Ég er í vandræðum með 4LE60 skiptingu í Blazer 96, hún byrjaði að snuða í öllum gírum allt í einu. Þetta gerðist í haust líka þá skipti ég um síu og vökva með góðum árangri, finnst sérstakt að þetta gerist allt í einu og bíllinn er ok á meðan hann er kaldur, svo byrjar snuðið.
Eru einhver ráð?
4LE60 við 4,3
Re: 4LE60 við 4,3
er að lenda i þvi sama með minn allt i einu hvarf 3 þrep bilinn fer ekki ofar en i 2 þrep virkar eðlilega i 1,2 og bakk forvitinn hvað þetta gæti verið þvi ef eg klara 2 þrep og slæ bilnum i neutral og svo i d þa kemur 3 þrep i svona 3-4 sek en sleppur svo ??'?
Re: 4LE60 við 4,3
Ef ég drep á bílnum set svo í gang þá dettur skiptingin inn í nokkrar sekundur svo búið
Re: 4LE60 við 4,3
Þegar þetta gerist svona allt í einu bendir það ekki á ventlaboddyið?
-
- Innlegg: 1160
- Skráður: 02.feb 2010, 10:32
- Fullt nafn: Kristinn Magnússon
- Bíltegund: Wrangler 44"
Re: 4LE60 við 4,3
Hvernig var ástandið á vökvanum sem var tekinn af skiptingunni? Mikill skítur og drulla? Spurning hvort diskarnir séu hreinlega slitnir.
Ég set með linka á tvær handbækur sem ég á til um þessar skiptingar. Önnur er frá GM og útskýrir í raun virknina, hin er viðgerðarhandbók með leiðbeiningum. Þessar tvær bækur hjálpuðu mér að taka upp mína skiptingu og það var í raun ekkert sérlega mikið mál. Það sem var að minni skiptingu var að 3. og 4. gír duttu út vegna slitinna diska í 3-4 kúplingunni.
Ég mæli með þvi að leggjast yfir þetta, skoða hvernig þetta virkar og reyna að átta sig á því hvað það er sem er að klikka, þetta eru svosem engin geimvísindi. Það getur verið erfitt að fá lausn við svona bilunum með því að spyrja á netinu þar sem vandamálin geta verið margslungin og erfitt að setja sig inn í málin.
Viðgerðarhandbók
GM Tech Manual
Hér gæti líka verið eitthvað gagnlegt: http://www.twincharlotte.com/transmissi ... arlotte-NC
Ég set með linka á tvær handbækur sem ég á til um þessar skiptingar. Önnur er frá GM og útskýrir í raun virknina, hin er viðgerðarhandbók með leiðbeiningum. Þessar tvær bækur hjálpuðu mér að taka upp mína skiptingu og það var í raun ekkert sérlega mikið mál. Það sem var að minni skiptingu var að 3. og 4. gír duttu út vegna slitinna diska í 3-4 kúplingunni.
Ég mæli með þvi að leggjast yfir þetta, skoða hvernig þetta virkar og reyna að átta sig á því hvað það er sem er að klikka, þetta eru svosem engin geimvísindi. Það getur verið erfitt að fá lausn við svona bilunum með því að spyrja á netinu þar sem vandamálin geta verið margslungin og erfitt að setja sig inn í málin.
Viðgerðarhandbók
GM Tech Manual
Hér gæti líka verið eitthvað gagnlegt: http://www.twincharlotte.com/transmissi ... arlotte-NC
Re: 4LE60 við 4,3
Sæll
Takk fyrir þetta
Takk fyrir þetta
Re: 4LE60 við 4,3
Olían sem kom af skiptingunni var mjög ljót en eftir að ég skipti um vökvan þá var hún alveg eins og hún átti að vera en svo komu sömu einkenni allt í einu
Re: 4LE60 við 4,3
Kannast við þetta. Kom upp hjá mér í Silverado, skiptinginn fór að snuða. Eftir olíuskipti var allt í lagi í nokkra daga en síðan fór allt í sama farið. Olían breytti um lit en samt ekki brunalykt af henni. Í stuttu máli, eftir mikla leit og speklúnarsjónir kom í ljós að olíukælirörið frá skiptingunni sem lá framí vatnskassann hafði tærst upp og dró upp kælivatnið frá vélinni. Þetta kostaði náttúrulega upptekningu á skiptingunni með tilheyrandi kostnaði, framkvæmt af Ljónsstaða bræðrum af sinni alkunnu snild. Síðan þá hefur trukkurinn rúllað 140.000km og ekki slegið feilpúst. Það er sem sagt allt til í þessu, vonandi færðu góða lausn á þessu á endanum.
Re: 4LE60 við 4,3
Veit einhver hér hvort að skipting úr 92 árgerðinni passa í 96 árgerðina?
Til baka á “Breytingar, viðhald og viðgerðir”
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur