Ákvað að stofna hérna smá póst til að lífga upp á síðuna en ég er að fara að breyta núverandi jeppa mínum fyrir veturinn. Bílinn sem um ræðir er Nissan Navara D40 2006 árgerð LE týpa. Planið er að fara í 37" í vetur og svo 38" fyrir næsta vetur þegar maður verður búinn að fjárfesta í nýjum drifbúnaði að framan.
Planið fyrir veturinn:
Klafasíkka bílinn um 5cm [x]
Fox fjöðrun [x]
38" brettakanntar [x]
Skurður og það sem þarf fyrir dekkin [x]
Talstöð [x] Kenwood Digital/Analog VHF frá RadioRaf varð fyrir valinu
Gps [x]
15x12,5felgur [x]
37"x13,5r15 Super Swamper M16 [x]
Planið eftir vetur
Sérsmíðað D44 framdrif með ARB loftlás [x]
4.56 hlutföll [x]
38" dekk [x]
Svona leit bílinn út þegar ég keypti hann fyrir 2 mánuðum. 35" breyttur.

Gormar settir í (Keyptir hjá AT)

Svo er bílinn núna hjá strákunum í Víkurós þar sem verið að að sprauta þak, frambretti o.fl. til að geran fínan. Einnig er Formverk að smíða 38" kannta sem ég fæ í næstu viku. Síðan fljótlega verður ráðist í klafa síkkun ásamt því að 15x12 felgur verða keyptir ásamt dekkjum.
Er að spá í 37x13.5 R15 Super Swamper M16 undir bílinn, hafa menn eitthverjar sögur að segja um þau dekk.
Leyfi mönnum að fylgjast með um leið og verkið hefst fyrir alvöru.
Uppfært 17.07.2015
Jæja, Dekk og felgur komið og bílinn kominn inn á gólf þar sem verkefnið er að byrja.
Bílinn sóttur úr yfirhalningu á sprautuverkstæði og einnig látið sprauta nýja 38" kannta sem sjást á gólfinu ómálaðir

Dekk og felgur

Byrjað að undirbúa fyrir klafasíkkun

Keypti líka óvart Fox fram og afturdempara undir bílinn svo það tók því að versla gorma.

