Jeppinn er LandCruiser 90 með 3ja lítra 1KZ-TE díselvélinni.
Ég býst við að fara erfiðari og dýrari leiðina og smíða festingar fyrir A/C dælu á mótorinn.
Ég mældi götin á heddinu þar sem dælan kemur upprunalega (allavega í einhver af þeim).
Framan á heddinu eru 3 stk. 8mm snittaðar holur.
Á hliðinni farþega-megin eru 2 stk. 10mm snittaðar holur hlið við hlið ofarlega, og ein 8mm snittuð neðar.
Ég er að dunda mér við að teikna þetta upp í Libre-Cad forritinu (fínt að nota tækifærið og læra á það).
Einnig er ég búinn að finna góðar upplýsingar með öllum málum á Sanden-A/C -dælum;
http://www.sanden.com.sg/opencms/opencms/sites/default/Sanden/_configuration/Catelogue/Catelogue.jsp?ptid=1004
Ef maður smellir á hlekkina fyrir mismunandi dælur (t.d. SD5H09) þá eru góðar málsettar myndir þar undir:

En aftur að teikningunum; hér eru fyrstu drög;
fyrst er endinn á blokkinni:
Síðan er það hliðin farþega-megin:
Ég á enn eftir að málsetja þetta, en .dxf skrárnar eru hér fyrir þá sem vilja
Blokk_endi.dxf
Blokk_grunnur.dxf