Isuzu Trooper 38"
Re: Isuzu Trooper 38"
sæll , gerðist eitthvað með gömlu túrbínuni ? boostaði hún eitthvað ? þetta er alveg gjörónýtt :O
Síðast breytt af -Hjalti- þann 05.nóv 2013, 12:08, breytt 1 sinni samtals.
Toyota 44"runner
Arctic cat M8000 162"
Arctic cat M8000 162"
-
- Innlegg: 968
- Skráður: 20.aug 2010, 08:26
- Fullt nafn: Hlynur Freyr Sigurðsson
- Bíltegund: Toyota Hilux 3.0
Re: Isuzu Trooper 38"
Gaman að þessu :)
Hvað kostaði settið fyrir túrbínuna, léstu balancera öxulinn?
Hvað kostaði settið fyrir túrbínuna, léstu balancera öxulinn?
Toyota Hilux D/C '00 38" Í notkun
Toyota Hilux V6 X/C '94 38" seldur
Toyota Hilux V6 X/C '92 33" seldur
Chevy S-10 Single Cab '90 4.3 seldur
Toyota Hilux V6 X/C '94 38" seldur
Toyota Hilux V6 X/C '92 33" seldur
Chevy S-10 Single Cab '90 4.3 seldur
-
Höfundur þráðar - Póststjóri
- Innlegg: 2493
- Skráður: 31.jan 2010, 17:44
- Fullt nafn: Hörður Bjarnason
- Bíltegund: 1988 Ford Econoline
Re: Isuzu Trooper 38"
-Hjalti- wrote:sæll , gerðist eitthvað með gömlu túrbínuni ? boostaði hún eitthvað ? þetta er alveg gjörónýtt :O
Svona var þetta bara. Fyrir utan hve blásturshjólið er ljótt, þá er hún líka vel slitin. Gott slag í allar áttir.
Já það var bara fínn kraftur í bílnum. Veit ekki hvað hún var að blása, en ég setti venjulegan mæli(0-6 bar) inn í bíl meðan ég var að prufukeyra nýju bínuna og hann sýndi um 14 psi. Veit ekki hvað er normal, þarf að kanna það.
-
Höfundur þráðar - Póststjóri
- Innlegg: 2493
- Skráður: 31.jan 2010, 17:44
- Fullt nafn: Hörður Bjarnason
- Bíltegund: 1988 Ford Econoline
Re: Isuzu Trooper 38"
Hfsd037 wrote:Gaman að þessu :)
Hvað kostaði settið fyrir túrbínuna, léstu balancera öxulinn?
Settið kostaði ekki nema einhver 8500 kall ca.
Já svo lét ég Framtak ballansera öxulinn.
Ég hefði getað merkt þetta upp áður en ég tók í sundur, en mér fannst betra að hafa þetta 100% rétt, ef einhver túrbónörd væri búinn að krukka eitthvað í henni.

