Leppistungur
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 12
- Skráður: 28.apr 2012, 21:00
- Fullt nafn: Björgvin R. Leifsson
- Bíltegund: Grand Vitara
Leppistungur
Veit einhver um færð upp Leppistungur í Kerlingafjöll (og kannski um Stórasand)? Bæði svæðin eru merkt ófær á pdf korti Vegagerðarinnar.
-
- Innlegg: 1160
- Skráður: 02.feb 2010, 10:32
- Fullt nafn: Kristinn Magnússon
- Bíltegund: Wrangler 44"
Re: Leppistungur
Getur verið að þú sért að misskilja hvað er sýnt á hálendiskortum Vegagerðarinnar?
Skyggða svæðið þýðir allur akstur bannaður sem er allt annað en ófært. Það á að virða akstursbann því það er sett vegna aurbleytu og þá til þess að vernda landið fyrir skemmdum.

http://www.vegagerdin.is/media/umferd-o ... alendi.pdf
Skyggða svæðið þýðir allur akstur bannaður sem er allt annað en ófært. Það á að virða akstursbann því það er sett vegna aurbleytu og þá til þess að vernda landið fyrir skemmdum.

http://www.vegagerdin.is/media/umferd-o ... alendi.pdf
-
- Innlegg: 4
- Skráður: 04.des 2012, 17:32
- Fullt nafn: Björgvin Már Hilmarsson
- Bíltegund: LCR 80
Re: Leppistungur
Daginn félagar.
Var í Kerlingarfjöllum um síðustu helgi. Vegurinn í Setur er metktur með bandi fyrir akstursleiðina með merkingunni að mig mynnir TORFÆRt.
Við veginn um Leppistungur er lokað með spotta. Var einnig í sambandi við landvörð í Nýjadal sem sagði mér að víða væri fáfarnir slóðar enn ófærir vegna snjóa og aurbleytu,
Kveðja Björgvin
Var í Kerlingarfjöllum um síðustu helgi. Vegurinn í Setur er metktur með bandi fyrir akstursleiðina með merkingunni að mig mynnir TORFÆRt.
Við veginn um Leppistungur er lokað með spotta. Var einnig í sambandi við landvörð í Nýjadal sem sagði mér að víða væri fáfarnir slóðar enn ófærir vegna snjóa og aurbleytu,
Kveðja Björgvin
-
- Innlegg: 2697
- Skráður: 29.mar 2012, 08:39
- Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
- Bíltegund: Toyota Tacoma
Re: Leppistungur
Heyrði í mönnum í gærkvöld sem fóru upp í Setur sl. helgi. Þeir reyndu að fara frá Setrinu og norðurfyrir Kerlingafjöll á 42- og 38 tommubílum en komust lítt áleiðis. Leppistungur og Klakkurinn eru líka ófær vegna snjóa. Það var reynt nýlega að moka Klakkinn, en stór traktorsgrafa varð að segja pass eftir 2ja daga puð.
Þannig að nú er bara ein leið fær upp í Setur, og það er Gljúfurleitin.
Þannig að nú er bara ein leið fær upp í Setur, og það er Gljúfurleitin.
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 12
- Skráður: 28.apr 2012, 21:00
- Fullt nafn: Björgvin R. Leifsson
- Bíltegund: Grand Vitara
Re: Leppistungur
Ég átti að sjálfsögðu við "lokað" en ekki "ófært". Það sem mér þótti skrýtið var að allt svæðið frá Leppistungum að Gljúfurleit var merkt lokað þó að menn væru farnir að aka Gljúfurleitina upp í Setur.
Leppistungurnar opnuðust í dag og ég kominn heim á Húsavík :(
Leppistungurnar opnuðust í dag og ég kominn heim á Húsavík :(
Til baka á “Ferðir og færð á fjöllum”
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur