Litla vélin gaf svo upp öndina í mars 2013, og þá ákvað ég að láta vaða á að kaupa tjónaðan Grand Vitara með V6 2.5 beinskiptum kassa.
Planið er svo að breyta grand vitöru millikassanum í lógír, og nota síðan millikassa úr LC 70 þar aftaná. Með því vinnst betri aftstaða afturskafts.
Svo hefur þetta gerst rólega en þetta kemur allt á endanum.
En bíllinn er semsagt á 36'' dekkjum og Toyota hásingum, LC 70 að aftan og hilux að framan.
Hlutföll eru 4.3.









Verið að spaða dótið...

Komið úr.


Næst er að byrja á þeim bláa.





Litla og sú stóra.


Fyrsta mátun. Eitthvað þarf að víkja.

Sökkva þurfti vatnskassanum í frambitann, en með því þá var hægt að nota viftuna sem var á mótornum.

Millikassi úr LC 70


Dreginn úr dvala!


Þarf aðeins að snyrta þarna..




Mótorfestingar

Búið að hreinsa eitthvað í burtu.

Þarna líka

Fann smá gúmmelaði sem þurfti að laga


Sandblásið og verður svo voða fínt.

Tveggja þátta epoxy og svo blátt yfir

Barkakúpling var fyrir en vökva í grandinum. Hér eru drög að vökvakúplingu.





Þurfti aðeins að breyta loominu á vélinni. Það lá áður aftan á soggreininni, en vegna plássleysis var það skorið upp og sett undir.

Olíukvarði græjaður

Vatnskassa festingar sem og gírkassabiti.

Þar sem að áfyllingatappinn fyrir kælivatn lendir undir húddbitanum, þá var þetta lausnin, Tappinn færður að vél. Þetta fékkst í umboðinu, en er í XL 7 bílunum.

Svona af því að ég var með vélina í búkka, ákvað ég að skipta um tímakeðjustrekkjarann, hann er algeng bilun í þessum vélum.

Svo þurfti ég að skipta um efri olíupönnuna..

Því að þar var smá gat.



Búið að snyrta pústgreinina aðeins.

Allt að smella


Svo er það víra þetta saman, reyndist mér mun einfaldara en ég átti von á. Rauk í gang og gengur flott.

Allt klárt í húddinu, nema loftinntak og stöðuljósapera :)