-
- Innlegg: 58
- Skráður: 12.nóv 2011, 11:55
- Fullt nafn: Sigurjón Leifsson
- Bíltegund: MMC Pajero
- Staðsetning: Skagafjörður
Re: Isuzu Trooper 38"
Sæll
Ég var líka með þetta vandamál að intercoolerinn á mínum bíl. Hann var alltaf óhreinn að innan " þetta var olíudrulla" . Svo eg aftengdi öndunarslönguna á ventlalokinu við rörið sem liggur á milli lofthreinsara og Túrbínu og leiddi það í gruggglas sem ég gerði úr múffu úr 70 mm PP röri með 2 lokum á hvorum enda með stútum og það er ótrúlegt hvað olíudrulla kemur í þetta.
k.v
S.L
Ég var líka með þetta vandamál að intercoolerinn á mínum bíl. Hann var alltaf óhreinn að innan " þetta var olíudrulla" . Svo eg aftengdi öndunarslönguna á ventlalokinu við rörið sem liggur á milli lofthreinsara og Túrbínu og leiddi það í gruggglas sem ég gerði úr múffu úr 70 mm PP röri með 2 lokum á hvorum enda með stútum og það er ótrúlegt hvað olíudrulla kemur í þetta.
k.v
S.L
MMC Pajero 3,5L GDI 2005
Skoda Superb TDI 4x4 2013
Skoda Superb TDI 4x4 2013
-
Höfundur þráðar - Póststjóri
- Innlegg: 2493
- Skráður: 31.jan 2010, 17:44
- Fullt nafn: Hörður Bjarnason
- Bíltegund: 1988 Ford Econoline
Re: Isuzu Trooper 38"
Já það er rétt hjá þér, maður ætti að skoða þetta.
Það sagði mér einn að smurolían skemmir/tærir túrbínuhjólið með tímanum, þannig að þetta ætti að vera til bóta á nokkra vegu.
Hvað ertu að fá mikla olíudrullu í hylkið á hve löngum tíma?
Það sagði mér einn að smurolían skemmir/tærir túrbínuhjólið með tímanum, þannig að þetta ætti að vera til bóta á nokkra vegu.
Hvað ertu að fá mikla olíudrullu í hylkið á hve löngum tíma?
Re: Isuzu Trooper 38"
Er ekki alveg ótrúlegur aflmunur með nýju turbinuna ?? þessi gamla hefur ekki verið að gera neitt
Toyota 44"runner
Arctic cat M8000 162"
Arctic cat M8000 162"
-
Höfundur þráðar - Póststjóri
- Innlegg: 2493
- Skráður: 31.jan 2010, 17:44
- Fullt nafn: Hörður Bjarnason
- Bíltegund: 1988 Ford Econoline
Re: Isuzu Trooper 38"
Hef ekki komist í að prófa aflið almennilega, þarf að komast úr bænum..
En hún er klárlega ekki síðri og nú er ég farinn að heyra túrbínuhvin innan úr bíl, eitthvað sem ég gerði ekki áður.
En hún er klárlega ekki síðri og nú er ég farinn að heyra túrbínuhvin innan úr bíl, eitthvað sem ég gerði ekki áður.
-
- Innlegg: 58
- Skráður: 12.nóv 2011, 11:55
- Fullt nafn: Sigurjón Leifsson
- Bíltegund: MMC Pajero
- Staðsetning: Skagafjörður
Re: Isuzu Trooper 38"
Þetta er ca 1 glas á mánaða fresti.
Finnst að hafa aukist aðeins í haust
Setti þetta á í Júní
sendi mynd af þessu einhvertímann
k.v
S.L
Finnst að hafa aukist aðeins í haust
Setti þetta á í Júní
sendi mynd af þessu einhvertímann
k.v
S.L
MMC Pajero 3,5L GDI 2005
Skoda Superb TDI 4x4 2013
Skoda Superb TDI 4x4 2013
-
Höfundur þráðar - Póststjóri
- Innlegg: 2493
- Skráður: 31.jan 2010, 17:44
- Fullt nafn: Hörður Bjarnason
- Bíltegund: 1988 Ford Econoline
Re: Isuzu Trooper 38"
Varðandi öndunina á ventlalokinu, þá leiddi ég hana í líters brúsa sem ég kom fyrir. Það hefur ekki komið einn einast dropi hingað til. Túrbínan hlýtur að ná að sjúga olíuna meðan þetta er tengt.
En nóg um blessaða vélina.
Er búinn að vera duglegur um helgina, kláraði að koma kastaragrind og prófílbeisli fyrir og kemur það bara vel út.
Splæsti í skúffur í skottið og spottakassa frá Árna Braga, asskoti flott smíði bara.
Búinn að mála skúffurnar og setja höldur, skipadregill ofan á.
Spottakassinn er að þorna og bíða eftir málningarumferð nr 2.



En nóg um blessaða vélina.
Er búinn að vera duglegur um helgina, kláraði að koma kastaragrind og prófílbeisli fyrir og kemur það bara vel út.
Splæsti í skúffur í skottið og spottakassa frá Árna Braga, asskoti flott smíði bara.
Búinn að mála skúffurnar og setja höldur, skipadregill ofan á.
Spottakassinn er að þorna og bíða eftir málningarumferð nr 2.



-
- Innlegg: 690
- Skráður: 02.feb 2010, 18:20
- Fullt nafn: Árni Bragason
Re: Isuzu Trooper 38"
Flott þetta !
Einhver möguleiki að þú gætir reddað öðru uppgerðarsetti í bínuna ?
hvar fékkstu túrbínuhjólin ?
Einhver möguleiki að þú gætir reddað öðru uppgerðarsetti í bínuna ?
hvar fékkstu túrbínuhjólin ?
Isuzu
-
Höfundur þráðar - Póststjóri
- Innlegg: 2493
- Skráður: 31.jan 2010, 17:44
- Fullt nafn: Hörður Bjarnason
- Bíltegund: 1988 Ford Econoline
Re: Isuzu Trooper 38"
Það er til nóg á ebay.
Þarf reyndar að fara kaupa annað sett og hjól líka til að gera upp aðra bínu.
Þurfti ekki ný hjól í uppgerðinni hjá mér um daginn, þau voru í góðu lagi.
http://www.ebay.com/sch/i.html?_odkw=rh ... l&_sacat=0
http://www.ebay.com/sch/i.html?_odkw=rh ... +&_sacat=0
Þarf reyndar að fara kaupa annað sett og hjól líka til að gera upp aðra bínu.
Þurfti ekki ný hjól í uppgerðinni hjá mér um daginn, þau voru í góðu lagi.
http://www.ebay.com/sch/i.html?_odkw=rh ... l&_sacat=0
http://www.ebay.com/sch/i.html?_odkw=rh ... +&_sacat=0
-
- Póststjóri
- Innlegg: 2809
- Skráður: 06.feb 2010, 10:43
- Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
- Bíltegund: Patrol
- Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf
Re: Isuzu Trooper 38"
Flott project hjá þér Hörður og bíllinn allur að verða alveg fjandi góður.
http://www.jeppafelgur.is/
-
- Innlegg: 58
- Skráður: 12.nóv 2011, 11:55
- Fullt nafn: Sigurjón Leifsson
- Bíltegund: MMC Pajero
- Staðsetning: Skagafjörður
Re: Isuzu Trooper 38"
Sæll
Geturu tekið mynd af vélarsalnum hjá þér
Annað veistu um ljóskastara sem passa í götinn neðan á stuðarahornunum á Trooper
eg er með göt þarna það var búið að skera rifflunar útúr hornunum hjá mér þetta er opið
k.v
Sira
Geturu tekið mynd af vélarsalnum hjá þér
Annað veistu um ljóskastara sem passa í götinn neðan á stuðarahornunum á Trooper
eg er með göt þarna það var búið að skera rifflunar útúr hornunum hjá mér þetta er opið
k.v
Sira
MMC Pajero 3,5L GDI 2005
Skoda Superb TDI 4x4 2013
Skoda Superb TDI 4x4 2013
-
Höfundur þráðar - Póststjóri
- Innlegg: 2493
- Skráður: 31.jan 2010, 17:44
- Fullt nafn: Hörður Bjarnason
- Bíltegund: 1988 Ford Econoline
Re: Isuzu Trooper 38"
Nú geng ég með það í maganum að losa mig við olíutankinn sem er staðsettur fyrir aftan hásingu og smíða mér tvo, jafnvel þrjá aðra tanka framar í bílnum. Já alveg rétt, ég er orðin el loco.
Þegar bíllinn er með fullan tank og fjölskyldan innanborðs, þá viktar hann akkúrat 1300 kg á hvorum öxli fyrir sig.
Svo þegar draslið safnast í skottið er hann orðinn ansi rassþungur. Hentar snjóakstri illa þannig.
Tankarnir verða smíðaðir úr 1,5mm riðfríu stáli.
Þegar bíllinn er með fullan tank og fjölskyldan innanborðs, þá viktar hann akkúrat 1300 kg á hvorum öxli fyrir sig.
Svo þegar draslið safnast í skottið er hann orðinn ansi rassþungur. Hentar snjóakstri illa þannig.
Tankarnir verða smíðaðir úr 1,5mm riðfríu stáli.
-
- Innlegg: 1160
- Skráður: 02.feb 2010, 10:32
- Fullt nafn: Kristinn Magnússon
- Bíltegund: Wrangler 44"
Re: Isuzu Trooper 38"
Það er bráðsniðugt!
Hef einmitt ferðast talsvert á Patrol með 3 tanka og þá er aðaltankurinn aftast... svo dælir maður af fremri tönkunum í þann aftasta og bíllinn er orðinn rassþungur og þessi litla drifgeta sem var til staðar er nánast horfin!
Hef einmitt ferðast talsvert á Patrol með 3 tanka og þá er aðaltankurinn aftast... svo dælir maður af fremri tönkunum í þann aftasta og bíllinn er orðinn rassþungur og þessi litla drifgeta sem var til staðar er nánast horfin!
-
Höfundur þráðar - Póststjóri
- Innlegg: 2493
- Skráður: 31.jan 2010, 17:44
- Fullt nafn: Hörður Bjarnason
- Bíltegund: 1988 Ford Econoline
Re: Isuzu Trooper 38"
Nákvæmlega!
Datt í hug hvort maður gæti ekki haft hæðina á einum aukatanknum svipaða og á núverandi tank til að geta notað mótstöðuna?
Ég sá einn góðan stað fyrir einn tank ca. 40 ltr beint fyrir ofan hásingu, ofan á grindinni vegna 10cm boddíhækkunar. Sá tankur getur verið hátt í 10cm á hæð, 40cm á breidd og meter á lengd. gróflega ágiskað.
Svo getur maður örugglega komið öðrum tönkum fyrir framar, þarf að skoða það betur og teikna þetta upp.
Svo ef mér myndi detta í hug að færa afturhásinguna seinna meir, þá verður gott að vera laus við núverandi tank.
Datt í hug hvort maður gæti ekki haft hæðina á einum aukatanknum svipaða og á núverandi tank til að geta notað mótstöðuna?
Ég sá einn góðan stað fyrir einn tank ca. 40 ltr beint fyrir ofan hásingu, ofan á grindinni vegna 10cm boddíhækkunar. Sá tankur getur verið hátt í 10cm á hæð, 40cm á breidd og meter á lengd. gróflega ágiskað.
Svo getur maður örugglega komið öðrum tönkum fyrir framar, þarf að skoða það betur og teikna þetta upp.
Svo ef mér myndi detta í hug að færa afturhásinguna seinna meir, þá verður gott að vera laus við núverandi tank.
-
- Innlegg: 1160
- Skráður: 02.feb 2010, 10:32
- Fullt nafn: Kristinn Magnússon
- Bíltegund: Wrangler 44"
Re: Isuzu Trooper 38"
Jú og ég myndi mæla með því að nota original pickupið ef hægt er.
-
Höfundur þráðar - Póststjóri
- Innlegg: 2493
- Skráður: 31.jan 2010, 17:44
- Fullt nafn: Hörður Bjarnason
- Bíltegund: 1988 Ford Econoline
Re: Isuzu Trooper 38"
Nú er ég búinn að komast yfir annan tank úr Trooper. Hafa menn ekki verið að breyta orginal tönkum eitthvað í fortíðinni, skera og sjóða? Eða er þetta húðað í gegn með einhverri drullu?
-
Höfundur þráðar - Póststjóri
- Innlegg: 2493
- Skráður: 31.jan 2010, 17:44
- Fullt nafn: Hörður Bjarnason
- Bíltegund: 1988 Ford Econoline
Re: Isuzu Trooper 38"
Takk fyrir það.
Búinn að laga margt en á samt eftir að laga meira. Manni hefnist fyrir að kaupa ódýran bíl ;)
Búinn að laga margt en á samt eftir að laga meira. Manni hefnist fyrir að kaupa ódýran bíl ;)
-
Höfundur þráðar - Póststjóri
- Innlegg: 2493
- Skráður: 31.jan 2010, 17:44
- Fullt nafn: Hörður Bjarnason
- Bíltegund: 1988 Ford Econoline
Re: Isuzu Trooper 38"
Best að hífa þennan þráð aðeins upp.
Er að ljúka við að setja loftlás í aukadrif sem ég átti. Nýjar legur, nýr ARB frá benna og notuð orginal hlutföll.
Á bara eftir að þrýstiprófa lofthlutann og þá er drifið klárt(ef lásinn stenst prófið).
Komst yfir notaðan millikassa í vor með 50% lægra lága drifi. Hann er bara algjör snilld og réttlætir annars há drifhlutföll í bílnum.

Næst á dagskrá er að koma loftinntakinu betur fyrir. Fékk mér snorkel hatt, og er að gæla við að útbúa eitthvað snyrtilegt upp úr frambrettinu.
Er að ljúka við að setja loftlás í aukadrif sem ég átti. Nýjar legur, nýr ARB frá benna og notuð orginal hlutföll.
Á bara eftir að þrýstiprófa lofthlutann og þá er drifið klárt(ef lásinn stenst prófið).
Komst yfir notaðan millikassa í vor með 50% lægra lága drifi. Hann er bara algjör snilld og réttlætir annars há drifhlutföll í bílnum.

Næst á dagskrá er að koma loftinntakinu betur fyrir. Fékk mér snorkel hatt, og er að gæla við að útbúa eitthvað snyrtilegt upp úr frambrettinu.
-
Höfundur þráðar - Póststjóri
- Innlegg: 2493
- Skráður: 31.jan 2010, 17:44
- Fullt nafn: Hörður Bjarnason
- Bíltegund: 1988 Ford Econoline
Re: Isuzu Trooper 38"
Jæja, best að yngja þennan þráð aðeins upp.
Síðan síðasti póstur var skrifaður þá hefur þessi loftlás verið settur í og virkar eins og skildi.
Bjó til tölvuborðsfestingu sem kemur í gegn um mælaborðið þar sem loftpúðinn var farþegamegin(var ekki til staðar). Baulaði festinguna við stálrörið sem er þar fyrir innann.
Kláraði úrhleypibúnaðinn í síðustu viku og fór í smá bíltúr til að prófa og kemur þetta bara vel út. Snúningshnéin eru ættuð frá Siglufirði, mekka jeppamannsins.
Sauð 1/4" múffu í röragrindina framan á bílnum og setti 8 bör inn á hana og heldur hún lofti. Nýtist það því vel sem aukaforði.
Þá er þriðji loftkúturinn á leið undir, ætti þá að vera kominn með langleiðina í ca 15 lítra loftrými.
Framtíðaráform eru að setja vakúmlás í framdrifið sem ég á von á, á hverri stundu.
Svo þarf ég að útbúa festingar fyrir skúffusystemið í skottinu, þær eru ekki áfastar bílnum og er ég frekar smeykur við það svoleiðis ef kæmi að óhappi.
Þarf að endurnýja pústið, engin göt en orðið ljótt að sjá og of hávært fyrir minn fágaða smekk.
Hækka meira í öndun fyrir drifin (þórsmerkurferð í vændum).
Hef ekki ennþá farið í snorkelsmíði, bíður betri tíma.
Og svo helling í viðbót....


Síðan síðasti póstur var skrifaður þá hefur þessi loftlás verið settur í og virkar eins og skildi.
Bjó til tölvuborðsfestingu sem kemur í gegn um mælaborðið þar sem loftpúðinn var farþegamegin(var ekki til staðar). Baulaði festinguna við stálrörið sem er þar fyrir innann.
Kláraði úrhleypibúnaðinn í síðustu viku og fór í smá bíltúr til að prófa og kemur þetta bara vel út. Snúningshnéin eru ættuð frá Siglufirði, mekka jeppamannsins.
Sauð 1/4" múffu í röragrindina framan á bílnum og setti 8 bör inn á hana og heldur hún lofti. Nýtist það því vel sem aukaforði.
Þá er þriðji loftkúturinn á leið undir, ætti þá að vera kominn með langleiðina í ca 15 lítra loftrými.
Framtíðaráform eru að setja vakúmlás í framdrifið sem ég á von á, á hverri stundu.
Svo þarf ég að útbúa festingar fyrir skúffusystemið í skottinu, þær eru ekki áfastar bílnum og er ég frekar smeykur við það svoleiðis ef kæmi að óhappi.
Þarf að endurnýja pústið, engin göt en orðið ljótt að sjá og of hávært fyrir minn fágaða smekk.
Hækka meira í öndun fyrir drifin (þórsmerkurferð í vændum).
Hef ekki ennþá farið í snorkelsmíði, bíður betri tíma.
Og svo helling í viðbót....


-
Höfundur þráðar - Póststjóri
- Innlegg: 2493
- Skráður: 31.jan 2010, 17:44
- Fullt nafn: Hörður Bjarnason
- Bíltegund: 1988 Ford Econoline
Re: Isuzu Trooper 38"
Þessi alíslenski Algripslás er á leiðinni í framdrifið.


-
Höfundur þráðar - Póststjóri
- Innlegg: 2493
- Skráður: 31.jan 2010, 17:44
- Fullt nafn: Hörður Bjarnason
- Bíltegund: 1988 Ford Econoline
Re: Isuzu Trooper 38"
Þetta potast í rólegheitum, svona þegar maður fær vinnufrið.
Hlutföllin sem fylgdu lásnum voru ekki rétt þannig að ég fékk annað framdrif með réttum hlutföllum. Seinna drifið var með mjög góðum legum og langaði mig að nota þær áfram. Pinioninn lét ég ósnertann, hann er það þéttur og flottur viðkomu og fær að vera í án yfirferðar. Vona bara að pakkdósin sé góð.
Þessi legukló var ekki að virka án þess að skemma ytri hlutann á legunni.

Þar sem ég fann ekkert sem passaði ofan í stubbinn sem legan situr á, þá rak ég augun í 1/2" topp sem passaði flott ofan í og 12mm bolta ofan í toppinn, kjörnaði svo í boltahausinn.

..og var þá kominn með góða aðstöðu til að brúka þessa flottu afdráttarkló sem ég fékk mér fyrir stuttu síðan í Verkfærasölunni. Hún klemmir saman um leið hún togar, mjög gott í þessu tilfelli. Og af fór legan án mikils átaks.

Kamburinn sem var á lásnum var festur með orginal boltum 17mm löngum, en flangsinn er 2mm þykkari en orginal flangsinn. Fannst mér aðeins of fáar gengjur því ganga inn í kambinn.
Fékk 20mm langa 10.9 bolta í Fossberg sem ganga hæfilega langt inn, og er því orðinn nokkuð sáttur með það sem komið er.

Hlutföllin sem fylgdu lásnum voru ekki rétt þannig að ég fékk annað framdrif með réttum hlutföllum. Seinna drifið var með mjög góðum legum og langaði mig að nota þær áfram. Pinioninn lét ég ósnertann, hann er það þéttur og flottur viðkomu og fær að vera í án yfirferðar. Vona bara að pakkdósin sé góð.
Þessi legukló var ekki að virka án þess að skemma ytri hlutann á legunni.

Þar sem ég fann ekkert sem passaði ofan í stubbinn sem legan situr á, þá rak ég augun í 1/2" topp sem passaði flott ofan í og 12mm bolta ofan í toppinn, kjörnaði svo í boltahausinn.

..og var þá kominn með góða aðstöðu til að brúka þessa flottu afdráttarkló sem ég fékk mér fyrir stuttu síðan í Verkfærasölunni. Hún klemmir saman um leið hún togar, mjög gott í þessu tilfelli. Og af fór legan án mikils átaks.

Kamburinn sem var á lásnum var festur með orginal boltum 17mm löngum, en flangsinn er 2mm þykkari en orginal flangsinn. Fannst mér aðeins of fáar gengjur því ganga inn í kambinn.
Fékk 20mm langa 10.9 bolta í Fossberg sem ganga hæfilega langt inn, og er því orðinn nokkuð sáttur með það sem komið er.

-
Höfundur þráðar - Póststjóri
- Innlegg: 2493
- Skráður: 31.jan 2010, 17:44
- Fullt nafn: Hörður Bjarnason
- Bíltegund: 1988 Ford Econoline
Re: Isuzu Trooper 38"
Skipti um púst í gær. Það gamla var 2,5" svert og án kúta. Ægilegt prumphljóð er ekki svalt á ferðalögum.
Átti orginal kerfi til í fínu standi, en þurfti að breyta afstöðunni á stútnum aftast vegna boddíhækkunar.
Mikil framför að geta talað saman inn í bílnum án þess að hrópa.

