Sælir
Er með eitt stykki LC 90 sem er smá vesen á.
Ég fór með hann í smurningu um daginn og næst þegar ég setti hann í gang eftir að hafa staðið í nokkra tíma þá drap hann á sér eftir nokkrar sekúndur. Ég startaði honum strax aftur en það tók smá tíma en hann gengur fínt eftir seinna startið.
Hafa menn einhverja hugmynd um hvað gæti verið að?
kv.
Ómar
Gangtruflanir í LC 90
-
- Póststjóri
- Innlegg: 2493
- Skráður: 31.jan 2010, 17:44
- Fullt nafn: Hörður Bjarnason
- Bíltegund: 1988 Ford Econoline
Re: Gangtruflanir í LC 90
Var ekki bara skipt um hráolíusíu í smurningunni?
Re: Gangtruflanir í LC 90
Ekki viss en ég kíki á það.
-
- Stjórnandi
- Innlegg: 1397
- Skráður: 30.jan 2010, 22:43
- Fullt nafn: Árni Björnsson
- Bíltegund: Land Rover
- Staðsetning: Akureyri
- Hafa samband:
Re: Gangtruflanir í LC 90
Smá loft inná eldsneytiskerfinu, líklegast komið í lag núna? Einhver svona hegðun er algeng eftir eldsneytissíuskipti á diesel.
Land Rover Defender 130 38"
Re: Gangtruflanir í LC 90
Það var ekki skipt um hráolíusíu og þetta er ekki komið í lag.
-
- Póststjóri
- Innlegg: 2493
- Skráður: 31.jan 2010, 17:44
- Fullt nafn: Hörður Bjarnason
- Bíltegund: 1988 Ford Econoline
Re: Gangtruflanir í LC 90
Mér sýnist vanta betri lýsingu á vandamálinu.
Fer bíllinn í gang núna? Gengur hann illa eða bara erfiður í gang?
Fer bíllinn í gang núna? Gengur hann illa eða bara erfiður í gang?
-
- Innlegg: 657
- Skráður: 18.feb 2011, 13:16
- Fullt nafn: þorvaldur björn matthíasson
- Staðsetning: Suðurland
Re: Gangtruflanir í LC 90
er ekki bara ónýtt glóðarkerti ?
Ford Bronco 1974 (Z-444)
Ford Bronco 1968 33"(L-1029)
Toyota Hilux dc 38" 2000
Toyota LandCruizer 90 31" 2000
Ford Bronco 1968 33"(L-1029)
Toyota Hilux dc 38" 2000
Toyota LandCruizer 90 31" 2000
Re: Gangtruflanir í LC 90
Málið leystist í gær. kom í ljós að það var smávegis gat á einni slöngunni sem tengist hráolíusíunni.
Takk fyrir allar ábendingarnar.
kv.
Ómar
Takk fyrir allar ábendingarnar.
kv.
Ómar
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur