Kæru jeppamenn og -konur
Náði að skemma eina felgu á Sprengisandi í dag. Rær losnuðu með þessum afleiðingum. Náði að herða uppá þeim og koma mér til byggða en bráðvantar aðra sem allra fyrst.
Þetta er fyrir 35'' 12,5 með 5 gata dreilingu undan lr defender 2004.
Ef þú ert staddur einhvers staðar á þessum slóðum og getur hugsanlega reddað mér felgu til láns, leigu eða kaups þá yrði ég alveg svakalega þákklátur. Eða ef þú veist um einhvern og getur bent mér á.
Reyni að fylgjast með hérna á vefnum en annars er alltaf hægt að ná í mig í síma 7705145.
Takk fyrir. Hallgrímur
Með ónýta felgu í Bárðardalnum
Re: Með ónýta felgu í Bárðardalnum
Búinn að redda þessu?
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 60
- Skráður: 14.aug 2012, 23:44
- Fullt nafn: Hallgrímur Arnarson
- Bíltegund: Land Rover Defender
Re: Með ónýta felgu í Bárðardalnum
Já, eftir ábendingar frá góðum mönnum komst ég í samband við hinn mikla Land Rover gúrú og snilling Arngrím Jónsson á Granastöðum. Hann bjargaði mér alveg með að sjóða í götin og bora ný og lánaði mér meira að segja dekk á felgu á meðan það fór fram. Bestu þakkir.
-
- Innlegg: 971
- Skráður: 26.maí 2012, 10:42
- Fullt nafn: Gunnar Þórólfsson
- Bíltegund: Daihatsu feroza
- Staðsetning: Akureyri
Re: Með ónýta felgu í Bárðardalnum
Auðvitað reddaði adda þessu, maðurinn et meistari!
head over to IKEA and assemble a sense of humor
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur