það er ekki tekið út með sældini að vera með bíladellu stundum,
rakst á annan silverado á netinu um daginn, 1500 extended cap eins og þennan, líka 3ja hurða. en vélalausan og búinn að standa í orðið nokkur ár.
legusetti í afturdrifið hefur skilað sér seint og illa, og mér datt strax í hug að þarna væri fín hásing fyrir mig sem væri hægt að henda á milli þeirra á skotstundu,
svo var bíllinn með alveg hrikalega flottri ljósri leður innréttingu sem ég sá fyrir mér að myndi snarlúkka í þeim bláa, einnig eru leiðinlega rispaðar orðnar hlliðarrúðurnar í þeim bláa,
áður en ég vissi af var ég búinn að festa kaup á óséðum bíl sem stóð vestur á bolungarvík, þá var lítið að gera nema leigja kerru og bruna vestur,

þegar ég kom svo loksins á svæðið blöstu herleg heitinn við mér, og það verður að segjast að hann kom nú á óvart, bíllinn er eins og sá blái fluttur inn nýr. og var allann þann tíma sem hann var í notkun hjá sama eiganda, bíllinn er alveg merkilega heill, það er gat í botninum á þriðju hurðini, en þar fyrir utan er varla ryðdoppu að finna á bílnum eða dældir, allur óslitinn að sjá, svo er hann alveg hlaðinn af búnaði, rafmagn í sætum, leður, cd magasín kompás í speglinum, stokkur upp í topnum og flr.
forsagan er sú að sá sem keypti bílinn af upprunalega eigandanum ætlaði að setja diesel í hann, original mótorinn var rifinn upp úr en svo virðist nennan eða áhuginn hafa dalað og bílinn staðið síðan,
það var meira en að segja það að ná honum, hann stóð úti á "túni" og var hálf sokkinn ofan í það, allar bremsur voru pikkfastar og dekkin loftlaus,
eftir að ég kom honum upp þá voru bremsurnar losaðar og pumpað í dekkin og bílnum skellt á kerruna,
það er augljóst að þótt að kerrann sé gefin upp fyrir max burðagetu töluvert yfir þyngd bílsins að hún átti fullt í fangi með hann, kerran var eins og pendúll aftan í bílnum hjá mér, maðr var orðinn vel þreyttur þegar maður kom heim eftir þúsund km road trip.
nú er bara spurning hvað maður gerir við gripinn, það væri synd að slátra honum eins og til stóð, ég reikna með að ég færi bara allt sem ég finn betra í honum yfir í bláa og skrúfi úr bláa yfir í þennan, þá verður hann complete áfram bara vélarlaus, svo á maður hann bara til ef manni leiðist einhverntímann, eða langar að búa til jeppa úr þessu, svo væri líka möguleiki að finna bara mótor í hann og koma þessu aftur á götuna.




ferðafélaginn alveg búinn

kominn heim í skúrinn

það er synd út af fyrir sig, bíllinn hefur greinilega verið á nýjum dekkjum þegar honum var lagt, gjörsalega óslitin, en ónýtt af fúkka
1996 Dodge Ram. 38" eilífðarverkefni
1996 Dodge Ram 38"
2000 Gmc sierra