og 1 gestur