Átti orginal kerfi til í fínu standi, en þurfti að breyta afstöðunni á stútnum aftast vegna boddíhækkunar.
Mikil framför að geta talað saman inn í bílnum án þess að hrópa.

-
Höfundur þráðar - Póststjóri
- Innlegg: 2493
- Skráður: 31.jan 2010, 17:44
- Fullt nafn: Hörður Bjarnason
- Bíltegund: 1988 Ford Econoline
Re: Isuzu Trooper 38"
Nú er verið að gera klárt í að skipta um legur í millikassanum, hann syngur fyrir mig í 4wd þegar slegið er af á ferð.
Þar sem kassinn sem er undir bílnum er með 50% lægri hlutföll í lága en normalt er, þá reyni ég að undirbúa aðgerðina með því að taka einn af aukakössunum mínum í sundur. Stúdera hvernig hann virkar og hvernig best er að bera sig að, þá kemur vonandi ekkert á óvart og leguskiptin ganga vonandi hratt fyrir sig.

Þar sem kassinn sem er undir bílnum er með 50% lægri hlutföll í lága en normalt er, þá reyni ég að undirbúa aðgerðina með því að taka einn af aukakössunum mínum í sundur. Stúdera hvernig hann virkar og hvernig best er að bera sig að, þá kemur vonandi ekkert á óvart og leguskiptin ganga vonandi hratt fyrir sig.

-
- Innlegg: 124
- Skráður: 22.apr 2010, 14:05
- Fullt nafn: Trausti Kári Hansson
Re: Isuzu Trooper 38"
Getur ekki verið að vacuum lásinn heiti Meca . Mér skilst að svoleiðis búnaður hafi verið settur í all marga Troopera hér.
Flottur þráður.
kv.Tr.
Flottur þráður.
kv.Tr.
-
Höfundur þráðar - Póststjóri
- Innlegg: 2493
- Skráður: 31.jan 2010, 17:44
- Fullt nafn: Hörður Bjarnason
- Bíltegund: 1988 Ford Econoline
Re: Isuzu Trooper 38"
Kannast ekki við það, mér skildist að þetta væri íslensk framleiðsla.
Vonandi getur einhver staðfest þetta.

Vonandi getur einhver staðfest þetta.

-
- Innlegg: 124
- Skráður: 22.apr 2010, 14:05
- Fullt nafn: Trausti Kári Hansson
Re: Isuzu Trooper 38"
Ég held að Fjallasport hafi flutt þetta inn.
Kv Trausti
Kv Trausti
-
- Innlegg: 124
- Skráður: 22.apr 2010, 14:05
- Fullt nafn: Trausti Kári Hansson
Re: Isuzu Trooper 38"
halendingurinn wrote:Ég held að Fjallasport hafi flutt þetta inn.
Kv Trausti
Meca vacuum lásana.
-
Höfundur þráðar - Póststjóri
- Innlegg: 2493
- Skráður: 31.jan 2010, 17:44
- Fullt nafn: Hörður Bjarnason
- Bíltegund: 1988 Ford Econoline
Re: Isuzu Trooper 38"
Eftir að hafa lítið sinnt Sússa síðustu 3 ár átti hann skilið að fá nýuppgerða 3.1 vél ofan í sig.
Aðgerðin gekk vel og eru lífslíkur góðar.
Aðgerðin gekk vel og eru lífslíkur góðar.
- Viðhengi
-
- 20180330_092117.jpg (4.28 MiB) Viewed 10121 time
-
- Endanlegt útlit
- 20180406_174713.jpg (4.59 MiB) Viewed 10121 time
-
- Nýr 80A alternator
- 20180406_180125.jpg (3.95 MiB) Viewed 10121 time
-
- Innlegg: 6
- Skráður: 20.apr 2018, 00:31
- Fullt nafn: Anton örn þorvaldsson
- Bíltegund: Izusu trooper 35"
Re: Isuzu Trooper 38"
Veit að þetta er gamall þráður. Er með einn Trooper sem ég þarf að fara yfir hjá mér 2004 árg algjörlega topp jeppar.
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur