Kaupa dekk - verðsamanburður
-
Höfundur þráðar - Póststjóri
- Innlegg: 2809
- Skráður: 06.feb 2010, 10:43
- Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
- Bíltegund: Patrol
- Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf
Kaupa dekk - verðsamanburður
Nú þarf ég að fara að huga að dekkjakaupum undir patrolinn hjá mér. 35" skal það vera fyrir 15" felgurnar mínar.
Hverjir bjóða bestu verðin? Hverjir eru yfir höfuð að selja dekk?
Ef við tínum upp á yfirborðið alla staði sem selja 35" dekk þá er ég til í að hringja á þá staði og athuga verð og pósta öllum niðurstöðum hér. Kannski kría út afslátt eða tilboð til meðlima jeppaspjallsins, sjáum hvað fyrirtæki eru tilkippileg til þess.
Hverjir bjóða bestu verðin? Hverjir eru yfir höfuð að selja dekk?
Ef við tínum upp á yfirborðið alla staði sem selja 35" dekk þá er ég til í að hringja á þá staði og athuga verð og pósta öllum niðurstöðum hér. Kannski kría út afslátt eða tilboð til meðlima jeppaspjallsins, sjáum hvað fyrirtæki eru tilkippileg til þess.
http://www.jeppafelgur.is/
-
- Innlegg: 1273
- Skráður: 15.okt 2013, 19:45
- Fullt nafn: Elías Róbertsson
- Bíltegund: F350 38,5"
- Staðsetning: Ólafsvík
-
- Innlegg: 3133
- Skráður: 07.feb 2010, 13:19
- Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson
Re: Kaupa dekk - verðsamanburður
Sæll Elli Dekkjahöllin á Akureyri hjá honum Gunna Kredd eigandanum af 6x6 raminum 4623002. Nú svo Bílaþjónustan á Húsavík hjá honum Inga hann hefur alltaf verið með bestu verðin að mínu mati sími 4641122. Nú svo N-1 4401000 og Bílabúð Benna 5902000. Dekkjalsalan ehf. 5873757 oft góðir notað og nýtt. Sólning 5445000.Arctic Trucks Ísland ehf 540 4900. Bland sími 007. Jeppaspjallið sími 008 og 4x4 sími 0000.kveðja guðni
-
- Stjórnandi
- Innlegg: 1397
- Skráður: 30.jan 2010, 22:43
- Fullt nafn: Árni Björnsson
- Bíltegund: Land Rover
- Staðsetning: Akureyri
- Hafa samband:
Re: Kaupa dekk - verðsamanburður
Fínasta upptalning hjá Guðna. Ég keypti 35" Toyo hjá Dekkverk fyrir tæpu ári, sem þeir þó virðast vera hættir með. Þá voru þeir með besta verðið á þessum dekkjum.
Land Rover Defender 130 38"
Re: Kaupa dekk - verðsamanburður
Væri áhugavert að hafa tyresdirect með...
-
Höfundur þráðar - Póststjóri
- Innlegg: 2809
- Skráður: 06.feb 2010, 10:43
- Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
- Bíltegund: Patrol
- Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf
Re: Kaupa dekk - verðsamanburður
Já, hver er reynsla manna af netkaupum á dekkjum að utan? Ég kaupi margt af netinu en ekki dekk ennþá.
Ég skoðaði tirerack fyrir stuttu síðan og miðað við að nota shopusa (sem oft borgar sig á þungu eða rúmmálsfreku) þá voru þeir á sama verði og hér heima miðað við toyo dekk
Ég skoðaði tirerack fyrir stuttu síðan og miðað við að nota shopusa (sem oft borgar sig á þungu eða rúmmálsfreku) þá voru þeir á sama verði og hér heima miðað við toyo dekk
http://www.jeppafelgur.is/
-
- Innlegg: 2697
- Skráður: 29.mar 2012, 08:39
- Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
- Bíltegund: Toyota Tacoma
Re: Kaupa dekk - verðsamanburður
elliofur wrote:Já, hver er reynsla manna af netkaupum á dekkjum að utan? Ég kaupi margt af netinu en ekki dekk ennþá.
Ég skoðaði tirerack fyrir stuttu síðan og miðað við að nota shopusa (sem oft borgar sig á þungu eða rúmmálsfreku) þá voru þeir á sama verði og hér heima miðað við toyo dekk
Ég hef þá þumalputtareglu að verð þarf að vera meira en 15-20% minna erlendis (komið til mín með með öllu) áður en ég ver að panta að utan. Það er alltaf betra að eiga við innlenda aðila ef eitthvað kemur upp á. Auk þess sem það tekur styttri tíma.
-
- Póststjóri
- Innlegg: 884
- Skráður: 31.jan 2010, 23:15
- Fullt nafn: Lárus Rafn Halldórsson
- Bíltegund: Chevrolet Bronco
Re: Kaupa dekk - verðsamanburður
ég er svo vitlaus að ég reyni að kaupa yfirleitt það besta (ekki ódýrasta)... :) verslaði mér Toyo 35" undir krúsa og er ógeðslega ánægður með þau.... en þetta verður áhugavert að sjá! subscribed! (ps. þau voru líka með þeim ódýrari, en fengu líka góða "dóma").
-
- Innlegg: 2697
- Skráður: 29.mar 2012, 08:39
- Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
- Bíltegund: Toyota Tacoma
Re: Kaupa dekk - verðsamanburður
Ég er á Toyo all terrain 35-tommu míkróskornum. Alger draumur að keyra á þessu. Hef að vísu ekki reynt þau ennþá í snjó.
-
- Innlegg: 133
- Skráður: 10.apr 2012, 11:08
- Fullt nafn: ólafur hafliðason
- Bíltegund: 7,3Nalli&ZF6
Re: Kaupa dekk - verðsamanburður
ég hef verið að nota mastercraft dekk undir 3 tonna pikkann hjá mér. bíllinn er original (32,5tommur), hafa reynst vel þó bíllinn sé mikið notaður í þungaflutninga (reyndar núna með E þyngdarklassa) og á góðu verði hjá sólningu. þegar ég keypti ný dekk síðastliðið haust voru Toyo dekkin aðeins dýrari í þessari stærð og þó bara í D þyngdarklassa.
-
Höfundur þráðar - Póststjóri
- Innlegg: 2809
- Skráður: 06.feb 2010, 10:43
- Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
- Bíltegund: Patrol
- Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf
Re: Kaupa dekk - verðsamanburður
Ég var líka með toyo at undir gamla hilux hjá mér og þetta eru alveg frábær dekk. Pabbi var að kaupa þau undir krúserinn hjá sér fyrir 2 vikum og það eru þau dekk sem ég lít hvað mest til.
Það eru uppi spekuleringar að múta þeim sem býður best með auglýsignabanner hér á jeppaspjallinu. Ætti að gera söluaðila aðeins viljugri að gefa okkur ágætan afslátt. Meira um það síðar.
Það eru uppi spekuleringar að múta þeim sem býður best með auglýsignabanner hér á jeppaspjallinu. Ætti að gera söluaðila aðeins viljugri að gefa okkur ágætan afslátt. Meira um það síðar.
http://www.jeppafelgur.is/
Re: Kaupa dekk - verðsamanburður
Hefur einhver reynslu af þessu? http://www.tyresdirect.is
-
Höfundur þráðar - Póststjóri
- Innlegg: 2809
- Skráður: 06.feb 2010, 10:43
- Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
- Bíltegund: Patrol
- Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf
Re: Kaupa dekk - verðsamanburður
Aðeins að byrja að tína þetta til.
Þetta er beint af síðu dekkverk.is, enginn sér díll (ennþá)
35X12,50R15 General Grabber AT2 4stk án vinnu 176.000 kr. (stykkið á 44þúsund)
35X12,50R15 BFGoodrich A/T 4stk án vinnu 212.000 kr. (stykkið á 53þúsund)
N1 beint listaverð af heimasíðu
15 R 35x12.50 Cooper St Jeppadekk 113q Jeppadekk Tommumál Neglanlegir 55.990,-
15 R 35X12,50 Trxus STS RADIAL Jeppadekk Tommumál 79.990,-
15 R 35x12.50 Cooper Stt Jeppadekk 113q Jeppadekk Tommumál 59.990,-
15 R 35X12.5 Pro Comp Xterrain C load Jeppadekk Tommumál 69.990,-
Ég hafði samband við tyresdirect.is og fékk fanta fín verð þar.
"Ég get boðið þér BF. Goodrich All Terrain KO dekkin í 35x12.50R15. Þau eru á 44.200 kr. pr. stk. Einnig er ég með Cooper Discoverer STT PRO á 39.506 kr. Pr stk. og General Grabber AT2 á 32.528 kr. Pr. Stk. General dekkið er mjög svipað BFG dekkinu og góð kaup í því."
Þetta eru venjuleg listaverð með vsk. 35" fyrir 15" felgur.
Ég sagði honum að ég væri spenntur fyrir toyo, hann ætlaði að sjá hvað hann gæti gert fyrir mig í því. Lofar mjög góðu.
Áframhald síðar.
Þetta er beint af síðu dekkverk.is, enginn sér díll (ennþá)
35X12,50R15 General Grabber AT2 4stk án vinnu 176.000 kr. (stykkið á 44þúsund)
35X12,50R15 BFGoodrich A/T 4stk án vinnu 212.000 kr. (stykkið á 53þúsund)
N1 beint listaverð af heimasíðu
15 R 35x12.50 Cooper St Jeppadekk 113q Jeppadekk Tommumál Neglanlegir 55.990,-
15 R 35X12,50 Trxus STS RADIAL Jeppadekk Tommumál 79.990,-
15 R 35x12.50 Cooper Stt Jeppadekk 113q Jeppadekk Tommumál 59.990,-
15 R 35X12.5 Pro Comp Xterrain C load Jeppadekk Tommumál 69.990,-
Ég hafði samband við tyresdirect.is og fékk fanta fín verð þar.
"Ég get boðið þér BF. Goodrich All Terrain KO dekkin í 35x12.50R15. Þau eru á 44.200 kr. pr. stk. Einnig er ég með Cooper Discoverer STT PRO á 39.506 kr. Pr stk. og General Grabber AT2 á 32.528 kr. Pr. Stk. General dekkið er mjög svipað BFG dekkinu og góð kaup í því."
Þetta eru venjuleg listaverð með vsk. 35" fyrir 15" felgur.
Ég sagði honum að ég væri spenntur fyrir toyo, hann ætlaði að sjá hvað hann gæti gert fyrir mig í því. Lofar mjög góðu.
Áframhald síðar.
http://www.jeppafelgur.is/
-
- Innlegg: 374
- Skráður: 19.sep 2011, 20:14
- Fullt nafn: Hrannar Sigfússon
- Bíltegund: Musso Sport 37''
- Staðsetning: Hveragerði
Re: Kaupa dekk - verðsamanburður
en er þetta kannski líka ekki svoldið mikið hvað þú ert að fá fyrir peninginn ?
persónulega verða Toyo AT eða MT fyrir valinu næst, ótrúlegt hvað þeir ná að keyra þessi dekk undir stóru fordunum.
svo fer þetta líka eftir því hverju þú ert að leita af ?
persónulega verða Toyo AT eða MT fyrir valinu næst, ótrúlegt hvað þeir ná að keyra þessi dekk undir stóru fordunum.
svo fer þetta líka eftir því hverju þú ert að leita af ?
Hranni Fúsa
Jeep Grand Cherokee WJ
Jeep Grand Cherokee WJ
-
Höfundur þráðar - Póststjóri
- Innlegg: 2809
- Skráður: 06.feb 2010, 10:43
- Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
- Bíltegund: Patrol
- Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf
Re: Kaupa dekk - verðsamanburður
Ég er eiginlega ákveðinn í að fá mér Toyo Open Country AT.
http://www.jeppafelgur.is/
Re: Kaupa dekk - verðsamanburður
Hvernig er með BF. Goodrich dekkin, eru þetta orðið algert dót sem fúnar á mettíma? Þetta hafa verið mjög algeng dekk í gegnum tíðina en sökum þess hve mörg dekk ég hef séð ónýt af fúa varla hálfslitin og sum rifna, þá fengi ég mér seint svoleiðis, sama hvaða verði þau væru á. Og Maxxis dekk er gott að aka á á sumrin, en alveg vonlaus í hálku og snjó.
Re: Kaupa dekk - verðsamanburður
Þetta er allt saman spennandi... Glæsilegt ef hægt er að lækka verð. Maður hefði nú líka haldið með fallandi olíuverði að dekk ættu að lækka.
Hafið þið eitthvað skoðað þetta R/T dekk frá Toyo? Er einhver kominn á svoleiðis?
Hafið þið eitthvað skoðað þetta R/T dekk frá Toyo? Er einhver kominn á svoleiðis?
Re: Kaupa dekk - verðsamanburður
JLS wrote:Hvernig er með BF. Goodrich dekkin, eru þetta orðið algert dót sem fúnar á mettíma? Þetta hafa verið mjög algeng dekk í gegnum tíðina en sökum þess hve mörg dekk ég hef séð ónýt af fúa varla hálfslitin og sum rifna, þá fengi ég mér seint svoleiðis, sama hvaða verði þau væru á. Og Maxxis dekk er gott að aka á á sumrin, en alveg vonlaus í hálku og snjó.
Ég er búinn að keyra á BF Goodrich AT í 3 ár og er ekki farinn að sjá neinn fúa í þeim, hef aftur á móti séð þau mörg fúin, en ég keyri það mikið að þau ná ekki að fúna hjá mér. Hef verið mjög ánægður með þau að öllu leiti nema þegar krapi er á vegum, þá flýtur bíllinn upp vegna þess að munstrið er allt of lokað. Fékk mér Toyo Open Country AT í haust og finnst mér þau góð við allar aðstæður sem ég hef ekið í. Þau hafa aftur á móti þann galla að vera mikið harðari en BFG og kem ég þess vegna ekki til með að kaupa mér þau aftur. Reikna með að fara aftur í BFG þar sem komið er nýtt munstur sem á að vera opnara.
Kv. Smári
-
- Innlegg: 760
- Skráður: 01.feb 2010, 07:44
- Fullt nafn: Kristján Hagalín Guðjónsson
- Staðsetning: Akranes
- Hafa samband:
Re: Kaupa dekk - verðsamanburður
Spurning hvort að Tyres Direct geti farið í samflot með Jeppaspjallinu á að moka inn gang af stórum jeppadekkjum 38" og uppúr???
Var ekki búið að finna framleiðanda af svipuðum dekkjum og AT 38"??
Var ekki búið að finna framleiðanda af svipuðum dekkjum og AT 38"??
Kristján Hagalín
Ford F-250 Lariat 46"
Nissan Patrol 201 44" - Seldur
Nissan Terrano2 2001 36" - Seldur
Toyota Hilux 2,4Turbo 38" - Seldur
E-1870
Ford F-250 Lariat 46"
Nissan Patrol 201 44" - Seldur
Nissan Terrano2 2001 36" - Seldur
Toyota Hilux 2,4Turbo 38" - Seldur
E-1870
-
Höfundur þráðar - Póststjóri
- Innlegg: 2809
- Skráður: 06.feb 2010, 10:43
- Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
- Bíltegund: Patrol
- Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf
Re: Kaupa dekk - verðsamanburður
Pælingar í gangi drengir og stúlkur.
Hvað þyrfti 38x15.5R15 dekkið að fara niður í til að það myndi mokast út? Hvað er sanngjarnt verð á 38"?
Hvaða dekk frá USA myndi vera best tekið í?
Málefnalegar umræður og endilega koma með skoðanir, því fleiri, því betra.
Hvað þyrfti 38x15.5R15 dekkið að fara niður í til að það myndi mokast út? Hvað er sanngjarnt verð á 38"?
Hvaða dekk frá USA myndi vera best tekið í?
Málefnalegar umræður og endilega koma með skoðanir, því fleiri, því betra.
http://www.jeppafelgur.is/
Re: Kaupa dekk - verðsamanburður
Ég myndi kaupa 38" toyo hiklaust... mer finnst bara verðið orðið rugl. yfir 500 þus gangurinn... eg keypti minn gang 2009 og þá kostaði þetta 160 þus gangurinn. svo kom hrun og allt það, gengið fokkt.... svo ath eg fyrir nokkru síðan þá var það 400 kall gangurinn... svo fóru vörugjoldin af og þá kosta þau allt í einu yfir 500 kall gangurinn...... þad er eitthvad mikið ad i þessu þjoðfelagi.
-
- Innlegg: 2697
- Skráður: 29.mar 2012, 08:39
- Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
- Bíltegund: Toyota Tacoma
Re: Kaupa dekk - verðsamanburður
Gengið á dollaranum var að síga um 5% þannig að það ætti eitthvað að vera að gerast. (GLÆTAN!)
-
- Innlegg: 147
- Skráður: 16.júl 2012, 09:13
- Fullt nafn: Einar Kristján Haraldsson
- Bíltegund: Patti
Re: Kaupa dekk - verðsamanburður
Búið að fella tolla af þessu.
Frá því við fengum gangin á 160 þús $ um 60 kall.
Núna er $ 120 kall svo verðið ætti að vera 320 max en er ca 500 þús! Þetta er ekki í lagi!
Mig vantar einn til tvo ganga en er ekki að fara að setja bílverð í þá!
Frá því við fengum gangin á 160 þús $ um 60 kall.
Núna er $ 120 kall svo verðið ætti að vera 320 max en er ca 500 þús! Þetta er ekki í lagi!
Mig vantar einn til tvo ganga en er ekki að fara að setja bílverð í þá!
Re: Kaupa dekk - verðsamanburður
Mig langar að ítreka spurningu sem varpað var fram í þessum þræði: Hefur einhver reynslu af því að kaupa dekk hjá tyresdirekt.is? Þeir virðast bjóða dekk á betra verði en nokkur annar en maður veit ekkert um hvort þetta virki, hvort dekkin séu original osfrv.
Re: Kaupa dekk - verðsamanburður
Er ekki full ástæða til að halda þessum þræði á floti? Kom eitthvað frekar útúr þessum afsláttarpælingum?
-
Höfundur þráðar - Póststjóri
- Innlegg: 2809
- Skráður: 06.feb 2010, 10:43
- Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
- Bíltegund: Patrol
- Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf
Re: Kaupa dekk - verðsamanburður
Nei það kom ekkert útúr því. Þeir áttu heldur ekki toyo og gátu ekki reddað því á tilskildum tíma og svo duttu fín negld 38" dekk uppí hendurnar á mér þannig að ég geri ekki meira í þessu að sinni.
En hugsanlega verður eitthvað meira seinna, Huginn hjá tiresdirect ætlaði að skoða hvað hann getur gert fyrir jeppamarkaðinn eftir að ég peppaði hann duglega upp. Sjáum hvað setur.
En hugsanlega verður eitthvað meira seinna, Huginn hjá tiresdirect ætlaði að skoða hvað hann getur gert fyrir jeppamarkaðinn eftir að ég peppaði hann duglega upp. Sjáum hvað setur.
http://www.jeppafelgur.is/
Re: Kaupa dekk - verðsamanburður
Hefur einhver reynslu af 35" General Grabber AT2 ? Flott verð á þessum dekkjum.
Re: Kaupa dekk - verðsamanburður
Hver er með umboðið fyrir General Grabber?
Re: Kaupa dekk - verðsamanburður
Ekki hugmynd en Dekkverk er að selja þetta og Tyresdirect.is amk. Ég hringdi í Dekkverk og þeir hafa góða reynslu af þessum dekkjum segja þeir.
Re: Kaupa dekk - verðsamanburður
Tyresdirect búnir að opna vefbúð. Mjög flott verð miðað við það sem ég hef skoðað http://www.tyresdirect.is/is
Re: Kaupa dekk - verðsamanburður
Án þess að ég hafi hugmynd um verð, þá rakst ég á þessa grein á netinu um ný dekk í USA.
Kannski er hægt að fá e-ð af þessu hérna heima.
http://www.fourwheeler.com/product-revi ... -your-4x4/
Kannski er hægt að fá e-ð af þessu hérna heima.
http://www.fourwheeler.com/product-revi ... -your-4x4/
Einar Kristjánsson
R 4048
R 4048
-
- Innlegg: 657
- Skráður: 18.feb 2011, 13:16
- Fullt nafn: þorvaldur björn matthíasson
- Staðsetning: Suðurland
Re: Kaupa dekk - verðsamanburður
ég er allavega harðákveðinn í að prófa westlake dekkin sem dekkverk er að selja, flott og mjúkt munstur og sanngjarnt verð, er búinn að prófa westlake undir einn fólksbíl og var mjög ánægður með þau
Ford Bronco 1974 (Z-444)
Ford Bronco 1968 33"(L-1029)
Toyota Hilux dc 38" 2000
Toyota LandCruizer 90 31" 2000
Ford Bronco 1968 33"(L-1029)
Toyota Hilux dc 38" 2000
Toyota LandCruizer 90 31" 2000
Re: Kaupa dekk - verðsamanburður
Sælir allir
Var að fá í hendurnar splunkunýjan 35" gang af General Grabber AT2 sem ég pantaði í gegnum www.tyresdirect.is. Verðið var 139 þús.kr en sömu dekk kosta 176 þús.kr hjá Dekkverk. Þetta tók 3 vikur að koma (tafðist um eina viku) en dekkin eru afhent heim að dyrum hér á höfuðborgarsvæðinu án aukakostnaðar.
Huginn svaraði mjög vel tölvupóstum og lét mig vita að fyrra bragði um vikutöfina. Mjög ánægður með þjónustuna hjá honum og verðið :)
Var að fá í hendurnar splunkunýjan 35" gang af General Grabber AT2 sem ég pantaði í gegnum www.tyresdirect.is. Verðið var 139 þús.kr en sömu dekk kosta 176 þús.kr hjá Dekkverk. Þetta tók 3 vikur að koma (tafðist um eina viku) en dekkin eru afhent heim að dyrum hér á höfuðborgarsvæðinu án aukakostnaðar.
Huginn svaraði mjög vel tölvupóstum og lét mig vita að fyrra bragði um vikutöfina. Mjög ánægður með þjónustuna hjá honum og verðið :)
-
- Innlegg: 1
- Skráður: 16.des 2015, 21:21
- Fullt nafn: Erlendur Salómonsson
- Bíltegund: KIA
Re: Kaupa dekk - verðsamanburður
Sælir
Er einhver sem þekkir 35" Nokian HKPL LT2 sem fást í Max1? Eru þau góð í snjó og hálku og slabbi? Ég hef nú ekki mikið vit á dekkjum, en er einhver munur á 315/70R17 og 35"*12,5? Ég er að hugsa um nagladekk, hvaða dekk eru best?
Er einhver sem þekkir 35" Nokian HKPL LT2 sem fást í Max1? Eru þau góð í snjó og hálku og slabbi? Ég hef nú ekki mikið vit á dekkjum, en er einhver munur á 315/70R17 og 35"*12,5? Ég er að hugsa um nagladekk, hvaða dekk eru best?
Re: Kaupa dekk - verðsamanburður
Jæja, ég verslaði við tyresdirect.is og hef ekkert nema gott um það að segja. Keypti 285/70R17 af BF Goodrich A/T KO2, líta hrikalega vel út. Tók rétt rúmar 3 vikur og ekkert vesen. Nú er bara að skella þessu undir.
Re: Kaupa dekk - verðsamanburður
eigum vð ekki að halda þessu uppi,
er sjálfur í dekkja hugleiðingum, langar í 37" en finnst verðið t.d á toyo 37" alveg bilað..
er alveg við að prufa bara að versla 35" westlake,
er sjálfur í dekkja hugleiðingum, langar í 37" en finnst verðið t.d á toyo 37" alveg bilað..
er alveg við að prufa bara að versla 35" westlake,
1996 Dodge Ram. 38" eilífðarverkefni
1996 Dodge Ram 38"
2000 Gmc sierra
1996 Dodge Ram 38"
2000 Gmc sierra
Re: Kaupa dekk - verðsamanburður
Ég keypti 37" Toyo beint úr Amerikuhreppi. Lét Shopusa flytja þau inn og þau komu heim að dyrum á 280.000Kr. áttu að kosta 480þús hjá benna.
Re: Kaupa dekk - verðsamanburður
230 þús kr verðmunur á 35 " toyo og 37"
1996 Dodge Ram. 38" eilífðarverkefni
1996 Dodge Ram 38"
2000 Gmc sierra
1996 Dodge Ram 38"
2000 Gmc sierra
-
- Innlegg: 49
- Skráður: 14.apr 2012, 20:40
- Fullt nafn: Atli Þór Svavarsson
- Bíltegund: MMC Pajero
- Staðsetning: Geysir eða Reykjavík
Re: Kaupa dekk - verðsamanburður
Vitið þið hvort það sé aukagjald hjá ShopUsa á stór dekk?
Interco er með slatta í 38-39" stærðum.
Bæði Bias og Radial. Þetta rokkar frá 320-350 þús eftir hvaða dekk eru tekin í 38".
Miða við verð sem ég hef fundið á summitracing. Eflaust hægt að finna þetta ódýrara eitthversstaðar.
Interco er með slatta í 38-39" stærðum.
Bæði Bias og Radial. Þetta rokkar frá 320-350 þús eftir hvaða dekk eru tekin í 38".
Miða við verð sem ég hef fundið á summitracing. Eflaust hægt að finna þetta ódýrara eitthversstaðar.
1999 MMC Pajero
2.8TD
33"
Kíktu í golf www.geysirgolf.is
2.8TD
33"
Kíktu í golf www.geysirgolf.is
-
Höfundur þráðar - Póststjóri
- Innlegg: 2809
- Skráður: 06.feb 2010, 10:43
- Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
- Bíltegund: Patrol
- Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf
Re: Kaupa dekk - verðsamanburður
Þetta er frekar einfalt hjá shopusa. Copy paste af síðunni þeirra:
4. Er afgreiðslugjaldið jafnt fyrir allar vörur, óháð rúmmáli, þyngd, tollflokkum og vörugjaldi?
ShopUSA gerir mjög flókið ferli einfalt með því að beita jöfnun. Þannig þarft þú ekki að velta fyrir þér þyngd, rúmmáli, tollflokkum eða vörugjöldum nema í þeim tilfellum sem sendingin er stærri en 1/2 rúmmeter. Reiknivélin áætlar heildarverðið til þín með jöfnunaraðferð.
Flugfrakt:
Allar sendingar sem eru minni en 50 cm á hverri hlið eru sjálfkrafa sendar með flugi til Íslands án auka flutningskostnaðar. Þú getur fengið stærri sendingar sendar með flugi en þá er kostnaðurinn USD 500 per rúmmeter (tekið er mið af ummáli heildarsendingar). Þegar þú skráir vöruna (rauði takkinn efst á síðunni), þá getur þú beðið um að sendingin verði send með flugi, jafnvel þó hún sé stærri en 50cm viðmiðið.
Dæmi:
Sending sem er 50 cm x 50 cm 50 cm = 0,125 m3 er send án aukakostnaðar
Sending sem er 1m x 50 cm x 50 cm = 0,25 m3 kostar $125 aukalega í flugfrakt en ekkert aukalega í sjófrakt.
Sjófrakt:
Sending sem eru minni en 0,5 rúmmetrar er send án auka flutningskostnaðar. Stærri sendingar kosta USD 300 per rúmmeter.
Dæmi:
Sending sem er 1 m x 1 m x 0,5 m = 0,5 m3 er send án aukakostnaðar.
Sending sem er 1 m x 1 m x 1 m = 1 m3 kostar $300 aukalega í sjófrakt.
Þyngd hefur ekki áhrif á fraktverð til Íslands.
Ég er nýbúinn að taka pakka með þeim, kom til mín í gær. Það var kassi sem var 90x25x25cm en hann fór beint í flug án auka kostnaðar. Það voru led barir sem ég tók, kostnaður 400usd komið til Virginia og svo tók shopusa 300usd.
38" dekkjagangur er örugglega nálægt 2 rúmmetrum svo þar leggst eitthvað aukagjald ofaná, auk þess að vera tæpan mánuð í sjó.
"Áætluð afhending á flugsendingum eru 6 dagar og sjófraktarsendingum tæpar 3 vikur - þetta miðast við þann dag sem fara frá vöruhúsi okkar í Virginia Beach."
Það er líka hægt að hringja í shopusa, sími 696 0033 til að fá frekari upplýsingar um hvernig þetta gengur fyrir sig.
4. Er afgreiðslugjaldið jafnt fyrir allar vörur, óháð rúmmáli, þyngd, tollflokkum og vörugjaldi?
ShopUSA gerir mjög flókið ferli einfalt með því að beita jöfnun. Þannig þarft þú ekki að velta fyrir þér þyngd, rúmmáli, tollflokkum eða vörugjöldum nema í þeim tilfellum sem sendingin er stærri en 1/2 rúmmeter. Reiknivélin áætlar heildarverðið til þín með jöfnunaraðferð.
Flugfrakt:
Allar sendingar sem eru minni en 50 cm á hverri hlið eru sjálfkrafa sendar með flugi til Íslands án auka flutningskostnaðar. Þú getur fengið stærri sendingar sendar með flugi en þá er kostnaðurinn USD 500 per rúmmeter (tekið er mið af ummáli heildarsendingar). Þegar þú skráir vöruna (rauði takkinn efst á síðunni), þá getur þú beðið um að sendingin verði send með flugi, jafnvel þó hún sé stærri en 50cm viðmiðið.
Dæmi:
Sending sem er 50 cm x 50 cm 50 cm = 0,125 m3 er send án aukakostnaðar
Sending sem er 1m x 50 cm x 50 cm = 0,25 m3 kostar $125 aukalega í flugfrakt en ekkert aukalega í sjófrakt.
Sjófrakt:
Sending sem eru minni en 0,5 rúmmetrar er send án auka flutningskostnaðar. Stærri sendingar kosta USD 300 per rúmmeter.
Dæmi:
Sending sem er 1 m x 1 m x 0,5 m = 0,5 m3 er send án aukakostnaðar.
Sending sem er 1 m x 1 m x 1 m = 1 m3 kostar $300 aukalega í sjófrakt.
Þyngd hefur ekki áhrif á fraktverð til Íslands.
Ég er nýbúinn að taka pakka með þeim, kom til mín í gær. Það var kassi sem var 90x25x25cm en hann fór beint í flug án auka kostnaðar. Það voru led barir sem ég tók, kostnaður 400usd komið til Virginia og svo tók shopusa 300usd.
38" dekkjagangur er örugglega nálægt 2 rúmmetrum svo þar leggst eitthvað aukagjald ofaná, auk þess að vera tæpan mánuð í sjó.
"Áætluð afhending á flugsendingum eru 6 dagar og sjófraktarsendingum tæpar 3 vikur - þetta miðast við þann dag sem fara frá vöruhúsi okkar í Virginia Beach."
Það er líka hægt að hringja í shopusa, sími 696 0033 til að fá frekari upplýsingar um hvernig þetta gengur fyrir sig.
http://www.jeppafelgur.is/
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Google [Bot] og 1 gestur